Fjármagnsbrask hefur stjórnað fiskveiðum á Íslandi frá 1990.

Frá þeim tíma að Alþingi leiddi það í lög að heimila útgerðum framsal og leigu aflaheimilda sín á milli, upphófst fjármálabrask í greininni sem alla jafna er talin hagkvæmni kerfisfyrirkomulagsins varðandi afkomutölur fyrirtækjanna.

Lögleiðingin ein og sér jafngilti peningaprentun, þar sem allt í einu varð til peningamagn í umferð sem áður var ekki til staðar, varðandi það atriði að menn gætu selt frá eða leigt,  takmarkaðar heimildir til þess að veiða fisk við Íslandsstrendur.

Engar skorður voru settar varðandi tilflutning aflaheimilda millum landshluta, til handa fyrirtækjunum í lögunum, engar, sem teljast verður einn klaufaskapur af mörgum í þessum, ennþá mestu mistökum Íslendinga við lagasetningu til þessa, þar sem eitt útgerðarfyrirtæki gat sett eitt byggðarlag í uppnám á einni nóttu og gert alla íbúa atvinnulausa og íbúðarhúsnæði þar með verðlaust.

Íbúafækkun landsbyggðar og allt of ör uppbygging á fjölmennustu svæðum landsins fylgdi í kjölfarið, þar sem ekki hófst undan við að endurbyggja mannvirki og þjónustu að nýju fyrir fólksflótta vegna kerfisskipulags sem þurfti ekki að vera með því móti sem var úr garði gert.

Hin þjóðhagslega óhagkvæmni þessa kom ekki til baka í formi skatta frá útgerðarfyritækjum sökum þess að þau hin sömu voru skattlaus í áraraðir vegna uppkaups á tapi sem nýtt var til þess að standa á núlli.

Markaðsbraskið hóf að hækka leiguverðið og fljótlega var það svo að nýliðun í greinina var illa eða ekki möguleg nema með því móti að sjómenn væru leiguliðar, með litla afkomu eða jafnvel í mínus.

Andvaraleysi kjörinna alþingismanna árin öll þar sem nauðsynlegar breytingar hefðu átt að koma til sögu var algert, uns svo var komið að menn festu ekki fingur á viðfangsefninu þvi fjármagnsbraskið hafði tekið völdin við að stjórna fiskveiðum hér við land.

Fyrningaleið núverandi stjórnvalda er eins og að míga upp í vindinn, aðrar breytingar þarf að gera til bóta, breytingar sem nú í dag er hægt að taka ef menn þora því en kjarkur er allt sem þarf.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband