Samfylkingin reynir að slá ryki í augu kjósenda.

Það er nú fínt að átta sig á vilja þjóðarinnar seint og um síðir þegar forseti hefur neitað heimskulegum lögum synjunnar, sem drifin hafa verið fram af hálfu forystuflokksins Samfylkingar í ríkisstjórn.

Þetta viðhorf þessa flokks birtist í grein Kristrúnar Heimisdóttur í fréttablaðinu í dag, þar sem sú hin sama tekur í notkun hina allvenjulegu tækifærismennsku meintra jafnaðarmanna hér á landi sem lengi hefur verið við lýði.

Allt skal fram borið til þess að reyna að hanga við valdatauma að virðist og þessu sinni er tekin 90 gráðu beygja að minnsta kosti miðað við fyrri málflutning.

Hafi orðið loddarar einhvern tímann átt við þá er það þessu sinni.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Samfylkingin er rekald sem er stjórnlaust og fer þangað sem vindurinn blæs hvert sinn, virðist gera út á og lifa á stuðningi væntingatrúar.

Samfylkingin er miklu frekar sértrúarsöfnuður en stjórnmálahreyfing og ótrúlegt að sjá færni forustunnar í að vera sem ábyrgðalaus kamelljón, en geta samt náð kjöri aftur og aftur með sjónhverfingum og tækifærisstjórnmálum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2010 kl. 12:20

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála mörgu hér en það er þó alltaf gott að menn þori að koma fram eins og Kristrún gerði. Hún skýrir málið en sleppti því að segja að aðgöngumiðinn að ESB hafi bara verið mikilvægari í augum Samfylkingarinnar en réttur þjóðarinnar. Sýnir bara að þau vissu allan tímann að þetta var ranglátt. Þau eru loksins að gefast upp fyrir stjórnarandstöðunni og það er gott. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.2.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband