Skera þarf niður í ríkisrekstri og lækka skatta á almenning í landinu.

Offar í skattöku til lengri tíma á almenning og atvinnulíf gerir það að verkum að lama eitt lítið samfélag.

Stórfelldar skattahækkanir í kreppu og samdrætti, ganga einfaldlega ekki upp, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, og það mun sýna síg í næstu mánuðum, að slíkt mun vega að þorra manna í landinu, rétt eins og fyrrum skattkerfi hefur vegið að láglaunafólki hér á landi til langtíma, allt síðan skattleysismörk voru fryst.

Ríkið getur ekki fjölgað störfum í kreppu það er hreint og beint fáránlegt fyrirbæri og alþingismenn þurfa að gjöra svo vel að finna beinið í nefinu og benda á leiðir til þess að skera niður hjá hinu opinbera, hvar í flokkum sem standa. 

Draga þarf mörk á milli þess að veita grunnþjónustu við heilbrigði og menntun og þess að viðhafa niðurgreiðslur hins opinbera er kemur að hvers konar viðbótarþáttum við hið sama, um tíma.

Grunnþjónusta við heilbrigði er aðgengi allra landsmanna að heimilslæknum, ásamt þjónustu bráðasjúkrahúss með sérfræðiþjónustu.

Grunnþjónusta við menntun er grunnskóli, og framhaldsskólar með háskóla í nauðsynlegum sérfræðigreinum til þjónustu að þörfum fyrir eitt samfélag til framtíðar litið.

Greina þarf þörf fyrir menntun í landinu með tilliti til þarfa atvinnulífs, og niðurgreiðslum hins opinbera þar að lútandi, þar sem á hverjum tíma sé það tryggt að nægilegt mannafl sé til staðar í atvinnulífi á hinum ýmsu sviðum, til framþróunar eins samfélags.

Við hvoru tveggja þurfum og verðum að greina á milli grunnþátta þess sem hægt er að framkvæma fyrir greiðslur úr almannasjóðum, með tilliti til þess að ekki þurfi að stagbæta oftöku skatta með öðrum hætti síðar eins og viðtekin venja hefur verið hér á landi til langtíma.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband