Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Gamlar myndir undan Eyjafjöllum.

Ég geri ekki annað en skanna inn gamla tímann núna og hér eru gamlar myndir undan Fjöllunum á þeim tima er Skógaá hefur verið óbrúuð þessi fyrsta.

SWScan00040

Og hér er önnur af Guðrúnu heitinni fósturmóður pabba á Miðbælisbökkum en ég heiti í höfuðið á henni, pabbi Óskar er vinstra megin en því miður veit ég ekki hver litli snáðinn fremst á myndinni er en Gunna er með blessaða kúna sér við hlið.

SWScan00041

Og hér kemur mynd af Ingvari manni Guðrúnar við að ég held slátt með hestasláttuvél vestur á túni.

SWScan00042

kv.gmaria.

 


Gamlar myndir frá Flateyri.

SWScan00037

Gamalt póstkort af Sólbakka.

SWScan00038

Eyrarvegur 5 á Flateyri.

SWScan00039

Og svo eru hér systurnar þrjár Stella, Björg og Ásta Jónsdætur.

kv.gmaria.


Það þarf sterk bein til að þola góða tíma.

Þegar mörk frelsisins eru um víðan völl og alls konar fjárfestingaæði kemst í tísku samanber veðsetningu óveiddra þorkska úr sjó hér á landi af hálfu fjármálastofnanna, þá eru góð ráð dýr !

Allt sem fer upp með þessu móti hlýtur einhvern tímann að koma niður eðli máls samkvæmt en afskaplega hefði nú verið fínt að einhver fyrirhyggja í formi áhættumats hefði verið til staðar hvað varðar veð í óveiddum fiski á sínum tíma, til dæmis mótvægisaðgerðatrygging til handa skattgreiðendum  !

kv.gmaria.


mbl.is Áfram tekin áhætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við Íslendingar þurfum ekki utanaðkomandi aðstoð til þess að stjórna landinu.

Ég er andvíg aðild að Evrópusambandinu einfaldlega vegna þess afsals á fullveldi sem slíkt felur í sér enn sem komið er til handa vorri þjóð.

Málflutningur þess efnis að ástandið sé svona og svona slæmt hér innanlands og ÞESS VEGNA, þurfum við að sækja um aðild er, afdala lélegur og ber einungis vott um viljaleysi og uppgjöf, til þess að breyta því sem þarf hér innanlands til hagsbóta almenningi í landinu.

Samfylking sem settist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki að afloknum síðustu kosningum talar hátt og víða um aðild að Evrópusambandinu en sá flokkur hafði nota bene ekki nokkra stefnu frá upphafi í farteski um til dæmis kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi. ENGA,

Formaður flokksins var úti að aka í umræðum um þessi mál í kosningum 2003 en gekk á frægan sáttafund LÍU þar sem flokkurinn án skoðana vildi sættast á ómögulegt kerfi.

Skortur á stjórnmálarýni hefur gert það að verkum að menn hafa ekki dregið fram þær staðreyndir sem hér eru nefndar en fjölmiðlar eru alla jafna uppteknir við dægurþrasið í stað þess að kíkja á skóginn fyrir trjánum á stjórnmálasviðinu.

Einhvern tíma í Íslandssögunni hefði það þótt tíðindum sæta að stjórnmálaflokkur væri starfandi án skoðunar á skipan mála í sjávarútvegi þjóðarinnar.

kv.gmaria.


Sérsníða þarf úrræði innan dóms, félags og heilbrigðiskerfis til handa einstaklingum í viðjum fíknar.

Var að hlýða á frásögn í útvarpi þess efnis að einn ´" sprautunálaræningjanna " væri 17 ára gamall, sem aftur hlýtur að þýða það að Barnaverndaryfirvöld komi að máli þess hins sama.

Vandamál ungra einstaklinga í viðjum fíknar hafa verið og eru enn í ótrúlega erfiðum farvegi samskiptaleysis og úrræðaleysis í raun, þar sem lögreglan situr uppi með vandamálin meira og minna á sínum herðum vegna úrræðaleysis í meðferðarúrræðum og biðlistum þar að lútandi sem og þeirri stefnupólítík að taka ekki strax í tauma nógu snemma og kosta til lokuðum meðferðarstofnunum á frumstigi, þ.e unga einstaklinga eins og skot úr umferð í lokaða meðferð ekki hvað síst meðan viðkomandi telst á ábyrgð foreldra sem barn.

Samstarfsleysi félagsmálayfirvalda, og heilbrigðisyfirvalda í málum sem þessum er algjört og í raun vísar hver á annan í stað þess að til væri sérstakt teymi þeirra hinna sömu er hefði með sérstakar úrlausnir erfiðustu viðfangsefna að gera.

Það kostar OF MIKIÐ að tíma ekki að kosta slíka starfssemi nógu fljótt því vandamálin vaxa af sjálfu sér í aðgerðaleysinu með eins og áður sagði verkefnum sem lenda á herðum lögreglu æ ofan í æ.

Ég skora á núverandi félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að setja á fót vinnuteymi til að sérsníða úrlausnir innan kerfa hins opinbera í þessum málum sem fyrst með samstarf við ráðherra hinna tveggja málaflokkanna, í málum ungra einstaklinga í viðjum fíknar.

kv.gmaria.

 


Frelsið á sér mörk, að öðrum kosti fáum við ekki notið þess.

Tjáningar og skoðanafrelsi á sér mörk, þar sem einn maður hefur ekki leyfi til þess að ráðast að öðrum með það eitt að markmiði að særa og meiða mannorð hans.

Frelsi mannsins að öðru leyti hefur allt sín mörk sem miðast við eignir mannsins og umráðasvæði hvar svo sem staðsett er ellegar í hvaða magni slikt er.

Frelsi manna í einu þjóðfélagi til þáttöku fer eftir þeim skilyrðum sem sitjandi stjórnvöld á hverjum tima kjósa að viðhafa.

Ein ríkisstjórn lands kann að vera afar hlynnt ofurskatttöku á einstaklinga , meðan önnur leggur áherslu á minni skatta til handa þeim hinum sömu en skattleggur atvinnufyrirtæki meira.

Þeir hinir sömu ráða  eigi að síður hvað mestu um það að marka frelsi einstaklinga til ráðstöfunar innkomu tekna manna af atvinnu sinni.

Ágreiningsefni stjórnmálanna er hvar nákvæmlega þau hin sömu mörk frelsis liggi hverju sinni.

Vitund og tilfinning manna gagnvart þeim raunveruleika sem þjóðin býr við þarf að vera samferða ákvarðanatöku um mörk frelsis af hálfu valdhafa.

Of löng seta sömu manna við valdatauma kann að orsaka skort á vitund og þröngsýni í formi skipulags hvers konar.

 

 


Aukið aðhald lögreglu er það sem skiptir máli.

Mér varð hugsað til nokkurra ára aftur í tímann þegar ég var á ferð í Flóanum fyrir austan Selfoss nú í kvöld á leið í bæinn.

Aldrei þessu vant sker ég mig ekki lengur úr í umferð um akvegi landsins þess efnis að aka á löglegum hraða.

Sú breyting sem hefur átt sér stað við aukið eftirlit og hraðasektir er sú að ökumenn haga sér með öðrum hætti en var.

Það atriði að færa lögreglu í hendur tæki til að taka úr notkun ökumenn undir áhrifum fíkniefna hefur svo ekki verður um villst skilað sér.

Því ber að fagna og fjárveitingar til löggæslumála skyldu því ekki skornar við trog.

kv.gmaria.


mbl.is 31 kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar deilugjarnir bingóspilararar ?

Með rökhyggjunni hefði mátt ætla að vantrúaðir það er þeir sem kjósa ekki að trúa, þyrftu ekki að vera að vesenast í því að vanvirða önnur trúarbrögð, en hér á landi snýst margt í andstæðu sína og einhver samtök trúlausra hafa kosið að spila bingó til þess að vekja athygli á sjálfum sér sem trúlausum.

Afskaplega margt gengur út á auglýsingamennskuna af allra handa tagi og nýlegt dæmi er myndbirting sem fjölmiðlamógull virðist endilega þurfa að viðhafa sem aftur áskapar mótmæli minnihlutahóps hér á landi þar sem slíkt gengur gegn trúarvitund viðkomandi.

Það er alveg ótrúlegt að sú venja virðist hafa haldið innreið sína að til þess að vekja viðbrögð þurfi endilega að reita einhvern til reiði eða brjóta lög eða siðvenjur af einhverjum toga.

Hvað varð af siðviti hinnar vel menntuðu bókmenntaþjóðar sem einnig vill kenna sig við listir hinar fegurstu af ýmsum toga ?

Var það aftur í askana sett ?

Ef svo er, hvað veldur ?

kv.gmaria.


Trúin og lífið.

Ég er kristinnar trúar og með árunum hefur páskahátiðin fengið dýpri merkingu í mínu lífi en áður var.

Svo er án efa um marga aðra því árin eru reynslubrunnur lífsins og gleði og sorg hitta manninn fyrir gegnum æviskeiðið sitt á hvað i mismiklu magni til handa okkur einstaklingum, eins og við erum mörg.

Stundum finnst manni að þessi brunnur reynslu sé yfirfullur en þá er það vonin sem kemur til hjálpar og upprisuhátið okkar kristinna manna felur í sér von um það að élin birti upp og storma lægi.

Mín trú er mér lífsnesti og bænin álíka eðlileg og líkamleg næring dags daglega.

kv.gmaria.

 


Fær athygli fjölmiðla eins og venjulega.

Er það ekki íhugunarefni hve gifurlega mikil fjölmiðlaathygli beinist að sendingum frá aðilum sem þessum hér á Vesturlöndum ?

Eru ekki allir að leita að honum ?

Er hann ekki týndur ?

En samt í fjölmiðlum.

kv.gmaria.


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband