Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vangaveltur í norðan gjónu.

Það er svo sem ekki hægt að kvarta yfir roki en hann er á norðan. Alltaf verður maður svo andaktugur við ferðalag úr bænum.

Hugsanir fara í flug og sjóndeildarhringurinn víkkar í eiginlegum og óeiginlegum skilningi.

Vellíðantilfinning er til staðar yfir að hafa verið sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálpinni í dag, en á morgun er hátíðleg stund ferming í fjölskyldunni hér fyrir austan.

kv.gmaria.

 


Glampandi tunglsljós alla leið undir Eyjafjöll.

Var að koma austur undir Fjöll yfir heiðina en varð ekki vör við þoku, sem betur hins vegar smá mistur á köflum. Tunglið skein skært svo það nægði að keyra með lágu ljósin. Smá hálkublettir á köflum.


mbl.is Víða greiðfært en hálkublettir á einstaka leiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi ríkisstjórn landsins er tilknúin til þess að létta á skattaálögum af landsmönnum, við efnahagsaðstæður sem uppi eru.

Það er óábyrgt af núverandi aðilum við stjórn landsins að koma fram með hendur í skauti varðandi þau afföll sem almenningur í landinu er að upplifa af stefnunni í efnahagsmálum og þróun mála á alþjóðavísu.

Ríkissjóður hlýtur að þurfa að taka á sig skuldbindingar vegna stöðu mála einkum og sér í lagi vegna nýgerðrar kjarasamninga á vinnumarkaði sem nú þegar eru einskis virði.

Ríkissjóður sem gumar sig af tekjuafgangi getur EKKI verið hlutlaus við aðstæður sem þessar til handa almenningi í landinu.

Ferðalög ráðamanna erlendis meðal annars í þeim tilgangi að auka vegferð íslenskra fjarmálastofnanna á erlendri grundu eru dæmi um ranga forgangsröðun við stjórn landsmála, því fyrstu skyldu ráðamenn hér á landi telja eigin þjóð trú um ágæti þeirra hinna sömu, áður en hleypt er heimdraganum.

kv.gmaria.


" Og Neró spilaði á hörpu meðan Róm brann.... "

LÍÚ leikur á tá og fingri meðan almenningur í landinu upplifir gengisfellingu eins og áður var.

Helstu röksemdir þeirra sem gumað hafa af ágæti núverandi kerfisskipulags í sjávarútvegi, hafa oftar en ekki verið þær ....

" hvort menn vildu fara til baka í ástandið þegar vanda sjávarútvegsins var sópað undir teppið í formi gengisfellinga ...... "

Hvað er að gerast í dag árið 2008 ?

kv.gmaria.


mbl.is Segir gengi krónunnar næstum rétt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendinga vantar engar myndbirtingar vegna tjáningafrelsis.

Ég er sammála Salman Tamini og því sem hann sagði í Kastljósi kvöldsins.

Mér er óskiljanlegur tilgangur þess efnis að birta myndir sem særa kunna trúarvitund einhverra ?

Til hvers ?

Eru menn eins og Illugi að reyna að slá sig til riddara meints tjáningafrelsis ?

Er þörfin til að ganga út að öfgum án sýnilegs tilgangs leiðarljósið ?

Hvað varð af siðvitinu ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.

 


Samstarfsstéttir þurfa að standa saman vörð um sinn starfsvettvang.

Ég álit að fagfélög stétta að störfum við heilbrigðisþjónustu í landinu þurfi að standa fastar saman um sinn starfsvettvang.

Mér hefur löngum runnið til rifja samstöðuleysi stétta hér á landi varðandi hvoru tveggja nauðsynleg og sjálfsögð starfsskilyrði starfa sem unnin eru af hendi á einum og sama staðnum.

Læknar, hjúkrunarfræðingar, og sjúkraliðar eiga samt samtök heilbrigðisstétta að mig minnir.

kv.gmaria.


mbl.is Óánægja meðal lækna í mörg ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Af hroka og monti er hérlendis nóg, svo hógværðin fær engan séns..."

Þessi kveðskaparlína frá þeim Spaugstofumönnum er algjör gullmoli og uppsetning þeirra á sólóeinvígi millum tveggja kappa í tónlist algjör snilld.

Fyrir það fyrsta er þarna að finna all nokkurn sannleika meðferðis um samfélagstíðarandann, þ.e. einstaklingshyggjuna í voru samfélagi.

Jafnframt birtingamynd þess um hve margt er hægt að áskapa deilur millum manna.

kv.gmaria.


Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum.

mynd_0260570

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum er að verða eins árs og hér má sjá Kolbrúnu Stefánsdóttur ritara flokksins sem var fundarstjóri á stofnfundinum fyrir tæpu ári.

mynd_0260575

Og hérna er hún Sabine Leskopf frá Alþjóðahúsinu sem hélt fyrirlestur mjög fróðlegan og góðan.

mynd_0260558

 

Hér er Magnús Þór Hafsteinsson  varformaður Frjálslynda flokksins með ræðu á fundinum.

mynd_0260560

Allar konur fengu bláa rós og hér er ein ræðumanna Arnþrúður Karlsdóttir  útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu að taka við sinni.

 

Starfið undanfarið ár hefur einkennst af athafnasemi og framkvæmdum sem er einstaklega ánægjulegt en Ásgerður Jóna Flosadóttir Reykjavík er formaður og Hanna Birna Jóhannsdóttir Vestmannaeyjum varaformaður.

kv.gmaria.


Báðir ríkisstjórnarflokkarnir samsama sig hinu óhagkvæma fiskveiðistjórnunarkerfi.

Kerfi sjálfbærni þarf ekki mótvægisaðgerðapakka til handa skattgreiðendum í landinu sem eru þó nægilega skattpíndir fyrir af hálfu stjórnvalda.

Það var eigi að síður eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir þorskaflaskerðingu í gjafakvótakerfinu.

Hvorugur þessarra flokka virðist hafa rýnt í tölur um meinta hagkvæmni kerfis þessa hvað varðar minnkandi afla úr sjó í´áraraðir né heldur skuldir útgerðar samtímis , ellegar, hin ótrúlegu stjórnmálalegu mistök að leiða í lög framsal aflaheimilda millum aðila og veðsetningu óveidds fiskjar úr sjó sem ættu að geta hafa verið leiðarljós til endurskoðunar nýrrar ríkisstjórnar.

Alls konar tilraunir til þess að stoppa í göt þessa óhagkvæma kerfis hafa reynst hjómið eitt og ljóst að kerfið þarf að skoða frá grunni.

Lífríki sjávar við Ísland hefur verið raskað með þeim hamagangi sem kerfi takmarkaðra kvóta tegunda inniheldur svo ekki sé minnst á gerð veiðarfæra við hamaganginn.

Jafnframt var búinn til hópur auðmanna sem grætt gat á tá og fingri við að selja frá sér aðgang að auðlind sjávar sem samkvæmt laganna hljóðan skal og skyldi vera almannaeign.

Ástand sem engum hefði órað fyrir að myndi nokkurn tímann eiga sér stað en eins og áður sagði skrifast á mistök stjórnmálamanna við lagasetningu.

kv.gmaria.

 


" Laun heimsins eru vanþakklæti ".....

Ægilegt ! Aumingja kötturinn, að lenda í því að launa björgunina með þessu móti en það er huggun harmi gegn fyrir slökkviliðsmanninn að geta komist í gott bað að loknu dagsverki.

Svo gæti verið að kötturinn hafi verið með þvaglekavandamal, hver veit !

kv.gmaria.


mbl.is Sprændi á bjargvættinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband