Sérsníða þarf úrræði innan dóms, félags og heilbrigðiskerfis til handa einstaklingum í viðjum fíknar.

Var að hlýða á frásögn í útvarpi þess efnis að einn ´" sprautunálaræningjanna " væri 17 ára gamall, sem aftur hlýtur að þýða það að Barnaverndaryfirvöld komi að máli þess hins sama.

Vandamál ungra einstaklinga í viðjum fíknar hafa verið og eru enn í ótrúlega erfiðum farvegi samskiptaleysis og úrræðaleysis í raun, þar sem lögreglan situr uppi með vandamálin meira og minna á sínum herðum vegna úrræðaleysis í meðferðarúrræðum og biðlistum þar að lútandi sem og þeirri stefnupólítík að taka ekki strax í tauma nógu snemma og kosta til lokuðum meðferðarstofnunum á frumstigi, þ.e unga einstaklinga eins og skot úr umferð í lokaða meðferð ekki hvað síst meðan viðkomandi telst á ábyrgð foreldra sem barn.

Samstarfsleysi félagsmálayfirvalda, og heilbrigðisyfirvalda í málum sem þessum er algjört og í raun vísar hver á annan í stað þess að til væri sérstakt teymi þeirra hinna sömu er hefði með sérstakar úrlausnir erfiðustu viðfangsefna að gera.

Það kostar OF MIKIÐ að tíma ekki að kosta slíka starfssemi nógu fljótt því vandamálin vaxa af sjálfu sér í aðgerðaleysinu með eins og áður sagði verkefnum sem lenda á herðum lögreglu æ ofan í æ.

Ég skora á núverandi félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að setja á fót vinnuteymi til að sérsníða úrlausnir innan kerfa hins opinbera í þessum málum sem fyrst með samstarf við ráðherra hinna tveggja málaflokkanna, í málum ungra einstaklinga í viðjum fíknar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband