Eru Íslendingar deilugjarnir bingóspilararar ?

Með rökhyggjunni hefði mátt ætla að vantrúaðir það er þeir sem kjósa ekki að trúa, þyrftu ekki að vera að vesenast í því að vanvirða önnur trúarbrögð, en hér á landi snýst margt í andstæðu sína og einhver samtök trúlausra hafa kosið að spila bingó til þess að vekja athygli á sjálfum sér sem trúlausum.

Afskaplega margt gengur út á auglýsingamennskuna af allra handa tagi og nýlegt dæmi er myndbirting sem fjölmiðlamógull virðist endilega þurfa að viðhafa sem aftur áskapar mótmæli minnihlutahóps hér á landi þar sem slíkt gengur gegn trúarvitund viðkomandi.

Það er alveg ótrúlegt að sú venja virðist hafa haldið innreið sína að til þess að vekja viðbrögð þurfi endilega að reita einhvern til reiði eða brjóta lög eða siðvenjur af einhverjum toga.

Hvað varð af siðviti hinnar vel menntuðu bókmenntaþjóðar sem einnig vill kenna sig við listir hinar fegurstu af ýmsum toga ?

Var það aftur í askana sett ?

Ef svo er, hvað veldur ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband