Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hvað vakir eiginlega fyrir mönnum í þessu efni ?
Föstudagur, 28. mars 2008
Mér þætti mjög fróðlegt að fá að sjá forsendur fyrir þeim breytingum sem hér er um rætt.
Tel það gefa augaleið hve miklu óskilvirkari starfssemi sem þessi kann að verða heyri sú hin sama ekki undir eitt embætti á svæðinu.
Mér best vitanlega hefur sú starfssemi sem verið hefur skilað sínu hlutverki sem skyldi og vel það, varðandi samvinnuþátt þessara aðila.
Ef hér er á ferð skilgreiningarárátta millum ráðuneyta þar sem miklilvægur hlekkur eins og löggæslu og tolleftirlit til landsins þarf að stokka upp vegna þess, þá hefði betur verið heima setið en af stað farið, að virðist.
kv.gmaria.
Tollverðir mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heildarverðmæti góðra stjórnsýsluhátta til framtíðar.
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Setning stjórnsýslulaga á sínum tíma var framför fyrir íslenskt samfélag, þar sem í fyrsta skipti var tekið á aðkomu manna að ákvarðanatöku í stjórnsýslunni.
Á sama tíma virtist hins vegar alveg gleymast að taka á krosseignatengslum í viðskiptalífinu þótt það hið sama, sé mál af nákvæmlega sama meiði.
Þegar þetta tvennt blandast að hluta til saman þ.e. ákvarðanataka stjórnvalda og aðkoma einkafyrirtækja í verkefnum án útboðs, nota bene, án útboðs þá er það svo að slík mál eru ekki góð fyrir hlutaðeigandi ákvarðanaaðila og síður en svo traustvekjandi þegar pólítískur svipur einkennir aðkomu manna að félögum á einkamarkaði í verkefnum fyrir ríkið án útboðs.
Einkum og sér í lagi þar sem hið opinbera hefur tileinkað sér útboðsaðferð á öllum sviðum hvarvetna. annars staðar.
Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í málum Þróunarfélags á Keflavíkurflugvelli er kanski hálfgerður Hafnarfjarðarbrandari.
kv.gmaria.
Hvers vegna sættum við okkur við að borga gjöld ofan á skatta ?
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Við greiðum skatta til þess að standa straum af nauðsynlegum útgjöldum hins opinbera sem ákveðin eru ár hvert á fjárlögum til hinna ýmsu málaflokka.
Hvað er eðlilegt við það að við séum síðan að greiða þjónustugjöld hægri vinstri til viðbótar þeirri hinni sömu skattöku ?
Því til viðbótar er það svo að ekki er einu sinni samræmi sé að finna til dæmis millum sveitarfélaga varðandi gjaldtöku á leikskólagjöldum, hafnargjöldum eða ýmissi annarri þjónustu sem hin ýmsu gjöld hafa verið sett á.
Samtal stjórnsýslustiga hins opinbera og samræmingu skortir í þessu efni að mínu viti, því ekkert væri eðlilegra en hver einasti landsmaður gæti gengið að því að sama gjald væri að finna alls staðar á landinu fyrir sömu opinberu þjónustuna.
Sé þjónustan hins vegar ekki eins hvað gæði varðar þá skyldi aðilum gert skylt að gera grein fyrir þvi.
kv.gmaria.
Lögreglan stendur sig vel.
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Því ber að fagna sem vel er gert og aðhald lögreglu varðandi hraðakstur nú um nokkurn tíma er að skila okkur því að hraði minnkar.
Með öðrum orðum þeim fer fækkandi sem iðka hraðakstur og aðhaldið virkar. Þannig á það að vera og sýnileiki lögreglu sem víðast í þessu efni skilar sér sannarlega.
kv.gmaria.
16 óku of hratt í íbúðargötu í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fiskimið fjárfesta, " vaxtamunur við útlönd ".....
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Þeir fiska sem róa en mismundi hvaða mið menn gera út á .
Meðan fjárfestar gera út á vaxtamun við útlönd, róa aðrir á eiginleg fiskimið kring um landið.
kv.gmaria.
Vaxtamunur áfram enginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig væri að tengja krónuna við olíutunnuna ?
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Ég held að almenningur í landinu fylgist varla með lengur hvað snýr upp og hvað niður.
Einn er ánægður í dag en óánægður á morgun, og næsta dag snýst það við, þegar vextir hafa verið hækkaðir.
Hafi einhvern timann verið hægt að tala um efnahagslegt öngþveiti þá er það að öllum líkindum nú.
kv.gmaria.
Umræða eyðir fordómum.
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Frjálslyndi flokkurinn hefur einn íslenskra stjórnmálaflokka rætt málefni innflytjenda til Íslands, enginn hinna flokkanna hefur svo mikið sem gert tilraun til þess að ræða þau hin sömu mál á sviði stjórnmála sem heitið geti.
Skyldi fólki af erlendu bergi brotið sem flyst hingað til lands vera akkur að því að stjórnmálaöfl í landinu sleppi því alveg að ræða um hagsmuni fólksins ?
Hagsmuni sem eru margvíslegir og mismunandi, því svo vill til að eitt þjóðfélag sem býður velkomna hópa fólks til atvinnu tekur einnig á sig ábyrgð og skyldur sem fylgja því að tryggja að réttindi fólksins séu í hvarvetna virt og fólk úr ólíkum menningarsamfélögum með aðra þjóðtungu eigi þess kost að fá að vita hvað okkar samfélag inniheldur af réttindum og skyldum.
Við getum ekki boðið fólk velkomið af heilum hug ef við ekki getum boðið upp á kennslu í móðurmáli þjóðarinnar á sama tíma þannig að viðkomandi sé meðvitaður um réttindi sín og skyldur í samfélaginu.
Við getum ekki ætlast til þess að hingað nýkomnir standi straum af kostnaði við kennslu í móðurmálinu þar þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að kosta til fjármunum í samræmi við þann fjölda sem á hverjum tíma kemur til landsins. Það er stjórnvalda að ákveða slíkt.
Skortur á umræðu skapar tortryggni og það er stórfurðulegt að einungis einn flokkur á sviði stjórnmála skuli ræða málefni innflytjenda hér á landi einkum og sér í lagi ef litið er til Norðurlanda.
Það ber vott um staðnað viðhorf stjórnmálaumræðu gamalla stjórnmálaafla hér á landi, sem þarf að breyta , því umræða eyðir fordómum.
kv.gmaria.
Eru byggðasjónarmiðin í " nýju fötum keisarans " ?
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Það er verkefni stjórnvalda á hverjum tima að sjá til þess að nýta þjóðhagsleg verðmæti sem uppbyggð hafa verið fyrir almannafé um land allt og stuðla að atvinnustefnumótun með það hið sama að markmiði.
Hefur það verið raunin hér á Íslandi ? Svar mitt er nei.
Hvoru tveggja hefur skipulag kerfa í sjávarútvegi og landbúnaði á sama tíma unnið gegn atvinnusköpun á landsbyggðinni nú í tæpa þrjá áratugi.
Nýliðiun í báðum þessum atvinnugreinum hefur verið gerð nær ómöguleg til aðkomu fyrir landsmenn og þeir einir sem hafa haft yfir nógu stórum framleiðslueininingum að ráða setið einir að framleiðslunni.
Fólki hefur verið talin trú um að hér væri hagræðing á ferð þrátt fyrir gífurlegan fjármagnskostnað í formi alls konar tæknivæðingar, í báðum atvinnugreinum með einhliða áhorf á stórar framleiðslueiningar eingöngu.
Stjórnvöld hafa horft aðgerðalaus á þróun gömlu atvinnuvegakerfanna ekki hvað síst annmarka kvótakerfisins þar sem óheft framsal aflaheimilda millum útgerðaraðila ( mestu stjórnmálamistök síðustu aldar ) færði brott atvinnu fólks á einni nóttu.
Þvíumlíkt Matadorspil datt engum í hug að hið háa Alþingi myndi nokkurn tima fela í lagaramma.
Göngum og vegabótum hefur verið lofað fram og til baka ár eftir ár þótt fólkið hafi farið á mölina og ekki hafst undan að sinna nauðsynlegum vegabótum innanbæjar eins hjákátlegt og það nú er.
Ekki hafa allir setið við sama borð hins vegar hvað þetta varðar.
Göng og vegabætur eru hins vegar hluti af nútíma þjónustu samgöngulega en skapa ekki atvinnu til framtíðar, og kerfin þarf því að endurskoða og endurskipuleggja með það að markmiði að viðhalda byggð í landinu ásamt verkefnum í nýsköpun sem verja þarf til fjármagni að þróa.
Það eru hagsmunir landsmanna allra að halda landinu í byggð með atvinnu jafnt höfuðborgarbúa sem landsbyggðar.
kv.gmaria.
Getur íbúum fjölgað endalaust án þess að samgöngumannvirki séu til í nægilega miklu magni ?
Mánudagur, 24. mars 2008
Hvort kemur á undan hænan eða eggið ? Það er að vissu leyti áleitin spurning fyrir íbúa á Stór Reykjavíkursvæðinu sem illa eða ekki komast um innanbæjar á annatímum, hvað þá út af svæðinu á tíma eins og Verslunarmannahelgi til dæmis.
Hvað veldur því að verkefni eins og Sundabraut tefjast um svo og svo mikinn tíma ?
Loksins komst á vegasamband milli Hafnarfjarðar og Kópavogs með breikkun Reykjanesbrautar, auðvitað eftir dúk og disk og endalausar bílaraðir því ekki var hægt að hefjast handa fyrr en of seint eins og venjulega.
Satt best að segja finnst mér fara frekar litið fyrir hinni skipulagslegu ábyrgð sveitarfélaga á framkvæmdaþætti þjónustunnar í raun við íbúa sem greiða sín gjöld til hins opinbera.
Fór ábyrgðin kanski í eitthvert ferðalag ?
kv.gmaria.
" Stjórnmálarefjar skriffinska og skattakúgun " brilljant gömul bók.
Mánudagur, 24. mars 2008
Það er ýmislegt sem maður finnur þegar farið er að grúska í gömlum skræðum og ég fann bók sem Steinunn amma átti og er eftir Herbert N.Casson og þýdd af Magnúsi Magnússyni árið 1940.
Bókin heitir á ensku " How to restore self government and prosperity. " en á íslensku " Stjórnmálarefjar skriffinska og skattakúgun " Viðbót þýðanda þar sem hann ber saman íslenska stjórnarhætti þess tíma, við það sem höfundur ræðir um í Bretlandi eru algjörir gullmolar og satt best að segja veltir maður því fyrir sér hvað hafi breyst í raun frá þeim tíma, ef eitthvað er varðandi ríkisumsvif og þá fjörtra sem lagðir eru á einstaklinga í formi tilskipana, laga og reglugerða allra handa.
Get ekki á mér setið að grípa aðeins niður í bókina þar sem viðbót þýðanda við kafla um "Skriffinskuvald " er m.a. þessi.
" Um leið og þetta ríkisvald hefir færst svo mjög í aukana hefir lögum og reglugerðum rignt niður um alla skapaða hluti. Fáir eða engir fylgjast með öllum þessum lagamýgrút, og því geta flestir orðið sekir við lög eða reglugerðarákvæði, þótt þeir viti ekki betur en þeir séu heiðarlegir og grandvarir borgarar. Hið mesta hrákasmíði er á sumum þessum lögum og oft og einatt stangast lögin og reglugerðirnar sem settar eru samkvæmt þeim, á. Altítt er lika að lögin sjálf eru aðeins grind eða rammi sem svo á að fylla út í með reglugerðarákvæðum og er með þessu gerð lævís tilraun til þess að draga löggjafarvaldið úr höndum þingsins í hendur stjórnarinnar. "
Allt þetta sem þarna er sagt árið 1940 á við enn þann dag í dag að mínu viti.
kv.gmaria.