Trúin og lífið.

Ég er kristinnar trúar og með árunum hefur páskahátiðin fengið dýpri merkingu í mínu lífi en áður var.

Svo er án efa um marga aðra því árin eru reynslubrunnur lífsins og gleði og sorg hitta manninn fyrir gegnum æviskeiðið sitt á hvað i mismiklu magni til handa okkur einstaklingum, eins og við erum mörg.

Stundum finnst manni að þessi brunnur reynslu sé yfirfullur en þá er það vonin sem kemur til hjálpar og upprisuhátið okkar kristinna manna felur í sér von um það að élin birti upp og storma lægi.

Mín trú er mér lífsnesti og bænin álíka eðlileg og líkamleg næring dags daglega.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Innlitskvitt! Gott að vita að það séu fleiri sem vita hvað þeir trúa á.
Gleðilega páska!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.3.2008 kl. 02:16

2 identicon

Góður Pistill,Guðrún.

Já,það dýpkar skilningurinn eftir því sem árin færast yfir.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 02:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðliega Páska Guðrún María mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Góð og viðeigandi hugvekja. Föstudagurinn langi og páskadagur.
Dauðinn og upprisan og vissan um eilíft líf. Og sú vissa að sérhver
uppsker sem viðkomandi sáir til. Ef ekki í þessu lífi, þá í hinu næsta,
því annars væri réttlætið ekki til. Sem kristinn trúi því líka 100% á
karmalögmálið, og finnst það geta samræmst mjög kristnni trú.
Og held, að ef margir hefðu það í huga, væri heimurinn alla vega
skárri en hann er í dag....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.3.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.3.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið öll og Gleðilega páska.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.3.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband