Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ríkisstjórnin reynir að lengja lífdagana með umræðu um Esb, í stað þess að tilkynna kosningar.

Hafi menn ekki nú þegar séð í gegnum " smjörklípusápukúlu " ráðamanna við stjórnvölinn, þess eðlis að draga athygli almennings frá ábyrgð á mistökum innanlands, með umræðu um Evrópusambandið, þá hygg ég að sú sýn muni blasa við fljótlega.

Núverandi valdhafar hér á landi munu þurfa að endurnýja umboð sitt ellegar víkja, við þær aðstæður og þau efnahagslegu mistök sem hér hafa dunið yfir íslenska þjóð.

Annað er óásættanlegt.

kv.gmaria.


Augnablik Friðrik, var það ekki ríkið sem færði útgerðarmönnum heimildir til þess að framselja og leigja óveiddan fisk á Íslandsmiðum ?

Alveg stórkostlegt að sjá þennan málflutning, framkvæmdastjóra LíÚ varðandi ríkisstyrki ellegar ekki ríkisstyrki...... 

Nokkrir útgerðarmenn fengu að braska með fiskinn í sjónum , óveiddan á þurru landi, og veðsetja í fjármálastofnunum fyrir tilstuðlan laga frá Alþingi sem aldrei skyldu sett hafa verið.

Hver er skuldastaðan í dag Friðrik ?

Á að sópa vandanum undir teppið ?

Hver á að borga ?

kv.gmaria. 

 


mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða um Evrópusambandið, aldrei eins ótímabær og nú um stundir.

Það atriði að reyna að ræða um kosti og galla Esb, beint ofan í efnahagslegt öngþveiti innanlands, er sannarlega ekki sá tími sem slík umræða ætti að fara fram í.

Pólítískur hráskinnaleikur Samfylkingar sem vill ganga í Evrópusambandið einn flokka hér á landi enn sem komið er, litar umræðuna og formaður flokksins, utanríkisráðherra í ríkisstjórninni, hefur reynt að segja samtarfsflokknum fyrir um hvaða niðurstöðu Sjálfstæðisflokkurinn skuli komast á á landsþingi , ef ekki skuli koma til stjórnarslita.

Hér er um að ræða lélegan loddaraleik í stjórnmálum eins og við höfum oft og iðulega upplifað hér á landi, og sama má reyndar segja um ákvörðun Sjálfstæðismanna að flýta landsþingi til þess að skoða Evrópumál.

Báðum þessum flokkum í ríkisstjórn hefði verið nær að tilkynna hvenær gengið yrði til kosninga hér á landi til þess að sitjandi stjórnvöld geti endurnýjað umboð sitt við landsstjórnina ellegar vikið eftir það sem á undan er gengið.

Allt annað er smjörklípa.

kv.gmaria.

 


Trúin er af hinu góða.

Ég óska páfa gleðilegra jóla þótt ég tilheyri ekki söfnuði hans,en  trúin á sér ekki landamæri að mínu viti , og trúin er forsenda þess hver einasti maður eigi von, sem finna má í boðskap biskupsins í gær um mátt bænarinnar í lífi mannsins.

Bænin gegnir og hefur gengt miklu hlutverki í mínu lífi nokkuð lengi, bænin gefur mér von , sem aftur gefur mér vellíðan og væntingar, bænin gefur mér færi á því að tjá mínum Guði allt sem ég vil tjá mig um, og bænin er í raun sálarhjálp hvert kveld, uppgjör eftir hvern dag, brú milli þess sem er og þess sem verður.

kv.gmaria.


mbl.is Páfi sagði „Gleðileg jól"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsæll jóladagur.

Það eru ekki margir dagar ársins sem maður þarf ekki að fara úr húsi eða hreyfa bíl en jóladagurinn er oft einn af þeim hjá mér.

Var ein heima í allan dag því sonurinn fór í heimsókn af bæ, og ekkert jólaboð sem ég þurfti að halda þennan dag í dag eða sækja.

Bara rólegheit heima, en heima er best.

Líkt og venjulega tók ég afganginn af hamborgarhryggnum frá því í gærkveldi og skar niður í bita og gerði jafning með aspas, og blandaði saman við og setti í tartalettur.

Tartalettur með afgöngum af aðfangadagsmáltíðinni er að verða hefðbundinn jóladagsmatur á mínum bæ, því sama hvort um er að ræða lamb, svín eða fugl, allt má nota og nýta til þess arna.

kv.gmaria.


Tíu ráð frá mér sem jólagjöf til Ríkisstjórnarinnar.

Tíu ráð til ríkisstjórnarinnar.

1.

Innkallið aflaheimildir til veiða á Íslandsmiðum nú þegar.

Endurúthlutun byggist á hagsmunum eins þjóðfélags í heild en ekki hluta þess.

2.

Virkið sveitarfélögin og tengið vald stjórnsýslustiganna, sem ber að vinna saman á hverjum tíma,

Þrjár tillögur um nýsköpun atvinnu fyrir lok janúar alls staðar að af landinu.

3.

Grunnheilsugæsla og skólamáltíðir í skólum verði alfarið kostuð af hinu opinbera um tíma,

gjaldfrítt.

4.

Íslenska krónan verði nú þegar tengd við Bandaríkjadal, og þannig komið á fót stöðugleika,

ásamt afnámi verðtryggingar samtímis.

5.

Lífeyrissjóðum verði gert skylt að ávaxta fjármuni á bankareikningum með hæstu innlánsvöxtum í stað

fjárfestinga á hlutabréfamarkaði.

6.

Umhverfisráðuneyti verði lagt niður og umhverfismál færð undir , landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneyti.

7. Mennta og ,heilbrigðisráðuneyti verði sameinuð, tímabundið, undir stjórn eins ráðherra.

8.Viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðuneyti tímabundið.

9. Félags og iðnaðarráðuneyti verði einnig sameinuð tímabundið.

10.Persónuafsláttur verði hækkaður um 20.000.krónur nú þegar svo tryggja megi frið á vinnumarkaði.


Gleðileg jól, vinir og ættingjar fjær og nær.

Hinn yndislegi friður jólanna umlykur allt, andaktug kyrrð og ró.

Sat og fylgdist með jólamessunni í sjónvarpinu, fannst góð hugleiðing biskups um mátt bænarinnar.

RIMG0004.JPG_0001

Jólasveinahópurinn minn nú í grænum ljósum.

dog

Jólahundurinn.

RIMG0006.JPG_0002

Og Skyrgámur sem kom úr sveitinni.

RIMG0005.JPG_0002

Og jólamyndin sem mamma heitin saumaði.

Gleðileg jól, til allra fjær og nær, sérstakar kveðjur til Svíþjóðar, til litla bróður og fjölskyldunnar allrar.

kv.gmaria.


Hugsað upphátt um eitt þjóðfélag.

Við Íslendingar virðumst ætíð þurfa að reka okkur á í þjóðfélaglegum umbreytingum hvers konar.

Af hverju í ósköpunum var ekki tekið, mið af því að þrjú hundruð þúsund manna samfélag er ekki markaður að höfðatölu og skilyrði hvers konar einkavæðingar og markaðsvæðingar því ekki þau hin sömu og þar sem þjóðir telja milljónir manns ?

Samt sem áður skyldi vaðið af stað án þess þó að gaumgæfa forsendur mála og alls konar lagasetning innleidd á hinum ýmsu sviðum, þar sem mörk frelsisins voru afar illa sýnileg ef þá einhver fyrir hendi.

Afhenda örfáum fiskveiðiréttinn, leyfa veðsetingu óveidds fiskjar í fjármálastofnunum, er eitthvað sem er óskiljanlegt fyrirbæri algjörlega að hafi átt sér stað í formi lagasetningar.

Frumskógarlögmál undir formerkjum frelsis er eitthvað sem snýr hlutum á haus að mínu viti og nákvæmlega það sem komið hefur á daginn hér á landi.

Hinn stóri hluti þjóðarinnar sem aldrei hefur fengið greiddar yfir 150 þúsund á mánuði eftir skattöku hins opinbera af launum ellegar tekur bætur almannatryggina hefur ekki orðið var við neitt góðæri í landinu , undanfarna áratugi, því fer svo fjarri.

Það hafa ráðamenn ekki skilið fyrr en bankarnir fóru á hausinn, þá fyrst var hægt að eygja sýn á kröpp kjör fólksins í landinu, ekki fyrr, því miður.

Gjáin milli launa í landinu hefur hrópað á aðgerðir undanfarin ár án aðgerða nokkurs konar af hálfu verkalýðshreyfingar eða sitjandi stjórnvalda sem setið hafa steinsofandi að mestu.

Það heitir andvaraleysi og sofandaháttur og við þurfum ekki að ganga í efnahagsbandalag Evrópu til þess að breyta þar um, það getum við sjálf hér á Íslandi.

kv.gmaria.

 

 


Kvefið er hverfandi eftir skötuna.

Það er mikið til í því að skatan hreinsar, bara drekka vatn eftir að líkaminn losar svo og svo mikinn vökva.

Meðalhófið er hins vegar best og ég myndi nú mæla með því að láta nokkra daga líða á milli skötumáltíða.

kv.gmaria.

 


mbl.is Dagur kæstu skötunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólastúss á Þorláksmessu.

Blessuð skatan er orðin fastur punktur hjá mér á Þorláksmessu þar sem fjölskyldan kemur saman, í skötu. Meðan verið er að elda skötuna er bráðnauðsynlegt að hlusta á jólakveðjur í útvarpinu.

Ein fárra borða ég brjóskið af skötunni sem mamma heitin sagði að væri gott fyrir beinin.

Hef ekki skilið þetta vandamál með að elda skötuna, því þegar skötulyktin blandast saman við eldamennskuna á aðfangadag, sem alla jafna er reykt kjöt þá fyrst verður til ekta jólailmur.

 Að öðru leyti fer loka loka jólahreingerningin alla jafna fram á Þorláksmessunni, ásamt því að skreyta jólatréð, og skreyta bæinn. 

Á sínum tíma á mínum fyrstu búskaparárum fékk ég gamla gervijólatréð sem hafði verið til síðan ég var smábarn, og enn þann dag í dag er það skreytt og prýtt í mínu jólahaldi með örfáum undantekningum þar sem grenijólatré kom í staðinn.

Ég held fast í þá gömlu siðvenju að láta ljósin loga á jólanótt, að öllum líkindum sökum þess að faðir minn heitinn gætti þess vandlega að viðhafa þann sið.

Það er stundum gaman að skoða hvað mótar okkar venjur og hefðir og þar vegur uppeldið án efa nokkuð þung lóð á vogarskálarnar.

Megið þið njóta skötunnar á Þorláksmessu þeir sem hana borða.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband