Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Kvótagróðinn ?

Ef lögin eru þannig úr garði gerð að menn geti leynt eignarhaldi sínu í þessu efni, ellegar þeir sem eiga að fylgjast með slíku séu sofandi á verðinum, þá er ábyrgðar að leita til lagasmiðanna og eftirlitsstofnanna.

Ætli hér sé ekki eitt dæmi af mörgum þar sem moka þarf upp í skurði agaleysis í íslensku viðskiptalífi þar sem manni dettur í hug bræðurnir á Bakka forðum daga sem allir sátu með fætur í vatninu, og enginn vissi hver átti hvað.

kv.gmaria.


mbl.is Leyndi eignarhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngur til Vestmannaeyja eru til háborinnar skammar.

Þurfa Vestmanneyingar að greiða sömu gjöld og aðir landsmenn þegar kemur að þáttöku skattgreiðenda í samgöngum ?

Svarið er JÁ.

Fá þeir sömu þjónustu og aðrir landsmenn ?

Svarið er NEI.

Á sama tíma og farið er af stað með strætósamgöngur kring um höfuðborgarsvæðið gerist ekkert varðandi það að tryggja öryggi samgangna til Vestmannaeyja.

Þetta heitir mismunun þegnanna.

kv.gmaria.


Hvað boðar nýárs blessuð sól ?

Með morgundeginum tekur dag að lengja á ný, hér hjá okkur á norðurhjara veraldar.

Það eitt er fagnaðarefni, en verkefnin framundan í einu þjóðfélagi sem reisa þarf úr efnahagslegu öngþveiti eru mörg og mikil.  Opna þarf gömlu atvinnuvegakerfin sjávarútveg og landbúnað og menn verða að gjöra svo vel að leggja til hliðar trúna á stærðarhagkvæmni eininga eingöngu.

Hin blinda trú á hagkvæmni stærri og stærri eininga alls staðar, með endalausum væntingum um risavaxna gróðamöguleika, hefur að hluta til ferðast með kapítalista yfir í kommúnisma.

Hið ofboðslega frelsi sem menn hafa gumað sig af snerist í helsi, þar sem samkeppni varð að einokun, í þjóðfélagi með þrjú hundruð þúsund manns að höfðatölu.

Á skal að ósi stemma, segir máltækið og margt af því sem gert hefur verið hér á landi mátti sjá fyrir að hefði ýmsar þær afleiðingar sem þjóðin situr nú uppi með í dag, og nægir þar að nefna skipan mála í sjávarútvegi þ.e. núverandi kvótakerfi sem er ónýtt, alveg sama hvernig á það er litið.

Minn flokkur Frjálslyndi flokkurinn hefur í heilan áratug barist nýrri skipan mála í sjávarútvegi á Íslandi og mun gera áfram, en gömlu flokkarnir verða að vakna af sínu vitundarleysi til þess að þoka megi umbreytingum, þjóðinni til hagsbóta.

kv.gmaria.

 


Finnið stjórnmálaflokka og takið þátt í starfi flokka til að móta stefnuna.

Ég hvet hvern einasta Íslending til þess að láta sig varða stjórnmál í sínu landi því stjórnmál móta það landslag sem við færum afkomendum okkar sem samfélag til framtíðar.

Því miður hefur áhugi fólks á starfi í stjórnmálum ekki verið fyrir hendi sem heitið getur of lengi hér á landi en nú þegar allt hefur snúist á haus, þá hlaupa menn til handa og fóta.

Það er ekki nógu gott og því miður ein birtingarmynd þess andvaraleysis sem ríkt hefur við stjórnvöl landsins og þvi atriði að ná þar fram umbreytingum um hin ýmsu réttlætismál á þágu meirihluta þegna í voru þjóðfélagi.

Mótmæli eru vissulega hinn lýðræðislegi réttur en hvað hefur þú lagt af mörkum til þess að móta þitt samfélag ?

kv.gmaria.


mbl.is Boða þögul mótmæli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin nýja einokun er ekkert betri en sú gamla Jóhannes.

Jóhannes í Bónus er eldri en tvævetra í verslun hér á landi og hann ætti að geta sagt sér það að markaðsráðandi staða fyrirtækja og undirboð eyðileggja eðlilega samkeppni.

Skil reyndar ekki hvers vegna verið er að blanda einhverri skattrannsókn á hendur fyrirtækinu inn í samkeppnisúrskurð því þar er um tvö mál að ræða.

Markaðsfyrirtæki eru ekki vön að fá jólagjafir frá stjórnvöldum, eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft var þörf en nú er nauðsyn að fylgjast með lagabreytingum á Alþingi.

Því miður fáum við lélegar fréttir gegnum fjölmiðla af því sem gerist á Alþingi, alveg sama hvort um er að ræða ríkisfjölmiðla eða aðra.

Ég vil vekja sérstaka athygli á frumvarpi sem liggur fyrir þinginu um breytingar á lífeyrissjóðum landsmanna þess efnis að heimila þeim að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á markaði.

Hér kann nefnilega, að vera um að ræða verulega áhættufjárfestingu, sem hér er fyrirhugað að leiða í lög og launþegar eru ekki spurðir álits nú frekar en endranær og ekki heyrist hósti eða stuna frá forkólfum verkalýðsins um mál þetta.

Á sama tima og blekið er varla þornað á kjarasamningum sem launþegar hafa samþykkt fyrir þessa fyrirhuguðu lagabreytingu.

kv.gmaria.

 


mbl.is Annir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin heimilar að afskrifa skuldir sjávarútvegs, hvað með aðra ?

Ætlar skilanefnd ?

Hver gaf skilanefndinni leyfi til þess að taka slíka ákvörðun, nema sitjandi valdamenn ?

Á að sópa vanda sjávarútvegsins undir teppið án þess að breyta kvótakerfinu með þessu móti ?

Halda svo áfram við sama vandamálatilbúning í íslensku efnahagslífi með sama kerfi í nýjum bönkum með nýju nafni ?

kv.gmaria.

 

 

 


mbl.is Kröfur verði felldar niður að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður jólanna.

Amstur daganna í desember er oft og iðulega hlaup og hamagangur við að reyna að hafa allt eins fullkomið og það mögulega má vera fyrir jólin.

Fyrir rúmum áratug var ég sein að fara með kerti á leiði mannsins míns heitins upp í Gufuneskirkjugarð og vildi þannig til að klukkan var langt gengin sex á aðfangadag, þegar ég var þar stödd´, með drenginn minn með með mér, en við tvö vorum ein við jólahald það árið.

Það var snjóþekja og kyrrt veður og afar jólalegt og kertaljósin loguðu við hvíta jörð.

Af því ég var svo sein, vorum við ein þarna á þessum tíma og sá hinn mikli friður og andaktugt sem ég upplifði þarna sagði mér það að friður jólanna er upplifun á stað og stund, hjá hverjum og einum.

kv.gmaria.


Svona fréttir eru til upplýsingar fyrir almenning.

Ég verð að hrósa þeim er ritaði þessa frétt þótt fréttirnar sjálfar séu ekki fagnaðarefni.

Hér er nefnilega um að ræða samantekt sem upplýsir almenning um þær aðgerðir sem eru í farvatni stjórnvalda í landinu á fleiri en einu sviði.

Enn er þing að störfum og sannarlega þarf að fylgjast vel með því hvaða frumvörp er að finna frá stjórnvöldum um mál öll.

kv.gmaria.


mbl.is Hvað breytist?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðsettur óveiddur fiskur er hins vegar EKKI framtíðin.

Kvótakerfi sjávarútvegs með sínum framsalsbraskheimildum þarf að afleggja þegar í stað, kalla inn veiðiheimildir og fara af stað með heilbrigt kerfi sjávarútvegs sem skilar öllum landsmönnum arði en ekki örfáum  stjórfyrirtækjum sem handhöfum.

Stjórnmálamenn sem enn hafa ekki getað horfst í augu við það atriði að kvótabraskkerfið var og er upphaf og endir þess sem við nú stöndum frammi fyrir Íslendingar, þurfa að gjöra svo vel að viðurkenna þá hina sömu staðreynd.

Ofþensla efnahagslífsins varð til er Alþingi heimilaði framsal óveidds fiskjar á þurru landi og veðsetningu í fjármálastofnunum.

Það eru mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar.

kv.gmaria.

 


mbl.is Framtíðin er fiskur!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband