Friðsæll jóladagur.

Það eru ekki margir dagar ársins sem maður þarf ekki að fara úr húsi eða hreyfa bíl en jóladagurinn er oft einn af þeim hjá mér.

Var ein heima í allan dag því sonurinn fór í heimsókn af bæ, og ekkert jólaboð sem ég þurfti að halda þennan dag í dag eða sækja.

Bara rólegheit heima, en heima er best.

Líkt og venjulega tók ég afganginn af hamborgarhryggnum frá því í gærkveldi og skar niður í bita og gerði jafning með aspas, og blandaði saman við og setti í tartalettur.

Tartalettur með afgöngum af aðfangadagsmáltíðinni er að verða hefðbundinn jóladagsmatur á mínum bæ, því sama hvort um er að ræða lamb, svín eða fugl, allt má nota og nýta til þess arna.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband