Augnablik Friðrik, var það ekki ríkið sem færði útgerðarmönnum heimildir til þess að framselja og leigja óveiddan fisk á Íslandsmiðum ?

Alveg stórkostlegt að sjá þennan málflutning, framkvæmdastjóra LíÚ varðandi ríkisstyrki ellegar ekki ríkisstyrki...... 

Nokkrir útgerðarmenn fengu að braska með fiskinn í sjónum , óveiddan á þurru landi, og veðsetja í fjármálastofnunum fyrir tilstuðlan laga frá Alþingi sem aldrei skyldu sett hafa verið.

Hver er skuldastaðan í dag Friðrik ?

Á að sópa vandanum undir teppið ?

Hver á að borga ?

kv.gmaria. 

 


mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er enginn búmaður nema barma sér og á það ekki síst við um þá. Búnir að skara eld að eigin köku í áraraðir, og núna þegar verð er í hæstu hæðum (mælt í krónum) olíuverð í sögulegu lámarki, þá væla þeir eins og stunginn grís. Samkvæmt Þorvaldi Gylfasyni þá var það gjafakvótinn sem var upphafið af þessu pókerspili sem tapaðist og það er aðeins einn flokkur sem hefur frá upphafi barist gegn kvótakerfinu.

Kristinn Sigurjónsson, 27.12.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu . kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.12.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það eru margir fleiri punktar á blokki Haraldar Bjarnasonar:

http://hallibjarna.blog.is/blog/hallibjarna/entry/754925/#comment-add

sem þú ættir einnig að skoða.

Kristinn Sigurjónsson, 27.12.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkið hefur aldrei átt neinar aflaheimildir.Þeir sem keypt hafa aflaheimildir og fengið að veðsetja þær, eiga þær meðan þeir geta greitt af lánunum.Um þetta gilda sömu lög og um aðrar eignir.Á orðalagið, sameign þjóðarinnar hefur aldrei reynt fyrir dómstólum, en er ekki kominn tími til að Frjálslyndiflokkurinn láti reyna á það.kv.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband