Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
HVER ber hönd fyrir hagsmuni barna til framtíðar ?
Laugardagur, 15. desember 2007
Það er mín bjargfasta skoðun að börn hvoru tveggja þurfi og verði að fá beggja sinna foreldra notið við.
Virðingu fyrir fjölskyldu sem grunneiningu samfélagsins þarf að hefja ofar og hærra en okkar samfélag gerir í dag, þar sem hvers konar samskipti barna við foreldra sína báða skulu og skyldu njóta allra þeirra úrræða sem möguleg eru , börnunum sjálfum til handa.
Upplifun mín sem foreldris með dreng sem kynntist föður til fjögurra ára aldurs, en missti hann þá er sú frá hverjum aðila á fætur öðrum að allan tímann síðan hefur hann leitað ímyndar föðurs , sem ég sem móðir eðli máls samkvæmt uppfylli ekki.
Því miður finnst mér enn á skorta sýn á það atriði að fólk setji sig í spor barna og sjái hlutina út frá þeim sjónarhóli sem uppvöxtur og uppeldi er, og móta fyrir lifstíð einn einstakling.
Tilvera beggja foreldra í lífi hvers einstaklings sem fæddur er í þennan heim er eðli máls samkvæmt viðkomandi einstaklingi afar mikilvæg.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einhleypar konur í tæknifrjógvanir ???
Laugardagur, 15. desember 2007
Las það í einhverju blaði í dag að nokkrir alþingismenn ásamt heilbrigðisráðherra teldu það mikilvæga lagabreytingu að heimila einhleypum konum tæknifrjógvun.
Ég spyr á hvaða leið erum við og hvaða viðmið eru fyrir hendi í þessu efni varðandi það að hér sé um skort á réttindum að ræða varðandi það að einhleypar konur eigi þess ekki kost að fara í tæknifrjógvanir ?
Vantar læknavísindin verkefni ?
Gæti spurt fjölmargra annarra spurninga í þessu sambandi en læt þessar tvær nægja.
kv.gmaria.
Hafnarfjarðarbrandari !
Laugardagur, 15. desember 2007
Sú er þetta ritar stjóð mjög nærri eldhúsglugganum , þegar blár blossi, brast á og fyrsta sem mér datt í hug var " myndir " flass, en augnablik , úti á plani svona sterkt ? Nei það gat bara ekki verið og skömmu síðar drundi þruma í fjarska og élið datt yfir í svo sem eina tvær mínútur.
Ég áttaði mig á því að ég hafði óvænt orðið leikari í besta Hafnarfjarðarbrandaranum og þeim eina sem ég man alltaf og segi sí og æ þegar ég er spurð um brandara af þessu tagi.
kv.gmaria.
Þrumur og eldingar vestanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baráttan við fíkniefnadjöfulinn.
Föstudagur, 14. desember 2007
Barátta við heim fíkniefna tekur á sig margar myndir af hálfu aðila er standa að samfélagslegri þjónustu ýmis konar sem og þeirra er standa einstaklingum í þessum fjötrum nærri.
Vandamálin minnka ekki heldur vefja upp á sig eftir því sem tíminn líður.
Númer eitt, tvö og þrjú er hávær fordæming samfélagsins á þeim glæpum sem sala fíkniefna er sem og neysla þeirra. Breytir þar engu hvaða tegund ólöglegra fíkniefna á í hlut.
Ef við viljum í alvöru sporna við þróun þessari þá eyðum við fé í að taka fíkla úr neyslu í meðferð strax, einkum og sér í lagi börn, biðlistar eiga ekki við í þessu sambandi.
Samvinna og samhæfing aðila allra er starfa að málum sem þessum í einu þjóðfélagi hvoru tveggja þarf og verður að vera fyrir hendi, að öðrum kosti er fjármunum sóað sem nýta mætti betur.
kv.gmaria.
Að vera móðir.
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Maammma, eru ein fyrstu orðin sem hvert barn lærir, og lengi er kallað á mömmu ekki hvað síst ef pabbi er ekki lengur til staðar. Þá verður mamman að feta þann gullna meðalveg að reyna ekki að dekka pabbahlutverkið en vera mamma eigi að síður.
Eins og mennirnir eru margir færast þeim misjöfn verkefni í hendur, einnig mæðrum.
Mamma á náttúrulega ekkert að vera að skipta sér of mikið af þegar barnið er komið með sjálfstæðan vilja, og sannarlega fær mamman þau skilaboð þess efnis sí og æ.
Síðan er kallað, mamma ég er svangur, mamma, ég get ekki sofnað, mamma viltu hita hitapoka, mamma, er eitthvað til að borða, mamma, hvar er fjarstýringin af sjónvarpinu, mamma, vertu ekki að skipta þér af.......
Mamma gegnir mikilvægu hlutverki.
kv.gmaria.
Þjóðtrú Íslendinga er kristin trú og varðstaða gagnvart kristilegu siðgæði, hvoru teggja sjálfsögð og eðlileg.
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Guðni Ágústsson á þakkir skildar fyrir umræðu sína á þingi í dag. Alls konar tilraunir stjórnmálamanna til þess að breyta lögum hér og þar til þjónkunar við minnihlutahópa alls konar er og hefur verið of mikil tíska undanfarin ár , því miður.
Hér er um að ræða ákveðin loddarahátt sem haft hefur margar birtingamyndir í formi laga að ég tel, og ef þeir sem tala fyrir þessum breytingum væru í þeim sporum að þurfa að framfylgja þeim og framkvæma með alls konar breytingum á fjögurra ára fresti hvað varðar stílbreytingar tilgangs og markmiða í formi áherslna milli ára, þá kynni að koma annað hljóð í strokkinn.
Við eigum að þora að standa vörð um okkar trú, trú sem meirihluti Íslendinga viðhefur.
Trú sem inniheldur virðingu og skilning gagnvart öðrum trúarbrögðum sem og trúleysi.
kv.gmaria.
Jólaveðrið aðeins öðruvísi en venjulega.
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Það fer nú að verða þreytandi að taka hverri ofsalægðinni á fætur annarri, en hvað veit maður, er þetta ekki það sem koma skal ? Stórbreytt veðurfar, meiri sveiflur en við höfum átt að venjast. Fellibyljir ?
Mengun af völdum mannsins ekki hvað síst í einkaneyslunni, s.s. bílaeign er okkur Íslendingum ekki beinlínis til sóma.
Ég held að svona veður sé ágætt til að íhuga þessa hluti .
kv.gmaria.
Ísskápur á flugi í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessu ber að fagna.
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Þessi ákvörðun er hvoru tveggja tímabær og nauðsynleg og ber að fagna því að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að slíku.
kv.gmaria.
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað endurnýtir maður jólapappír frá árinu áður, hvað annað !
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Að sjálfsögðu kennir maður börnum að taka upp jólapakkana með það að markmiði að skemma ekki pappírinn utan um þá og brýtur hann síðan saman til nota næsta ár, helst með merkimiðum á svo maður sendi ekki þeim sama og sendi manni heldur einhverjum öðrum.
Þetta er mjög umhverfisvæn aðferð sem var til staðar í mnni fjölskyldu og tengdamamma heitin hjálpaði til með meðan hún lifði að sýna barnabarninu hvernig ætti að taka upp pakka án þess að skemma pappírinn.
Bara að kenna börnunum þetta og þau munu iðka það í framtíðinni.
kv.gmaria.
Jólapappírinn til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innilega til hamingju Auður Guðjónsdóttir.
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Barátta Auðar Guðjónsdóttur að því marki sem nú er komið þ.e. stofnunar um Mænuskaða, er einstök, en hin ótrúlega elja og dugnaður sem Auður hefur áorkað ásamt dóttur sinni Hrafnhildi er sannarlega hvatning til handa okkur konum um það atriði að konur geta lyft Grettistaki til framfara ef svo ber undir.
Ég óska Auði og dóttur hennar innilega til hamingju ásamt öllum þeim er takast nú í dag á við afleiðingar mænuskaða.
kv.gmaria.
Mænuskaðastofnun stofnuð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |