Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Jólin koma með sinn dásamlega frið.

Við þurfum ekki annað en samveru og kertaljós á aðfangadag, ásamt útvarpi þar sem jólaklukkur klingja inn jólahátíðina, til að finna hinn dásamlega frið sem jólahátiðin færir í sálína.

Ef til vill hafa vinir úr fjölskyldu kvatt jarðlífið og jólahald er í skugga sorgar, en þá upplífun hef ég gengið í gegn um eins og svo margir aðrir. Hef haft það fyrir venju að setja myndir af nánum ástvinum á jólaborðið og kveikja á kertum við myndirnar.

Sonur minn hefur vanist þessari venju minni frá fjögurra ára aldri að mynd af föður hans heitnum sé til staðar við jólaborðið með kerti fyrir framan, ásamt annarri mynd þar sem afar og ömmur fá líka sitt kertaljós um jólin, við jólaborðið.

Þetta er einföld táknmynd virðingar og þess að auðsýna kærleik til handa sínum nánustu án þess að keyra í kirkjugarðinn á aðfangadag þar sem yfirleitt er örtröð.

kv.gmaria.

 


Bandvitlaust veður í Hafnarfirði.

Hef sjaldan vitað eins mikið gúlp og gerði hér í kvöld, bókstaflega bandvitlaust veður og ekki hundi út sigandi. Rúðurnar í stofunni sem eru áveðurs dönsuðu og ég hélt mig hlémegin í íbúðinni.

Annars var veður þetta svo sem eins og samhljómur atburða dagsins í dag sem var einn af þessum dögum, þar sem maður veit vart hvað snýr upp eða niður , fram eða aftur.

Svo er nú það.

kv.gmaria.


Fíkniefnavandamál og sjálfræðisaldur.

Barningur foreldra við að koma börnum sínum út úr fíkniefnaheiminum fyrir átján ára aldur hér á landi hefur óendanlega vegi þar sem biðlistar eftir því að taka á vandamáli þessu verða til þess að viðhalda því hinu sama að ég tel að hluta til.

Hvað svo þegar sjálfræðisaldur tekur við ?

Jú börnin ganga sem nýjir viðskiptamenn í banka og fjármálastofnanir sem hafa vart undan að hringja með gylliboð allra handa til handa þeim hinum sömu og svo koma fyrirtæki á viðskiptamarkaði svokölluðum með lánveitingar hægri vinstri þar sem viðkomandi getur að virðist auðveldlega komið sér í fjárskuldbindingar og kaup á rándýrum tólum og tækjum, fyrir hundruð þúsunda króna án þess að sýna fram á nokkra innkomu launalega fyrir svo mikið sem fimm aura.

Hin rándýru tól og tæki fara síðan jafnharðan sem viðskiptavara á fíkniefnamarkað eins frábært og það nú er, fyrir hlutaðeigandi alla.

Þetta er Ísland í dag.

kv.gmaria.


Stórfurðulegt, hver á að taka við hlutverki þessu ?

Það er með ólíkindum hve lítið er að gert í málefnum þeirra er mega þurfa að gjöra svo vel að takast á við vandamál sem þessi í voru samfélagi og ég tel að sveitarfélögin hljóti að geta stutt við bakið á starfssemi sem þessari til handa sínum íbúum sem aftur ætti að minnka álag á yfirhlaðnar stofnanir félagsmála allra handa.

kv.gmaria.


mbl.is Foreldrahúsi lokað um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki verður skorið niður það sem enn hefur ekki tekist að byggja upp háttvirtur heilbrigðisráðherra.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að niðurskurðartillögur um grunnheilsugæslu í Reykjavík séu úr heilbrigðisráðuneytinu komnar. Ráðherran hlýtur að þurfa að svara til um þá hina sömu ráðstöfun mála. Þjónusta, grunnþjónusta við heilbrigði sem skattgreiðendur þessa lands hafa nú þegar greitt fyrir og lögum samkvæmt skal inna af hendi ( sem hefur þó verið að nafninu til á höfuðborgarsvæði ) þar sem fjöldi fólks án heimilislækna hefur verið viðvarandi í áraraðir, getur ekki allt í einu lotið niðurskurðartillögum.

Á alla Alþjóðlega mælikvarða héti slík ráðstöfun að " spara aurinn en kasta krónunni "

kv.gmaria.


Undirlægjuháttur Íslendinga gagnvart þáttöku í alþjóðahyggju.

Maður veltir þvi stundum fyrir sér til hvers var barist fyrir sjálfstæði þjóðar þegar svo er komið að Íslendingar þykjast ekki geta tekið ákvarðanir hér innanlands um nokkurn skapaðan hlut er varða lífskjör þjóðarinnar almennt og reka á reiðanum undir formerkjum alþjóðahyggju og þáttöku í landamæralausum aðgerðum allra handa. 

Við þorum til dæmis ekki að taka ákvarðanir um það að óska eftir sakarvottorði þeirra er óska að setjast hér að til vinnuþáttöku í landinu og megum síðan takast á við það að verja stórfé í dómstólameðferð mála og jafnvel fangelsisvistun þeirra er koma hingað til lands í öðrum tilgangi en að auðga okkar þjóðfélag af menningu í landinu.

Skattgreiðendur borga með sínu breiða baki líkt og fyrri daginn.

kv.gmaria.


Mistekist hefur að stjórna fiskveiðum við Ísland, hver ber ábyrgðina ?

Hvað skyldu margir útgerðarmenn og sjómenn hafa bent á það á sínum tíma að lagasetning um stjórn fiskveiða við landið sem innifól kvótasetningu myndi hafa marga annmarka í för með sér ? Þeir voru margir. Á þá var ekkert hlustað.

Sennilega hefði engum þeirra órað fyrir því sem áratug síðar átti sér stað sem var frjálst framsal kvóta landshorna á milli, milli útgerðaraðila sem búið var að festa kvóta við.

Aðila sem greiddu ekki svo mikið sem eina krónu fyrir tilfærslu aflaheimilda sín í milli landið þvert og endilangt og ENGINN þóttist skilja þjóðhagslega óhagkvæmni þess efnis, líkt og það væri flókið reikningsdæmi.

Það er aumur vitnisburður að fylking jafnaðarmanna skuli ganga til liðs við flokk í ríkisstjórn þegjandi og hljóðalaust sem ber ábyrgð á þvílíkri og annari eins verðmætasóun og átt hefur sér stað í einni stjórnvaldsframkvæmd pólítískt á Íslandi alla síðustu ÖLD.

Endurskoðun aðferða sem ekki ganga upp eru nauðsynlegt verkfæri stjórnmálamanna er sitja við stjórnvölinn hverju sinni, en hvað varðar málefni sjávarútvegs hér á landi er það svo að menn hafa horft steinþegjandi á landsbyggð í upplausn og offjölgun sem ekki hefst undan að sinna á fjölmennustu svæðum t.d í formi samgangna og fl. og fl. engum til hagsbóta, engum.

Hvorki íbúum landsbyggðar né þéttbýlisbúum.

Mál er að linni og menn fari að íhuga ábyrgð í þessu efni.

kv.gmaria.

 


Ha ha ha, þessi var góður Hannes, fínt að nota meðaltöl þegar jöfnuður er fyrir hendi, en án þess.......

Þessar upplýsingar frá Evrópusambandinu henta greinilega núna til að guma sig af en ekki er það oft sem Hannes er með ESB upplýsingafræðslu að mig minnir.

kv.gmaria.


mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjáin milli ríkra og fátækra sjaldan sýnilegri en þegar kemur að hátíðahaldi.

Eitt er að hafa heilsu og vinnugetu og annað að tapa henni og aðstæður þeirra sem ekki geta í nokkru umbreytt sínum fjárhagslegu aðstæðum í formi þess að verða að treysta á hið opinbera hvað varðar upphæð bóta til framfærslu sem nægja skuli er oft og tíðum að ég tel ekki öfundsvert hlutskipti.

Hjálparstofnanir gera sitt besta til þess að létta róður mannsæmandi lifs fyrir sem flesta sem þangað leita en ég leyfi mér að fullyrða að margir eiga fullt í fangi að komast af við tekjur sem í framboði eru í voru þjóðfélagi fyrir fullvinnandi einstakling, en eins og áður sagði er munur á því að hafa vinnugetu og geta bætt við sig vinnu, eða að hafa misst vinnugetuna.

Verum vakandi i umhyggju fyrir náunganum og ég skora á fyrirtæki að leggja hjálparstofnunum lið fyrir þessi jól svo sem þeim er fært.

kv.gmaria.


Vísindatrú og þorskavísindi.

Sá heilsíðuauglýsingu frá Siðmennt í dagblaði í dag sem fjallaði m.a um hvað væri " rétt og rangt " hér og þar og mér datt í hug seiðatalning Hafrannsóknarstofnunar frá upphafi kvótakerfisins og til þessa dags einhverra hluta vegna.

Raunin er nefnilega sú að vísindastofnunin Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til ákveðið magn veiða ár hvert í tvo áratugi þar sem farið hefur verið mestmegnis eftir tillögum þeim hinum sömu en síðan tóku vísindin dýfu og lögðu til stórskertar veiðar á þorski við Ísland, sem aftur segir okkur HVAÐ, um fyrri tillögugerð ?

Blind trú á vísindin er ekki af hinu góða að mínu mati og gagnrýni er nauðsynleg annars kunna menn að festast um of í rökhyggju og kenningafrumskóginum en hinn síðarnefnda gegnur oft illa að grisja.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband