Að vera móðir.

Maammma, eru ein fyrstu orðin sem hvert barn lærir, og lengi er kallað á mömmu ekki hvað síst ef pabbi er ekki lengur til staðar. Þá verður mamman að feta þann gullna meðalveg að reyna ekki að dekka pabbahlutverkið en vera mamma eigi að síður.

Eins og mennirnir eru margir færast þeim misjöfn verkefni í hendur, einnig mæðrum.

Mamma á náttúrulega ekkert að vera að skipta sér of mikið af þegar barnið er komið með sjálfstæðan vilja, og sannarlega fær mamman þau skilaboð þess efnis sí og æ.

Síðan er kallað, mamma ég er svangur, mamma, ég get ekki sofnað, mamma viltu hita hitapoka, mamma, er eitthvað til að borða, mamma, hvar er fjarstýringin af sjónvarpinu, mamma, vertu ekki að skipta þér af.......

Mamma gegnir mikilvægu hlutverki.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Nákvæmlega, getur verið erfitt, en vel þess virði

Ásgerður , 13.12.2007 kl. 05:41

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Mömmur

Georg Eiður Arnarson, 13.12.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband