Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Umhverfisvænn sjávarútvegur þarf ekki stærri skip, það er augljóst.
Föstudagur, 12. janúar 2007
Kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi hefur innihaldi sístækkandi einingar í formi fiskiskipaflota landsmanna , fjölveiðiskip með ofurgetu til fiskveiða langt á hafi úti. Á sama tíma hefur sjómönnum fækkað með handfæri og línu eins vitlaust og það nú er. Það er sama sagan hér og í landbúnaðargeiranum að hið gengdarlausa áhorf á stærðarhagkvæmni er og hefur verið algjört á kostnað nausynlegrar þróunar atvinnuvega sem ekki endilega er í átt þess að einingar stækki heldur þvert á móti þarf að auka hlut smærri eininga sem falla undir veiðar í sátt við lífríki sjávar. Sökum þess er fiskur veiddur á handfæri og línu verðmeiri á mörkuðum en fiskur sem mokað er upp í botnveiðarfæri sem raska kunna lífríki og uppvaxtarskilyrðum fiskjar. Með öðrum orðum umhverfisvæn veiðarfæri til fiskveiða er eitthvað sem við Íslendingar verðum að gjöra svo vel að sýna fram á að við veiðum fiskinn með í framtíð komandi , hvort sem okkur líkar betur eða ver.
kv.gmaria.
Lífrænn landbúnaður á Íslandi , þarfnast brautargengis.
Föstudagur, 12. janúar 2007
Það er engin tilviljun að lífrænt ræktaðar matvörur skuli nú fluttar inn hingað til lands, því eftirspurn neytenda eftir slíkri vöru er fyrir hendi. Íslendingar geta að sjálfsögðu aukið hlut sinn verulega í þessu efni hvað varðar matvælaframleiðslu með lífrænt ræktuðum afurðum. Seinagangur okkar Íslendinga er hins vegar algjör þegar umbreyta þarf einhverju sem horfa kann til framfara svo ekki sé minnst á tekjuauka í þessu efni. Lög um lífrænan landbúnað litu dagsins ljós á Alþingi árið 1994 en styrkveitingar til þessarar tegundar landbúnaðar hafa mér best vitanlega verið í litlu samræmi við styrki til hefðbundins landbúnaðar sem meira og minna gerir út á stórframleiðslu afurða . Það atriði sem Bændasamtökin fóru út í að borga bændum til að hætta til þess að fækka og stækka bú var að mínu viti hrein og bein vitleysa af hæstu gráðu því mér segir svo hugur um að til þess að koma aftur á fót til dæmis lífrænni ræktun muni þurfa styrki eðli máls samkvæmt því það tekur tíma að koma slíku á fót, vegna staðla og vottunar um til dæmis fóður sem er laust við notkun tilbúins áburðar á tún til fóðrunar gripa þar sem friða þarf landsvæði ákveðinn tíma. Af hverju getum við Íslendingar gegnið inn á svið lífrænnar framleiðslu, jú Finnar frændur okkar eru með stærsta markaðshlutdeild á Norðurlöndum í slíku ef ég man rétt.
Hér er á ferðinni atvinnuskapandi umhverfisvernd sem jafnframt eykur hollustu matvælaafurða.
kv.gmaria.
Baráttan fyrir að byggja landið allt er áframhaldandi.
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Það er því miður ekki hægt að hrópa húrra fyrir viðhorfi margra höfuðborgarbúa gagnvart landsbyggðinni þar sem rætt er um krummaskuðin úti á landi sem þurfi bara að leggja niður , þau kosti svo mikið osfrv. Mikilvægi þess að byggja upp atvinnu og búsetu um land allt er spurning um að nýta það land sem við höfum og eigum okkur til handa. Án þess að setja heilu landssvæðin í friðun sem safngripi sem ekki má hrófla við en jafnframt í þeim tilgangi að ofgera ekki náttúru landsins eða taka meira af henni en manninum er um megn að viðhalda til handa komandi kynslóðum. Saga og menning tengist tilveru mannsins þar sem hann er borinn og barnfæddur, og það atriði að sökum hagkvæmni skuli helst allir bara búa á Reykjanesskaganum er afdalasjónarmið grunnhyggni um mál öll í einu samfélagi.
Hvert einasta landssvæði á landinu hefur sina kosti og galla til atvinnustarfssemi hvers konar , hvort sem um er að ræða góð svæði til landbúnaðar ellegar firði og hafnir til fiskveiða, vatnsmiklar ár til virkjana og raforkuframleiðslu eða heilsulindir frá náttúrunnar hendi til af ýmsum toga. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að nýta uppbyggð mannvirki fyrir almannafé með því að stuðla að atvinnu þegnanna á dreifðum svæðum landsins. Til þess þarf skilvirka stefnumótun í atvinnuvegum og frelsi til handa einstaklingum til atvinnu sem til staðar er á svæðum sem er mismunandi eftir landgæðum. Samgöngur og samgöngumannvirki þurfa á hverjum tíma að haldast í hendur við atvinnu og fólksfjölda hvar sem er í höfuðborg jafnt sem dreifbýli.
kv.gmaria.
Landbúnaðarráðherra vill afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga.
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
LOKSINS, sitjandi ráðherra í ríkissjórn hefur lýst því yfir að sá hinn sami vilji afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga sem allir landsmenn eru meira og minna bundir í klafa í. Ég vona heitt og innilega að sá hinn sami geri alvöru úr þessu sínu baráttumáli og þess vegna má ríkisstjórnin springa á þessu atriði fyrir kosningar sem gæti gerst ef ráðherran virkilega tekur þetta nú upp á þinginu sem hefst fljótlega. Þetta er þjóðþrifamál sem veltur ekki hvað síst á því að efnahagslegt umhverfi til handa öllum landsmönnum verði hið sama í framtíð og menn geti gengið að eðlilegu vaxtaumhverfi. Verðtrygging er nefnilega ósköp álíka tekjutengingu hvað varðar það atriði að tryggja að fjármálafyrirtæki þurfi aldrei að tapa krónu en skuldarinn greiði sífellt tollinn af slíku , likt og skerðingar bóta ef einhver á bótum getum unnið, þá fær hann það ekki í sinn vasa , heldur er skertur um bætur fyrir dugnaðinn. Hvoru tveggja óréttlátt og óeðlilegt.
kv.gmaria.
Sjá Vinstri Grænir " skóginn fyrir trjánum " ?
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Öfgafull barátta gegn vatnsaflsvirkjunum og nú gegn stækkunaráformum elsta fyrirtækis í áliðnaði hér á landi sem hefur starfssemi í Straumvík, flokkast vart lengur undir baráttu fyrir sjálfbærni eins þjóðfélags heldur er fremur í ætt við eitthvað allt annað en sjálfbærni. Á sama tíma ræðir sami flokkur ekki einu orði um matvælaiðnað hér svo sem landbúnað og sjávarútveg og þær aðferðir sem þar eru viðhafðar nú í dag. Bílaeign per mann, mengunarskattar t.d. af völdum nagladekkja í þéttbýli ekki orð á blaði , bara , bara barátta gegn virkjun með vatni og álverum en ál er þó endurnýtanlegur málmur. Einhvern tímann hefði það verið orðað að einn stjórnmálaflokkur sæi ekki skóginn fyrir trjánum í þessu efni ef grannt er skoðað af þeim er hafa kynnt sér sjálfbærni til hlýtar.
kv.gmaria.
Athafnasemi Verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi.
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Í mínum huga hefur verkalýðshreyfing þessa lands að hluta til verið máttlaust apparat markaðsaflanna um nokkuð langt skeið þar sem barátta fyrir kjörum launþega hefur engin verið og málamyndaraðgerðir hvers konar sem uppákomur hér og þar í því sambandi litlu sem engu áorkað. Tilgangur þess að þessi hreyfing sé nú með yfirstjórnunarbatterí svo sem ASÍ með miðstjórn álíka stjórnmálaflokkum er eitthvað sem ég sé ekki eiga lengur heima í vorum samtíma sökum þess að launþegar greiða kostnaðinn af slíku eðli máls samkvæmt. Nauðsyn þess að aðskilja starfssemi lífeyrissjóðanna frá verkalýðsfélögum varðandi það að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrisstjóða er afar mikil sökum þess að sjóðir þessir eru fjárfestar í nútíma markaðssamfélagi til þess að ávaxta greiðslur launþega og afar óeðlilegt að fimm manna stjórn ráði skipan manna til umsýslum milljarða án aðkomu þeirra er inna féð af hendi.
Hvers konar kvart og kvein yfir ofursköttum allra handa sem svo sannarlega hafa verið til staðar í tíð núverandi ríkisstjórnar velta hins vegar fyrst og síðast á þeim lágmarkslaunum sem verkalýðshreyfingin undirritar við samningsgerð á vinnumarkaði og eiga að nægja fyrir nauðþurftum og framfærslu viðkomandi aðila sem vinnur fulla vinnu á vinnumarkaði.
Þetta atriði vill gleymast í umræðu allri um kjör þegnanna í þessu landi þar sem ég tel ábyrgðina einnig þeirra sem semja um kaup og kjör sem samningsaðilar.
kv.gmaria.
Annmarkar samskiptasamfélags nútíma tækni.
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Að hluta til þrífst fíkniefnaglæpastarfssemi nær einungis út á samskipti gegnum gsm kerfi það sem til er þar sem dólgar skipta um símanúmer eins og nærbuxur. Foreldrar ættu því að íhuga verulega samskipti barna sinna í farsímakerfinu og það atriði að ungmenni geti gengið um með frelsi til samskipta við hvern sem er á þennan máta er athugunaratriði og ekki minna mál að foreldrar fylgist með farsímasamskiptum barna sinna fremur en netnotkun og helst með númer skráð á sig sjálfa ekki barnið, meðan foreldrar bera sína ábyrgð á sínum börnum sem er til 18 ára aldurs.
Það er brýn þörf að ræða þessi mál opinskátt að mínu áliti því ef það er eitthvað sem undirheimar glæpastarfssemi hvers konar þrífast á þá er það boðskiptaleiðir og sú hræðslupólítik sem starfssemi sem slík gengur út á með til dæmis hótunum og rukkunum gegnum einmitt þetta samskiptakerfi, þar sem viðkomandi aðili hefur aðgang að öðrum aðila beint án mikilla afskipta annarra.
Ég hvet foreldra til þess að vera á verði gagnvart slíku og það atriði að afhenda börnum fjármuni án þess að vita í hvað skal verja þeim hinum sömu fjármunum er einnig atriði sem getur orsakað það að barn sem ánetjast fíkniefnum er þá og þegar orðinn fínn viðskiptavinur sem viðheldur ólöglegri glæpasstarfssemi er síðar hefur sínar birtingarmyndir er taka þarf á vandamálinu er það hefur keyrt um þverbak og alls konar samfélagslegur kostnaður kemur til sögu til úrlausnar í hinum ýmsu myndum sem aftur þýðir auknar skattaálögur.
Verum á verði.
kv.gmaria.
Landlæknisembættið hefst handa við rannsóknir á heilbrigðiskerfinu.
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Það er löngu tímabært að við Íslendingar hefjumst handa við rannsóknir á umfangi mannlegra mistaka sem kunna að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi eins og aðrar þjóðir. Fróðleikur sá er safnast kann í slíku rannsóknaverkefni getur hjálpað til betrumbóta af einhverju tagi. Það er hins vegar ekki nema rúmur áratugur síðan að umræða hófst hér á Íslandi um meint læknamistök, með stofnun Samtakanna Lífsvog þar sem hópur fólks er taldi sig hafa orðið fyrir slíku tók sig saman og stofnaði samtök. Sú umræða var hins vegar algjört tabú í íslensku samfélagi að hluta til þá og læknar hvað þá heilbrigðiskerfið og yfirvöld þar á bæ ekkert tilbúin til þess að taka gagnrýni frá sjúklingum á eitthvað. Tímarnir breytast og mennirnir með og alþingismenn tóku að taka sér orðið læknamistök í munn eftir að ríkissjónvarpið hafði haft umræðuþátt um málið og almenn umræða í samfélaginu varð til þess að lagasetning leit dagsins ljós og endurskoðun ýmis átti sér stað í kerfinu. Því ber að fagna að slík rannsókn sem nú er fyrir dyrum verði að veruleika hér á landi.
kv.gmaria.
Ofur Framsóknarmaður á Suðurlandi ?
Mánudagur, 8. janúar 2007
Mér dettur helst í hug Johnseninn þegar ég fylgist með skrifum Bjarna Harðarsonar hér á þessum þráðum við innkomu í Sunnlenska pólítík. Bjarni er líflegur og því ber að fagna og ef sá hinn sami fer að huga að skipulagi sjávarútvegs og landbúnaðar af viti , hver veit nema þá komi til sjónamið nýjunga. Ekki veitir af í haftakerfum núverandi ríkisstjórnar að " ferskir vindar komi inn " og nýjir vendir ku jú sópa best. Hvað vill ofur Framsóknarmaðurinn gera varðandi það atriði að allir þeir fjámunir sem varið hefur verið gegnum tíð og tíma í það að rækta land til nytja á Suðurlandsundirlendinu með ræktunarstyrkjum, skurðgreftri og girðingum og fl. komi til með að nýtast kynslóðum framtíðar sem skynsamlega vörðu fjármagni til landbúnaðarmála, með tilliti til þess að stór hluti hins ræktaða lands er nú í auðn, vegna fækkunar og stækkunar búa ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.gmaria.
Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins opinn fyrir breytingum á kvótakerfinu ?
Mánudagur, 8. janúar 2007
Manni hálf svelgdist á að hlýða á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fyrirsögn fréttarinnar var sú að ráðherra væri opinn fyrir breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs. Í viðtali við ráðherrann kom síðar fram að hann væri tilbúinn til þess að skoða það atriði að auka veiðiskyldu útgerða á aflaheimildum en þetta væri viðkvæmt því þá gæti verið að ekki væri nóg af aflaheimildum til leigu osfrv.......
Það er kosningaár og auðvitað dansa menn á línunni og síðast var útspil Sjálfstæðismanna í formi línuívilnunar sem átti að vera einhver stórkostleg aðgerð en gerði lítt annað en auka enn á óánægjunna með þetta annars ómögulega kerfi hér á landi því innifalið í þeirri aðgerð var mismunun.
Frjálslyndi flokkurinn hefur tvö kjörtímabil flutt tillögu á Alþingi Íslendinga hvað varðar frelsi landsmanna til veiða með handfæri á smábátum, sem ekki ógnar fiskistofnum en getur eigi að síður skapað hluta þegna atvinnu og lífsviðurværi í byggðum landsins.
Þetta hefur ekki fengist samþykkt í tíð núverandi stjórnarflokka, því miður.
kv.gmaria.