Landlæknisembættið hefst handa við rannsóknir á heilbrigðiskerfinu.

Það er löngu tímabært að við Íslendingar hefjumst handa við rannsóknir á umfangi mannlegra mistaka sem kunna að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi eins og aðrar þjóðir. Fróðleikur sá er safnast kann í slíku rannsóknaverkefni getur hjálpað til betrumbóta af einhverju tagi. Það er hins vegar ekki nema rúmur áratugur síðan að umræða hófst hér á Íslandi um meint læknamistök, með stofnun Samtakanna Lífsvog þar sem hópur fólks er taldi sig hafa orðið fyrir slíku tók sig saman og stofnaði samtök. Sú umræða var hins vegar algjört tabú í íslensku samfélagi að hluta til þá og læknar hvað þá heilbrigðiskerfið og yfirvöld þar á bæ ekkert tilbúin til þess að taka gagnrýni frá sjúklingum á eitthvað. Tímarnir breytast og mennirnir með og alþingismenn tóku að taka sér orðið læknamistök í munn eftir að ríkissjónvarpið hafði haft umræðuþátt um málið og almenn umræða í samfélaginu varð til þess að lagasetning leit dagsins ljós og endurskoðun ýmis átti sér stað í kerfinu. Því ber að fagna að slík rannsókn sem nú er fyrir dyrum verði að veruleika hér á landi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband