Annmarkar samskiptasamfélags nútíma tækni.

Að hluta til þrífst fíkniefnaglæpastarfssemi nær einungis út á samskipti gegnum gsm kerfi það sem til er þar sem dólgar skipta um símanúmer eins og nærbuxur. Foreldrar ættu því að íhuga verulega samskipti barna sinna í farsímakerfinu og það atriði að ungmenni geti gengið um með frelsi til samskipta við hvern sem er á þennan máta er athugunaratriði og ekki minna mál að foreldrar fylgist með farsímasamskiptum barna sinna fremur en netnotkun og helst með númer skráð á sig sjálfa ekki barnið, meðan foreldrar bera sína ábyrgð á sínum börnum sem er til 18 ára aldurs.

Það er brýn þörf að ræða þessi mál opinskátt að mínu áliti því ef það er eitthvað sem undirheimar glæpastarfssemi hvers konar þrífast á þá er það boðskiptaleiðir og sú hræðslupólítik sem starfssemi sem slík gengur út á með til dæmis hótunum og rukkunum gegnum einmitt þetta samskiptakerfi, þar sem viðkomandi aðili hefur aðgang að öðrum aðila beint án mikilla afskipta annarra.

Ég hvet foreldra til þess að vera á verði gagnvart slíku og það atriði að afhenda börnum fjármuni án þess að vita í hvað skal verja þeim hinum sömu fjármunum er einnig atriði sem getur orsakað það að  barn sem ánetjast fíkniefnum er þá og þegar orðinn fínn viðskiptavinur sem viðheldur ólöglegri glæpasstarfssemi er síðar hefur sínar birtingarmyndir er taka þarf á vandamálinu er það hefur keyrt um þverbak og alls konar samfélagslegur kostnaður kemur til sögu til úrlausnar í hinum ýmsu myndum sem aftur þýðir auknar skattaálögur.

Verum á verði.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband