Athafnasemi Verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi.

Í mínum huga hefur verkalýðshreyfing þessa lands að hluta til verið máttlaust apparat markaðsaflanna um nokkuð langt skeið þar sem barátta fyrir kjörum launþega hefur engin verið og málamyndaraðgerðir hvers konar sem uppákomur hér og þar í því sambandi litlu sem engu áorkað. Tilgangur þess að þessi hreyfing sé nú með yfirstjórnunarbatterí svo sem ASÍ með miðstjórn álíka stjórnmálaflokkum er eitthvað sem ég sé ekki eiga lengur heima í vorum samtíma sökum þess að launþegar greiða kostnaðinn af slíku eðli máls samkvæmt. Nauðsyn þess að aðskilja starfssemi lífeyrissjóðanna frá verkalýðsfélögum varðandi það að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrisstjóða er afar mikil sökum þess að sjóðir þessir eru fjárfestar í nútíma markaðssamfélagi til þess að ávaxta greiðslur launþega og afar óeðlilegt að fimm manna stjórn ráði skipan manna til umsýslum milljarða án aðkomu þeirra er inna féð af hendi.

 Hvers konar kvart og kvein yfir ofursköttum allra handa sem svo sannarlega hafa verið til staðar í tíð núverandi ríkisstjórnar velta hins vegar fyrst og síðast á þeim lágmarkslaunum sem verkalýðshreyfingin undirritar við samningsgerð á vinnumarkaði og eiga að nægja fyrir nauðþurftum og framfærslu viðkomandi aðila sem vinnur fulla vinnu á vinnumarkaði.

Þetta atriði vill gleymast í umræðu allri um kjör þegnanna í þessu landi þar sem ég tel ábyrgðina einnig þeirra sem semja um kaup og kjör sem samningsaðilar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband