Baráttan fyrir að byggja landið allt er áframhaldandi.

Það er því miður ekki hægt að hrópa húrra fyrir viðhorfi margra höfuðborgarbúa gagnvart landsbyggðinni þar sem rætt er um krummaskuðin úti á landi sem þurfi bara að leggja niður , þau kosti svo mikið osfrv. Mikilvægi þess að byggja upp atvinnu og búsetu um land allt er spurning um að nýta það land sem við höfum og eigum okkur til handa. Án þess að setja heilu landssvæðin í friðun sem safngripi sem ekki má hrófla við en jafnframt í þeim tilgangi að ofgera ekki náttúru landsins eða taka meira af henni en manninum er um megn að viðhalda til handa komandi kynslóðum. Saga og menning tengist tilveru mannsins þar sem hann er borinn og barnfæddur, og það atriði að sökum hagkvæmni skuli helst allir bara búa á Reykjanesskaganum er afdalasjónarmið grunnhyggni um mál öll í einu samfélagi.

Hvert einasta landssvæði á landinu hefur sina kosti og galla til atvinnustarfssemi hvers konar , hvort sem um er að ræða góð svæði til landbúnaðar ellegar firði og hafnir til fiskveiða, vatnsmiklar ár til virkjana og raforkuframleiðslu eða heilsulindir frá náttúrunnar hendi til af ýmsum toga. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að nýta uppbyggð mannvirki fyrir almannafé með því að stuðla að atvinnu þegnanna á dreifðum svæðum landsins. Til þess þarf skilvirka stefnumótun í atvinnuvegum  og frelsi til handa einstaklingum til atvinnu sem til staðar er á svæðum sem er mismunandi eftir landgæðum. Samgöngur og samgöngumannvirki þurfa á hverjum tíma að haldast í hendur við atvinnu og fólksfjölda hvar sem er í höfuðborg jafnt sem dreifbýli.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittó

Ólafur fannberg, 11.1.2007 kl. 08:19

2 Smámynd: Agný

Merkilegt ósamræmi hjá mörgum hvort sem þeir eru stjórnmálamenn eða ekki...annars vegar vilja þeir leggja niður heilu byggðirnar en á sama tíma koma öllu semlýtur að þjónustu sem tilheyrir ríkisbatteríinu "á sveitina"...

Agný, 11.1.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband