Landbúnaðarráðherra vill afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga.

LOKSINS, sitjandi ráðherra í ríkissjórn hefur lýst því yfir að sá hinn sami vilji afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga sem allir landsmenn eru meira og minna bundir í klafa í. Ég vona heitt og innilega að sá hinn sami geri alvöru úr þessu sínu baráttumáli og þess vegna má ríkisstjórnin springa á þessu atriði fyrir kosningar sem gæti gerst ef ráðherran virkilega tekur þetta nú upp á þinginu sem hefst fljótlega. Þetta er þjóðþrifamál sem veltur ekki hvað síst á því að efnahagslegt umhverfi til handa öllum landsmönnum verði hið sama í framtíð og menn geti gengið að eðlilegu vaxtaumhverfi. Verðtrygging er nefnilega ósköp álíka tekjutengingu hvað varðar það atriði að tryggja að fjármálafyrirtæki þurfi aldrei að tapa krónu en skuldarinn greiði sífellt tollinn af slíku , likt og skerðingar bóta ef einhver á bótum getum unnið, þá fær hann það ekki í sinn vasa , heldur er skertur um bætur fyrir dugnaðinn. Hvoru tveggja óréttlátt og óeðlilegt.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband