Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Vöxtur og viðgangur fiskistofna á Íslandsmiðum er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Ein ástæða þess að ég gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn er barátta hans fyrir breytingum á kerfi sjávarútvegs hér á landi , kvótakerfi sem í upphafi var fyrirséð að var kerfi " skammtímasjónarmiða " þar sem kerfið gekk að hluta til út á það að ausa sem mestu af fiski upp úr sjó samkvæmt sentimetrastærð fiskjar en hinu mátti henda aftur sem ekki nýttist sem söluvara á markaðstorginu. Brottkast var ekki viðurkennt sem heitið geti fyrr en það hafði verið fest á mynd úr fiskiskipi þá drösluðust menn til þess að setja á fót nefnd til þess að skoða málið, þótt slíkt hefði verið altalað meðal sjómanna er þekktu til mála mjög lengi. Sitjandi stjórnvöld hafa lítt eða ekki fengist upp að borðinu varðandi hvers konar endurskoðun þessa kerfis, þótt langur vegur sé frá því að kerfi þetta þjóni upphaflegum markmiðum sínum við uppbyggingu fiskistofna við landið.

Lífríki hafsins kring um landið er aðalumhverfismál samtímans hvort sem mönnum líkar betur eða ver og virkjanaframkvæmdir með vatnsafli og álver hjóm eitt í því sambandi, því hafið kring um Ísland er matarforðabúr þjóða heims ekki einungis okkar Íslendinga til framtíðar fyrir komandi kynslóðir.

kv.gmaria.


Reykjavíkurborg og Íslendingum til skammar.

Það atriði að afkomendur Kjarvals skuli þurfa að ganga þrautagöngu fyrir dómsstólum til þess að útkljá mál tengd því hvort og þá hvað listamaðurinn gaf í þessu efni er skömm og hneisa fyrir mig sem Íslending að upplifa. Mig skiptir engu máli hvaða nöfnum þeir flokkar heita sem ráðið hafa stjórnvöl borgarinnar, þeir eru og hafa verið uppvísir að hreinum aulahætti fram í fingurgóma varðandi það atriði að hafa ekki getað sest niður með ættingjum listamannsins og farið ofan í saumana á máli þessu með þeim hinum sömu.

Efasemdir um réttmæti gjafarinnar eru nægilegar til þess hins arna einar og sér.

kv.gmaria.


Hugsjónaútfærsla Framsóknarflokksins í kvótakerfinu fyrsti hluti.

Framsóknarflokkurinn stóð að því að lögleiða viðskipti með aflaheimildir öðru nafni óveiddan fisk úr sjó, þannig að útgerðir gátu hvoru tveggja leigt og selt sín í milli árið 1992, millum landshluta án þess þó að greiða nokkuð einasta gjald fyrir tilfærslu þessa. EKKERT.

Þótt eitt stykki sjávarþorp missti meirihluta starfa sinna við sjávarútvegi kom það engum við að sjá mátti því samhliða því að fólkið missti vinnuna urðu eignir þess verðlausar ásamt því atriði að skólar og heilsugæsla sem uppbyggð mannvirki fyrir almannafé stóðu auð og tóm og engum til gagns því ekkert var fólkið sem flytja þurfti brott á eftir atvinnunni.

Hagræðing í greininni ..........................

Þessar aðferðir stjórnvaldsaðgerða í einu stykki kerfi tel ég ekki af hugsjónatoga heldur þvert á móti hreina og beina heimsku.

kv.gmaria.


Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins slær á Evróputrommur.

Halldór Ásgrímsson lét eitthvað hafa eftir sér sem sagt var frá fréttum í dag varðandi það að tímaspursmál væri hvenær Íslendingar myndu taka upp evru sem gjaldmiðil. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Halldór stígur í vænginn við aðildarhugmyndir að Evrópusambandinu. Það skyldi þó aldrei vera að nú þyrfti að reyna að koma erlendum fjárfestingum á koppinn í íslenzkum sjávarútvegi þar sem búið er að hafa allt það út úr braski sem hafa má hér á landi og ekki lengur hægt að braska meira innanlands.  Allt undir formerkjum aþjóðavæðingar allra handa auðvitað. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hinum nýja formanni flokksins í aðdraganda kosninga, mun sá ´hinn sami feta sig inn á vegu umræðu um Evrópusambandið ?

kv.gmaria. 


Frábær gjöf, takk Alcan.

Geisladiskurinn með Björgvini og Sinfóníuhljómsveitinni barst til mín í dag, og alveg yndislegt á að hlýða og sjá. Takk fyrir mig segi ég og skil ekki þessa öfund sem er til staðar yfir því að við Hafnfirðingar megum virkilega njóta slíkra gjafa án þess að einhverjir " sér vitringar " fari að skipta sér af málinu. Það kemur allt fram í jólakortinu með gjöfinni sem koma þarf fram þ.e. við fáum kynningu frá fyrirtækinu varðandi fyrirhugaða stækkun til viðbótar því sem við nú vitum sem er æði margt og komið hefur fram á fundum hér í ferli þessu.  Varðandi núverandi mengunarvarnir , þynningarsvæði og nýjungar á sviði mengunarvarna. Okkar ágæta bæjarstjórn er með málið " under control " svo þetta verður allt í lagi og menn geta hætt að hafa áhyggjur af okkur Hafnfirðingum.

kv.gmaria.


Nýársávarp um fíknifefnaglæpamennsku og fleira.

Ég óska landsmönnum öllum til sjávar og sveita velsældar á nýju ári og Lögreglunni í Hafnarfirði, starfsmönnum á Stuðlum, starfsmönnum LSH. BUGL, og 33 a færi ég þakkir mínar sem og barnaverndarfulltrúum Hafnarfjarðar, Götusmiðjunni á Akurhól, og SÁÁ,  fyrir árið sem er að líða í baráttu minni til þess að ná barni út heimi fíkniefna sem heilustu á líkama og sál. Baráttu sem hvert foreldri hlýtur að heyja með öllum tiltækum ráðum til þess að koma barni til manns heilu frá heimi fíknar og glæpa sem sala fíkniefna gerir út á .

Þar er á ferð glæpamennska sem þjóðfélagið allt þarf að fordæma og tala um ræða helst  annan hvern dag , til þess að forða því að nýjir viðskiptavinir komi til sögu sem sem fíklar í hendur glæpamanna sem ganga lausir og selja eitur á torgum til þess að auðgast á þeim viðskiptum. Að sjálfsögðu eiga stjórnmálamenn að ganga fram og fordæma þá glæpi sem viðgangast fyrir framan augun á þeim hinum sömu en því miður hefur ekki verið of mikið að sjá af slíku enn sem komið er en því fleiri því betra því slíkt skapar aðhald.

Jafnframt þurfa foreldrar að vera vakandi yfir þvi að vera ekki að henda svo og svo miklum fúlgum í hendur barna sinna án skýringa í hvert fénu skuli varið sem er einungis til þess fallið að halda glæpum gangandi hvað varðar fíkniefnamarkað og viðskipti sem slík sem eru glæpur.

Verum vakandi ekki sofandi í þessum málum þau kunna að kosta mikið ef ekkert er að gert i formi aðhalds og viðspyrnu.

kv.gmaria.

  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband