Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Það var kominn tími til að nota tæknina.
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Óska VR, til hamingju með þetta framtak sem er af hinu góða.
Launamenn geta nú skoðað nýgerða kjarasamninga heima í stofu, áður en þeir hinir sömu taka afstöðu til þeirra.
Svona á þetta að vera í öllum félögum launamanna hér á landi.
kv.Guðrún María.
Reyna að fá fólk til að kynna sér kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jeremías minn einasti....
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Það er semsagt búið að leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðum , þar sem enn er hver höndin upp á móti annarri, varðandi þær hinar sömu breytingar.
Með öðrum orðum, málið óunnið, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
Óttast hagræn áhrif kvótafrumvarps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Miðvikudagur, 18. maí 2011
Datt ofan í lestur gamalla dagbóka sem ég hafði skrifað fyrir tæpum fjörutíu árum, það er að segja þegar ég var að ljúka grunnskóla í sveitinni.
Ég sá að mér hafði fundist mun skemmtilegra að horfa á stjórnmálaumræður í sjónvarpi þá en að lesa undir próf, en nákvæmar lýsingar á veðurfarinu var eitthvað sem var skráð skýrt og skilmerkilega þó einkum þegar hvessti.
Nákvæmlega tveimur árum eftir að gaus í Eyjum var sveitin undir Eyjafjöllum í rúst eftir óveður, eða þann 23.janúar 1975, sennilega það mesta sem er í mínu minni, þar sem allt fauk sem fokið gat.
Dagbókarskrif geta verið upplýsandi og skemmtileg, einkum og sér í lagi þegar maður lætur þau liggja lengi og les eftir langan tíma, en mér blöskraði það nú þegar mér varð á að bölva, en ég gerði það á íslensku og eini munur á ungdómi nútímans er ef til vill sá að bölvið fer fram á ensku, annars sama uppreisnarárátta ungdómsins á hverjum tíma.
Ég var hins vegar að leita í dagbókunum að kulda á þessum tíma og jú ég fann þess dæmi að það hefði verið kalt fram eftir maí, að virtist vera, en hvort það verður eins og sá kuldi sem nú er spáð, kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Samgöngur helmingur gróðurhúsalofttegunda miðað við iðnað, það er of mikið.
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Hin mikla della þess efnis að menn skuli aka landshluta á milli eftir þjónustu á bensíni með bættum samgöngumannvirkjum er eitthvað sem alveg ágætt er að skoða í þessu sambandi, en það hið sama ber því miður vott um litla fyrirhyggju á ákveðnu tímabili ákvarðanatöku , þar sem vitneskja var þó nægileg til þess skoða mál í víðara samhengi.
Mæling á sjálfbærni samfélaga fer ekki hvað síst eftir þvi hversu mikil notkun mannsins er á orku úr iðrum jarðar til ferðalaga svo ekki sé minnst á það hve mikið að kostar þann hinn sama að komast milli staða.
Tilfærsla flutninga af sjó á land er eitt dæmið um vanhugsaða ákvarðanatöku í þessu efni að mínu viti.
Stærðarhagkvæmnisútreikningar eininga í sjávarútvegi og landbúnaði sem innihalda enn frekari orkunotkun í formi stærri tækja og tóla er eyða olíu er einnig afstætt í þessu sambandi.
Það er hins vegar ekki nógu gott að ekki skuli hafa tekist að efla samgöngur innanbæjar á stærstu svæðum, með minni notkun einkabíla, þar er á ferð verkefni við að fást eins og annað í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórkostleg mistök skattlagningar út úr kreppu.
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Það er deginum ljósara að skattaálögur þær, sem þessi ríkisstjórn hefur komið á, munu ekki skila sér sem skyldi.
Auðvitað átti að lækka tekjuskatt, eða afnema tímabundið, til þess að örva hagkerfið sem aftur myndi skila sér í auknum tekjum í virðisaukaskatti að hluta til, ásamt því að brúa hugsanlega bil ákveðinna hópa í voru samfélagi sem standa höllum fæti þar sem kaupmáttur hefur farið veg allrar veraldar við hrunið.
Þessi eina aðgerð þ.e að lækka eða afnema tekjuskatt tímabundið, hefði getað og gæti enn forðað all mörgum efnahagslegum vandamálum við að fást sem fyrir dyrum eru.
kv.Guðrún María.
Þyngri byrðar skattsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ótryggur meirihluti fyrir einu máli enn frá þessari stjórn ?
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Það kann ekki góðri lukku að stýra að lagt sé fram stjórnarfrumvarp með fjölmörgum fyrirvörum, alveg sama um hvaða frumvarp til laga er að ræða.
Hið mikla gegnsæi sem rætt var um varðandi það atriði að menn fái meðal annars að vita hvað Alþingi er að fást við, er ekki sýnilegt í þessu máli nú, þvi miður.
Ef til vill er hér um að ræða enn eitt máli sem ótryggur meirihluti er fyrir á þingi.
kv.Guðrún María.
Fyrirvarar í kvótamálunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldtaka af fiskveiðum, fari fram eftir að fiskur er veiddur.
Mánudagur, 16. maí 2011
Hvers konar aðkoma að fiskveiðum hér við land, innifelur fjárfestingu í tólum og tækjum til veiða.
Hvers konar viðbótargjaldtaka af þeim er fá leyfi til veiða á hverjum tíma, samkvæmt kerfisfyrirkomulagi, skyldi haldið í algjöru lágmarki uns veiddur fiskur er færður að landi, allur fiskur sem upp úr sjó er dreginn.
Hverju fyrirtæki er dregur fisk úr sjó skal skylt að landa fisk á markað og þar komi til gjaldtaka af veiddum afla með tilliti til samsetningar, ekki áður.
Markaðsfyrirkomulag fiskveiða getur aldrei verið eðlilegt nema forsenda þess sé að búið sé að veiða fiskinn, eðli máls samkvæmt þar sem óvissuþættir þeir sem slík atvinnustarfssemi inniheldur svo sem stærð fiskistofna á hverjum tíma, veður og vindar, verð á oliu og almennt umhverfi rekstrar, gerir það að verkum að slíkt þarf að vera forsenda skipulagsins.
Því fyrr sem menn átta sig á þessu annars einfalda atriði,
því betra.
kv.Guðrún María.
Ólík sýn á kvótafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einstaklingur njóti hæfileika sinna burtséð frá kyni.
Mánudagur, 16. maí 2011
Mér finnst sjálfsagt að stjórnmálaflokkar hugi að þvi að hafa fulltrúa beggja kynja til jafns í boði sem fulltrúa til þings.
Hins vegar þegar kemur að því að meta hæfni manna í atvinnulífinu til stjórnunar hvers konar þá skyldi aldrei farið inn á þá braut að koma mönnum í stjórnir vegna þess að viðkomandi er annars vegar kona og hins vegar karl.
Einstaklingar eiga að fá notið hæfileika sinna á grundvelli eigin árangurs burtséð frá kyngreiningu hvers konar, og að því hinu sama þarf að vinna í stað þess að telja fjölda karla og kvenna hér og þar sem einhvers konar jöfnuð þar að lútandi.
kv.Guðrún María.
Fáar konur við stjórnvölinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsalið var aldrei arðsemi í raun.
Sunnudagur, 15. maí 2011
Brask með óveiddan fisk á þurru landi, þar sem engar skorður voru settar því hinu sama braski, var bara brask, loftbólubrask þar sem umsýslumenn högnuðust á því hinu sama braski en fyrirtækin gátu ekki lengi starfað á hlutabréfamarkaði hér á landi undir þeim formerkjum, því skuldaaukningin við braskstarfssemina nægði ekki til þess að arðssemi sæti eftir.
Það var nú allur árangurinn.
Kerfið var aftengt samfélaginu með framsalsheimildunum sem mönnum yfirsást um en varað hafði verið við að gæti gerst á þeim tíma sem skipulag þetta kom á koppinn.
Menn seldu aflaheimildir úr heilu þorpunum á einni nóttu, og eftir stóðu íbúar atvinnulausir með verðlitlar eða verðlausar eignir sem eðli máls samkvæmt hefði á einhverjum tíma talist eignaupptaka.
Það er alveg rétt sem Eygló Harðardóttir benti á að auðvitað hefði átt að skattleggja þetta brask til að hamla gegn því en það var ekki gert, frekar en nokkuð annað til breytinga á þessu kerfi.
Ég hef enn ekki séð þær breytingar sem menn hyggjast gera á kerfinu og vona að það sé ekki um að ræða einhverja moðsuðu sem ekki er hægt að skilja en nokkuð hefur verið um slíkt í tíð sítjandi stjórnar.
kv.Guðrún María.
Arðsemin hverfur úr greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loka þarf netmiðlum sem geta ekki fjallað um viðkvæm mál.
Sunnudagur, 15. maí 2011
Ég las í dag bókstaflega fáránlegan rökstuðning ritstjóra eyjunnar.is fyrir myndbirtingu af vettvangi þar sem um var að ræða mannslát.
Sá hinn sami rökstuðningur er út í hött alfarið, sem flestir geta séð, þar sem sá hinn sami tekur að sér að flokka hugsanlega hópa sem teljast gætu tengst viðkomandi máli með birtingu meiri upplýsinga í samræmi við það.
Sjálf hefi ég fyrir nú átján árum síðan lent í því að mega þurfa að fá tilkynningu um lát nákomins aðila úr fjölmiðlum, í því tilviki eiginmanns míns.
Á þeim tíma var hin " meinta " samkeppni fréttamiðla í frásögnum hafin, og meðal annars það atriði sem ég fékk að vita um er ég ræddi símleiðis við einn fréttamann skömmu eftir frásögn á annarri sjónvarpsstöðinni hér á landi, þar sem ég spurði þann mann um það hvort hann gæti sagt mér hvor íbúi eins húss, hefði látist en um tvo var að ræða í því tilviki.
Áður var ég búin að hafa samband við lögreglu sem og sjúkrahús á öllu höfuðborgarsvæði sem ekkert gátu upplýst um málið mér, og öðrum nákomnum til handa, í tvo klukkutíma, fyrr en kvöldfréttir beggja sjónvarpsstöðva birtu upplýsingar þess eðlis að einn maður væri látinn í ákveðnu húsi, fyrrum heimili mínu.
Önnur sjónvarpsstöðin birti myndir af hinum látna á börum þar sem ég gat þekkt manninn minn.
Það er óhugguleg reynsla sem situr lengi meðferðis með manni og ég vil ekki að nokkur maður megi þurfa að upplifa eithvað álíka.
Það er nefnilega hægt að fyrirbyggja að slík fréttamennska sé á ferð á þann veg að nánustu aðstandendur geti mögulega verið að greina mannslát er tengist þeim hinum sömu úr fjölmiðlum.
Hér er um að ræða spurningu um vönduð vinnubrögð í samræmi við 3.grein siðareglna Blaðamannnafélagsins sem þarf án efa að fræða um enn frekar.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)