Framsalið var aldrei arðsemi í raun.

Brask með óveiddan fisk á þurru landi, þar sem engar skorður voru settar því hinu sama braski, var bara brask, loftbólubrask þar sem umsýslumenn högnuðust á því hinu sama braski en fyrirtækin gátu ekki lengi starfað á hlutabréfamarkaði hér á landi undir þeim formerkjum, því skuldaaukningin við braskstarfssemina nægði ekki til þess að arðssemi sæti eftir.

Það var nú allur árangurinn.

Kerfið var aftengt samfélaginu með framsalsheimildunum sem mönnum yfirsást um en varað hafði verið við að gæti gerst á þeim tíma sem skipulag þetta kom á koppinn.

Menn seldu aflaheimildir úr heilu þorpunum á einni nóttu, og eftir stóðu íbúar atvinnulausir með verðlitlar eða verðlausar eignir sem eðli máls samkvæmt hefði á einhverjum tíma talist eignaupptaka.

Það er alveg rétt sem Eygló Harðardóttir benti á að auðvitað hefði átt að skattleggja þetta brask til að hamla gegn því en það var ekki gert, frekar en nokkuð annað til breytinga á þessu kerfi.

Ég hef enn ekki séð þær breytingar sem menn hyggjast gera á kerfinu og vona að það sé ekki um að ræða einhverja moðsuðu sem ekki er hægt að skilja en nokkuð hefur verið um slíkt í tíð sítjandi stjórnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Arðsemin hverfur úr greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband