Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Seljavallalaug úr öskustónni.

Það er fagnaðarefni að sjá hreinsun laugarinnar eftir hamfarirnar undir Fjöllunum, en sjálf hefði ég sannarlega lagt hönd á plóginn, ef ég væri þess umkomin, sem ég er því miður ekki líkamlega, eins og er.

Eitt það skemmtilegasta í mínum uppvexti var að " fara upp í laug " en síðar varð mér það ljóst hvílík hlunnindi það voru að hafa Seljavallalaug innan seilingar.

Afrekið mikla við byggingu laugarinnar á sínum tíma af þeim mönnum sem það gerðu, bar vott um framsýni og dugnað sem nýttist komandi kynslóðum.

Sem Eyfelling er mér þakklæti í huga að sjá umhugsun um þessa paradís við jökulrætur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mokuðu ösku úr Seljavallalaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt, hver fer þá að lögum um hvað ?

Ef forsætisráðherra telur að forseti eigi að afhenda bréfasamsskipti en ákveður eigi að síður að afhenda ekki þau hin sömu bréf að sjálfdæmi, þá hvað ?

Er forsætisráðuneytið þá að biðja um að forseti hafi frumkvæði fyrir stjórnvöld í landinu um framkvæmd laga ?

Afskaplega athyglisvert dæmi um þrískiptingu ríkisvaldsins, hér á landi, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur að forsetaembættið eigi að afhenda bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers, húsið er risið.

Það er til lítils að mótmæla byggingu húss sem er risið, eða hvað ?

Mín skoðun er sú að ef menn ekki áorka breytingum áður en þær koma til sögu, með þvi að skapa samstöðu til þess, þá þjóni það því miður litlum tilgangi að gapa og góla seint og um síðir.

Það er búið að taka ákvarðanir og eyða peningum í þessa fjárfestingu og eina vonin er sú að þetta tilstand komi til með að bera sig í komandi framtíð.

Mikið lifandis skelfingar ósköp er mér sama þótt mér hafi ekki verið boðið að vera þarna viðstödd, hvað þá að það skipti mig nokkru máli hverjum var boðið.

Vonandi finna menn eitthvað annað en tunnur til að berja í formi mótmæla í framtíðinni hér á landi því það er að verða ofnotað fyrirbæri og þörf á meiri frumleika í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæla við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðun á starfssemi lífeyrissjóðanna er þjóðþrifamál.

Það gengur ekki að lífeyrissjóðir skerði áunnin réttindi launamanna, sem innheimt eru með valdi laga af þeim hinum sömu.

Sjóðir þessir geti síðan á sama tíma tekið þátt í fjárfestingum hér og þar í íslensku atvinnulífi út og suður og tapað og skert réttindi ár eftir ár eftir ár, þar sem greiðandinn í sjóðina hefur ekkert að gera með ákvarðanatöku um slíkt, því hann er ekki spurður.

Að skerða réttindi aftur í tímann sem gert er með ákvarðanatöku þessari er eitthvað sem ég tel að ekki muni þola nánari skoðun laga og réttar, í ljósi hins lögbunda hlutverks innheimtu af launamönnum og tilkynningum um áunnin réttindi á hverjum tíma.

Hver sjóður á fætur öðrum hefur skert réttindi eftir að einhver snillingur kom því í gegn sem lagabreytingu að skerða mætti réttindi ef sjóðurinn væri rekin tapi sem nemur tveggja tuga tölu.

Sú hin sama breyting er lögleysa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áunnin réttindi og lífeyrisgreiðslur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað átti þessi ríkisstjórn að lækka skatta en ekki hækka í kreppu.

Eina leið stjórnvalda á tímum kreppu er að lækka skatta til þess að örva hagkerfið, en það var ekki gert heldur allt hækkað upp úr öllu valdi sem aldrei fyrr og var þó af nógu að taka fyrri ár hér á landi.

Svo koma menn af fjöllum varðandi það að skattar skili sér ekki og stöðnun ríki.

Hvers vegna ?

Jú við stjórnvölinn komu flokkar sem ekki höfðu verið þar lengi og óvanir að stjórna og stýra, þannig að hin mikla þörf fyrir stjórnun birtist ekki hvað síst í auknum sköttum og gjöldum í ríkissjóð, líkt og góðæri ríkti í landinu, eftir hrun eins samfélags.

Það dugar ekki að skýla sér bak við AGS, alfarið í þessu sambandi, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dýrkeypt efnahagsstefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægur vettvangur eftir að Íslendingar hafna Evrópusambandinu.

Það styttist í það að þjóðin fái að hafna inngöngu í Evrópusambandið og sökum þess er Norðurskautsráðið mikilvægur vettvangur í samstarfi þjóða á norðurhjara veraldar.

Það er vel við hæfi að Norðmenn fari með forsvar fyrir þessu samstarfi, varðandi aðstöðu starfsseminnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skrifstofan verður í Tromsø
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur Blaðamannafélags Íslands.

Set hér inn 3. grein úr Siðareglum Blaðamannafélagsins, feitletraða, varðandi frásagnir af atburðum þegar um er að ræða viðkvæm mál en svo segir þar.
 
 
 
Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og
 
framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu
 
tillitssemi í vandasömum málum.
 
Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða
 
fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða
 
vanvirðu.   "
 
Fellur myndbirting af vettvangi slysa og hörmunga þar sem rekja má atburði og tengja við persónur undir þessa grein eða ekki ?
 
Eru þessar siðareglur kanski bara orð á blaði ?
 
Ég tel að það sé vel tímabært að fara að skoða betur gildi þessara reglna af hálfu allra þeirra sem fara með fjórða valdið.
 
 
kv.Guðrún María. 
 
 

Samfylkingin hefur ekki látið sig varða fiskveiðistjórn fyrr en nú.

Ég man ekki eftir því að hafa séð Helga Hjörvar ræða um fiskveiðistjórn fyrr en nú, en sjónarspilið um að gera þetta mál pólítiskt allt í einu núna, er hálf hlægilegt satt best að segja.

Sjónarspil verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda var ein leiksýning frá upphafi til enda, og nú skal látið líta svo út að ríkisstjórnin sé í " baráttu við sægreifana " halelúja amen..... af hálfu flokks sem lengi vel hafði ekki skoðun á sjávarútvegsmálum á þingi en gegnir nú forystu í laskaðri vinstri stjórn sem varla hefur nægilegan meirihluta til að koma málum áfram.

Auðvitað var búið að ræða málið bak við tjöldin annars hefði Samherji ekki keypt ÚA til baka.

Engar sérstakar breytingar virðast í farteskinu frekar en fyrri daginn og enn óvíst um samstöðu um málið, en fínt hjá Helga að reyna að slá sig til riddara.

Einu sinni er allt fyrst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sægreifarnir ekki í sáttahug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingismenn gangi á undan með góðu fordæmi í siðaðra manna samskiptum.

Siðgæðishnignun í einu samfélagi, verður til á margan veg, meðal annars með því móti að þingmenn séu þess ekki umkomnir að endurspegla virðingu gagnvart öðrum sitjandi þingmönnum.

Það atriði er í raun óþolandi þvi svo vill til að eftir höfðinu dansa limirnir og ef alþingismenn geta ekki auðsýnt virðingu í garð hvers annars í orðræðu, þótt séu ekki sammála, þá er þess ekki að vænta að umræða í þjóðfélaginu endurspegli slíkt.

Mér er minnisstæður einn stjórnmálamaður sem er fallinn frá Steingrímur Hermannsson heitinn, sem kom þannig fram að hann hafði þann einstaka hæfileika að ræða mál öll af virðingu við andstæðinga og sem forystumaður um málin við sína þjóð.

Í mínum huga situr eftir virðing við þann mann sem persónu í stjórnmálum, sem átti þá hina sömu virðingu skilið, vegna þess hann kom þannig fram fyrir sjónir almennings í landinu sem opinber persóna.

Virðing Alþingis er verkefni kjörinna fulltrúa hverju sinni, og vinna öll á þingi veltur mjög á því hinu sama eðli máls samkvæmt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alþingi hefur glatað virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettur einhverjum í hug að eitthvað komi út úr þessum málarekstri ?

Já einmitt, bara að höfða annað mál og hvað tekur það langan tíma og hver eru laun manna í slitastjórn á meðan ?

Ég leyfi mér að fullyrða hér og nú að kostnaður við málarekstur verði meiri en það sem sótt verður til baka í kröfum gagnvart mönnum er störfuðu í loftbólufjármálaumhverfinu fyrir hrun.

Ég er ansi hrædd um að sitjandi stjórnvöld í landinu þurfi að fara að endurmeta stöðu í þessu sambandi, þar sem annað en dómsmálameðferð í áraraðir, þurfi að koma til við lúkningu á starfssemi skilanefnda gömlu bankana.

kv.Guðrún María.


mbl.is Slitastjórnin kærir úrskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband