Gjaldtaka af fiskveiðum, fari fram eftir að fiskur er veiddur.

Hvers konar aðkoma að fiskveiðum hér við land, innifelur fjárfestingu í tólum og tækjum til veiða.

Hvers konar viðbótargjaldtaka af þeim er fá leyfi til veiða á hverjum tíma, samkvæmt kerfisfyrirkomulagi, skyldi haldið í algjöru lágmarki uns veiddur fiskur er færður að landi, allur fiskur sem upp úr sjó er dreginn.

Hverju fyrirtæki er dregur fisk úr sjó skal skylt að landa fisk á markað og þar komi til gjaldtaka af veiddum afla með tilliti til samsetningar, ekki áður.

Markaðsfyrirkomulag fiskveiða getur aldrei verið eðlilegt nema forsenda þess sé að búið sé að veiða fiskinn, eðli máls samkvæmt þar sem óvissuþættir þeir sem slík atvinnustarfssemi inniheldur svo sem stærð fiskistofna á hverjum tíma, veður og vindar, verð á oliu og almennt umhverfi rekstrar, gerir það að verkum að slíkt þarf að vera forsenda skipulagsins.

Því fyrr sem menn átta sig á þessu annars einfalda atriði,
því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólík sýn á kvótafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er 100 % rétt Guðrún að sjálfsögðu á allur fiskur að fara á markað og gjaldtaka að fara fram þegar fiski er landað á markað.

1983 í Sóknarmarkinu var þessi skoðun að riðja sér til rúms að allur fiskur færi á markað en stærstu útgerðirnar lögðust að sjálfsögðu gegn því og úr varð þessi skrípaleikur með verðlags nefndir.

Það er eins og menn haldi að segjast byggja á frelsi markaðarins skapi markaðs þjóðfélag síðan megi hygla stærstu atvinnugrein landsins með einokun bæði í stjórnun veiðanna og verðlagningu afurðanna. 

Um alla Evrópu fer fiskur beint á markað og hefðir eru fyrir að þeir sem vilja taka fiskinn fram hjá mörkuðum eins og stærri vinnslur taka fiskinn en borga það markaðs verð sem fæst á uppboðinu. 

Skil ekki hræðslu manna við markaðinn. Ef hann fær að þróast án handstýringar leitar hann hagkvæmustu leiðarinnar á réttlátan hátt í veiðum og vinnslu.

Ólafur Örn Jónsson, 16.5.2011 kl. 08:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggið Ólafur, alveg sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2011 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband