Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Óveður og eldgos geta eðli máls samkvæmt haft áhrif á ferðalög.

Maðurinn verður að gjöra svo vel að taka mið af náttúrinni hvort sem um er að ræða eldgos, óveður, eða annað það sem raska kann ferðalögum í lofti, sjó eða á landi.

Það er gömul og ný saga, hins vegar erum við nú orðin svo háð yfirgnótt þess að engin takmörk finnist hvað verðar ferðalög allra handa, þar sem menn þvælast á sumardekkjum út í vetrarfærð og vilja að þotur fljúgi gegnum ösku og eimyrju bara til þess að þeir komist leiðar sinnar.

Hinn gullni meðalvegur er á stundum vandrataður í væntingum hvers konar en alltaf þurfum við samt að endurskoða eitthvað, og frekara öryggi ætti að fagna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti haft áhrif á flugumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraverndarmál á höfuðborgarsvæðinu, dæmi um skipulagsleysi frá upphafi til enda.

Það er seint í rassinn gripið af hálfu Dýraverndunarráðs að skora á almenning að gelda ketti, þegar ekki nokkurt einasta eftirlit er með því hvort kettir eða önnur lifandi dýr eru í ábyrgð einhvers íbúa á svæðinu.

Þurfa gæludýrabúðir að tilkynna um kaup manna á lifandi dýrum ?

Ekki er það svo mér best vitanlega, en einhver hluti hunda er skrásettur en kettir ekki, frekar en kanínur og hamstrar svo ekki sé minnst á fugla.

Virðing manna fyrir dýrum er misjöfn eins og mannfólk er margt, en það úrræði að hvetja menn til þess að láta gelda ketti sína til þess að sporna við fjölgun er úrræði sem mér finnst einkennast af aðkomu að málinu eftir dúk og disk, ásamt því að vera ómannúðleg aðferð gagnvart dýrunum.

Jafnframt má hafa það í huga að sennilega er hér um að ræða verkefni fyrir dýralækna sem kynni að kosta nokkra skildinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill að fleiri kettir verði geldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflin losna úr iðrum jarðar.

Eldgos aftur og nýbúinn, er það fyrsta sem kemur upp í hugann, en þegar eldur brýst upp úr iðrum jarðar er óvissan um þróunina ætíð fyrir hendi, það þekkjum við Íslendingar gegnum söguna.

Ég fór inn á vef Veðurstofunnar eftir að hafa heyrt fréttir í kvöld, og dauðbrá að sjá svo marga skjálfta sem raun bar vitni allt í einu á þessu svæði.

Einnig var ótrúlegt að sjá þróun í vefmyndavél Mílu frá Jökulsárlóni, á tiltölulega stuttum tíma á þessu svæði.

Voandi verður þetta gos ekki til þess að valda búsifjum á Suðurlandi, nóg er komið af slíku í bili, en tíminn er erfiður fyrir bændur á svæðinu þar sem sauðburður er víðast hvar í fullum gangi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mjög öflug gosstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ráðherrann staddur á Júpiter ?

Afar fróðlegt að vita að " venjulegt fólk " hafi ekki orðið fyrir eignabruna.

Er ráðherrann að tala um almenning í landinu eða alþingismenn ?

Hvaða hluti landsmanna er venjulegt fólk og hver ekki ?

Er það " óvenjulegt fólk " sem varð fyrir eignabruna og hvernig skilgreinir ráðherrann það hið sama atriði.

Sé ekki betur en firring sitjandi ráðamanna hafi náð nýjum hæðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ekki hjá venjulegu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að taka upp samgöngur með hestum, og róa á árabátum ?

Hver vissi það nú ekki að óhóflegur akstur væri óhagkvæmur á hverjum tíma sem og sóun á gæðum jarðar, EN, hvað er óhóflegur akstur ?

Hver ætlar að skilgreina hvað er óhóf og hvað ekki, einkum og sér í lagi sé litið til fyrri ákvarðana um vegalengd þá sem fólk má gjöra svo vel að ferðast um vegi landsins til þess eins ef til vill að nálgast þjónustu hins opinbera sem er meira og minna staðsett á einum punkti í Reykjavík.

Eitthvað samræmi væri alveg ágætt í þessu efni millum þeirra sem fara með stjórn landsins á hverjum tíma, en ef til vill væri hægt að fá samþykkt hjá VG þess efnis að aftur yrði horfið til samgangna á hestum og útróðra á árabátum,
hver veit !

kv.Guðrún María.


mbl.is Óhóflegur akstur óhagkvæmur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrustu merki fjármálaráðherrans um bata, felast í spádómum.

" Einn fugl í hendi, tveir í skógi. " svo segir máltækið en fjármálaráðherra vorrar þjóðar telur skýr merki felast í hagspám um betri afkomu.

Skýr merki ættu jú að innifela eitthvað sem til staðar er orðið, eða hvað ?

Þrátt fyrir bjartsýni sé ég ekki að þær launahækkanir sem kjarasamningar innihalda geri nokkurn skapaðan hlut til þess að leiðrétta stöðuna meðan ríkið viðheldur sömu skattastefnu sem keyrir allt niður jafnharðan.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sér batamerki í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju í óskpunum eru rannsóknir svo aftarlega á merinni ?

Það er án efa mikið rétt að rannsóknir skortir á loftmengun og alveg stórfurðulegt miðað við það til dæmis að magn svifryks fer mjög oft yfir heilsuverndarmörk hér á höfuðborgarsvæðinu.

Nú hlýtur að vera til tölfræði þess efnis hvort tíðni öndunarfæra sjúkdóma hafi aukist sjáanlega hjá heilbrigðisyfirvöldum á ákveðnu tímabili, en það er ekki nóg greina þarf hvers konar loftmengun, og segja frá því hver áhrif hennar kunna að vera á heilsufar manna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óvíst með áhrif á hjartasjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megum við fá meira að vita um þetta mál, takk fyrir.

Ég verð að játa það að ég hefi ekki enn gefið mér tíma til þess að kynna mér áhrif mengunar af brennisteinsvetni en veit eins og aðrir íbúar hér á höfðuborgarsvæðinu að brennisteinsfnyk leggur yfir svæðið í ákveðinni vindátt, af virkjanatilstandi því sem orðið er til í nágrenninu.

Ég hvet viðkomandi aðila hvort sem um er ræða Heilbrigðisyfirvöld á höfuðborgarsvæði ellegar Orkuveituna að upplýsa um mengun sem slíka, og möguleg áhrif hennar á heilsu manna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áhrif brennisteinsvetnis vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta grein laga um fiskveiðistjórn í nýju frumvarpi og núverandi lögum.

Fleiri orð í lögum en fyrir hafa verið um sama atriði, er eitthvað sem er þyrnir í mínum augum.

Mér er ekki mögulegt að sjá betrumbætur á fyrstu grein laga um fiskveiðistjórn í nýju frumvarpi rikisstjórnarinnar þess efnis.

Núgildandi lög eru með fyrstu grein sem hér segir.

" Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Í hinu nýja frumvarpi ríkisstjórnar er þetta útgáfan.

"Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru auðlind í óskoraðri þjóðareign. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindarinnar. Veita má einstaklingum eða lögaðilum tímabundinn rétt til afnota eða hagnýtingar á auðlindinni gegn gjaldi. Óheimilt er að selja auðlindina eða láta varanlega af hendi.
Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda og gerð samninga um nýtingarleyfi á aflaheimildum samkvæmt lögum þessum myndar á gildistíma samninganna tímabundinn nýtingarrétt, með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum og samningum, en hvorki beinan né óbeinan eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "

Svo mörg voru þau orð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frumvörpin lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu djúp er gjáin milli þings og þjóðar í Evrópusambandsmálinu ?

Það er alvarlegur álítshnekkir fyrir okkur Íslendinga, ef svo er komið að einn stjórnmálaflokkur geti róið af stað með aðildarumsókn að Esb, í krafti naums þingmeirihluta án þess að spyrja þjóðina um vilja til þess arna.

Aðildarumsókn sem verði síðan felld með álíka meirihluta þjóðarinnar og greiddi atkvæði i Icesaveþjóðaratkvæðagreiðslunni um daginn, eftir að búið er að kosta miklum fjármunum við það að sitja að samningagerð af hálfu aðila innan lands sem utan.

Ég hlýddi á viðtal við Þorvald Gylfasaon stjórnlagaráðsfulltrúa í dag á Útvarpi Sögu, þar sem sá hinn sami ræddi um það að nauðsynlegt væri að setja inn ákvæði í stjórnarskrá er heimilaði það fullveldisafsal sem innganga í Esb, þýddi ef af yrði.

Þar skýtur ansi skökku við hvað varðar lýðræðislega meðferð þessa máls að mínu viti , þ.e að stjórnlagaráð hyggist aðlaga hugmyndir um stjórnarskrá fyrir, hugsanlega einn stjórnmálaflokk sem vill ganga í Evrópusambandið er situr nú við stjórnvölinn.

Hefur Alþingi umboð þjóðarinnar í þessu máli eða ekki ?

Um það snýst spurningin.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband