Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Hið pólítíska skak og rifrildi...
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Það var gaman að heyra forseta vorn ræða málin, meðal annars um hið pólítiska skak og rifrildi sem tíðkast hér á landi, sem sannarlega er þjóðaríþrótt þar sem hver um annan þveran, slær sjálfan sig til riddara á hringtorgi gaps og gífuryrða.
Gallinn er bara sá að fjölmiðlar rýna litið sem ekki neitt í þessa íþrótt enn sem komið er þótt vissulega væri ástæða til, þar sem lestur milli línanna væri oft æði fróðlegur í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Kærleikurinn heldur í hönd sannleikans.
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Aldrei verða of mörg tækifæri nýtt til þess að auka vegu kærleika milli manna, og þetta framtak eitt af því hinu sama og ber að þakka.
Sannleikurinn heldur fast í hönd kærleikans, þar sem hin sanna umhyggja gagnvart öllu sem lifir og hrærist í veröld vorri, byggist á því að koma fram klæddur eins og maður er hverju sinni og segja aldrei meira um einhvern við næsta mann en hægt er að segja við hann sjálfan.
Með öðrum orðum , virða náungann eins og sjálfan þig.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kærleikur í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vandræðablær er rétta orðið.
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Það var mjög fínt að fá Ólaf Ragnar í viðtal um málin í Silfur Egils, þar sem hann lýsti meðal annars ágætlega stjórnlagaþingskosningunum, með þeim orðum að einhver vandræðablær hafi verið yfir öllu saman.
Að öðru leyti var viðtalið við forsetann fínt og upplýsandi um hin ýmsu mál.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stjórnarskráin þarf að vera skýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmaðurinn þekkir ekki sín mörk.
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Gera verður ákveðnar kröfur til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, meðal annars að þeir hinir sömu þekki mörk siðferðis ummæla af sinni hálfu.
Það gerir þingmaðurinn ekki í þessu tilviki og gæti allt eins hafa útskrifað síg sjálfan úr pólítik með þessum ummælum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segi mútur og skrifa mútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju með sigurlagið.
Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Ég óska Þórunni Ernu og flytjendum til hamingju með árangurinn, en lagið er mjög gott lag með gleði í farteskinu, og verðug minning manns sem féll frá fyrir aldur fram og lagði lið sitt tónlistarlífinu í landinu.
Blessuð sé minning hans.
Það var annars einkennandi fyrir þetta ár að þar voru öflugir söngvarar eins og Magni, Jóhanna og Jogvan, og fleiri, en lag Halla Reynis var mjög fínt og hefði allt eins getað verið sigurlag, þar sem sömu gleði var að finna og í sigurlaginu.
Óska laginu góðs gengis í keppni þjóðanna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Aftur heim sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég vil sjá hver stendur að þessari undirskriftasöfnun, áður en ég skrifa undir.
Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Ég vil sjá hver stendur fyrir undirskriftasöfnun þeirri sem nú er í gangi, áður en ég skrifa undir, einfaldlega vegna þess að mér er ekki sama hverjum ég fel að ganga þar erinda minna.
Mín skoðun er sú að áður en söfnun sem slík fer af stað skuli kynning á því hver stendur fyrir því hinu sama vera til staðar, líkt og venja hefur verið áður í álíka söfnun undirskrifta.
kv.Guðrún María.
![]() |
Undirskriftir gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við rannsóknir á mengun í matvælum ?
Laugardagur, 12. febrúar 2011
Það er náttúrulega afskaplega fínt fyrir þá sem vilja íslenskan landbúnað út úr korti og innflutning frá Evrópusambandslöndum á matvælum að búa til úlfalda úr mýflugu og magna upp umræðu um díoxínmengaðar afurðir hér á landi vegna sorpbrennslu vestur á fjörðum.
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framhaldi þessa máls í ljósi þess hve litlar rannsóknir liggja til grundvallar enn sem komið er.
kv.Guðrún María.
![]() |
Díoxínmengun fréttist víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óheppileg ummæli utanríkisráðherra í Vilníus.
Laugardagur, 12. febrúar 2011
Það er afar óheppilegt að utanríkisráðherra skuli láta hafa eftir sér eitthvað um mál sem ekki er enn afgreitt á Alþingi, hvað þá varðandi afstöðu forseta um málið varðandi vísun í þjóðaratkvæði.
Svo virðist sem ráðherrann geri sér ekki grein fyrir því hve mikil andstaða er við þetta mál hér á landi ekki hvað síst hjá yngri kynslóð þessa lands sem er ekki tilbúin til þess að taka á sig skuldbindingar af misviturlegum rekstri einkabanka í góðærinu.
Einkabanka sem átti að fara á hausinn ef ekki gæti staðið við sínar skuldbindingar, en ALDREI skyldi lenda á skattgreiðendum þessa lands að taka fallið af.
Það atriði að reyna að afgreiða þetta mál " pólítiskt " til þess að komast inn í Evrópusambandið jafngildir þvi að sá flokkur sem hefur það hið sama á stefnuskránni mun útskrifa síg sjálfkrafa úr íslenskri pólítik að mestu leyti til framtíðar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Icesave samþykkt í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er komið miklu meira en nóg af svona aðferðum, Jóhanna Sigurðardóttir !
Laugardagur, 12. febrúar 2011
Núverandi valdhafar þ.e ríkisstjórn landsins sem situr við stjórnvölinn er kosin til þess að taka ákvarðanir um stefnu i atvinnumálum , EKKI að drepa málinu á dreif, í einhvern " samstarfsvettvang " líkt og hér er á ferð.
" Samstarfsvettvang " með sömu aðilum og sitja nú í pattstöðu þróunar atvinnulífs, líkt og slíkt sé líklegt til framfara....
Því til viðbótar á að fá " SERFRÆÐINGA .. " hjálpi mér allir heilagir, því það sem út úr þessu kemur verður kostnaður nefndastarfa hring eftir hring sem skattgreiðendur mega gjöra svo vel að greiða.
Á meðan situr ríkisstjórn og bendir á nefndina sem án efa eru bundnar vonir við að skili niðurstöðu sem örugglega ekki kemur fyrir enda þessa kjörtimabils.
Bull.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samstarf um atvinnumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun þessi ákvörðun kosta skaðabótamál af hálfu framkvæmdaaðila ?
Laugardagur, 12. febrúar 2011
Stjórnvaldsákvarðanir eru vandasamt mál, ekki hvað síst þegar um er að ræða þau atriði sem lúta að þáttum sem tefja kunna framkvæmdaþætti verkefna sem tekin hefur verið ákvörðun um að vinna skuli.
Ég ætla rétt að vona að við skattgreiðendur sleppum frá því að greiða fyrir þá stjórnvaldsákvörðun sem nú hefur verið dæmd ógild, en tíminn mun leiða það í ljós.
Það breytir því hins vegar ekki að sjálfsagt er að hafa skýr ákvæði um það í lögum hver greiðsluþáttaka framkvæmdaðila skal vera um framkvæmdir sem slíkar til handa hinu opinbera á hverju stigi mála.
kv.Guðrún María.
![]() |
Svandís segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |