Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Gott mál, ef til vill athvarf fyrir fiskistofna.
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Það skyldi þó aldrei vera að þessi togari ætti eftir að skila ungliðun í fiskistofnum, þar sem hugsanlega gæti hafa verið trollað allt út í eyðimörk á svæðinu, hver veit ?
Því hefur nefnilega verið haldið fram að betra sé að sökkva gömlum skipsflökum á hafsbotn þar sem lífríki sjávar hefur einhverra hluta vegna lotið í lægra haldi fyrir aðferðum mannsins og afkastagetu tækja og tóla.
Þar skapist skilyrði fyrir fiskistofna til hrygningar.
kv.Guðrún María.
Ónýtur togari sökk við Suðurland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerist ef forseti synjar eða segir já ?
Laugardagur, 19. febrúar 2011
Taki forseti vor þá ákvörðun að vísa þessu máli til þjóðarinnar verður um þá ákvörðun almenn ánægja, en ekki hjá forystumönnum flokka í ríkisstjórn landsins, sem að öllum líkindum gætu beint spjótum sínum að forsetanum sem og að tala niður þáttöku í slíkri atkvæðagreiðslu, líkt og gerðist í upphafi árs 2010.
Taki forseti hins vegar þá ákvörðun að staðfesta lagasetninguna, mun rísa óánægjubylgja um þjóðfélagið, en ráðamenn ríkisstjórnar kynnu að taka upp á því að ræða um mikilvægi forsetaembættisins í kjölfarið.
Verði málinu vísað til þjóðarinnar og þjóðin segir nei, hvað gerist þá ?
Jú málið fer að hluta til á núllpunkt til Breta og Hollendinga, þar sem næstu skref yrðu þeirra hinna sömu um það atriði að reka mál þetta fyrir dómstólum, ellegar yrði farið fram á enn nýjar samningaviðræður. Ekki er óhugsandi að Evrópusambandið kynni að beita sér í málinu með einhverju móti.
Ef niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslu yrði sú að þjóðin segði já við þessum samningi myndu allir hlutaðeigandi aðilar að öllum líkindum verða að sætta sig við þá hina sömu niðurstöðu mála að takast á við skuldbindingar þessar sem þar er um að ræða.
Mögulegt er hins vegar að núverandi ríkisstjórnarflokkum detti í hug að segja af sér ef forseti synjar lögunum staðfestingar sem aftur þýddi þá boðun þingkosninga.
Mínar vangaveltur.
kv.Guðrún María.
Erfitt og flókið mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð og réttmæt ábending um lélega stjórnsýsluhætti.
Föstudagur, 18. febrúar 2011
Það skiptir alla máli hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki hvort stjórnvald svarar erindum svo ekki sé minnst á ákvörðun sérstakra nefnda, innan ramma laga sem sett hafa verið.
Stjórnsýslu og upplýsingalög voru mikil réttarbót á sínum tíma en gallin við þau er skortur á viðurlögum við því að fara ekki eftir þeim, sem tíðkast hefur því miður eins og hér er bent á.
kv.Guðrún María.
Úrskurðarnefnd virðir ekki lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er forysta Sjálfstæðisflokksins samferða flokksmönnum sínum ?
Föstudagur, 18. febrúar 2011
Hin mikla kúvending forystu Sjálfstæðisflokksins í Icesavemálinu virðist haldast í hendur við áhuga nokkurra þingmanna flokksins á aðild að Evrópusambandinu, flóknara er það ekki að sjá má.
Ég get ekki betur séð en flokkurinn eigi í alvarlegri forystukreppu þar sem ferðalag formannsins frá landsfundarsamþykktum eigin flokks, ásamt nokkrum þingmönnum sem hafa mikinn áhuga á aðild að Evrópusambandinu, kunni að leiða til uppstokkunar á þeim bæ er fram líða stundir.
kv.Guðrún María.
Sjálfstæðismenn í Kópavogi skora á forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30 þingmenn treystu þjóðinni til þess að taka ákvörðun í þessu máli.
Fimmtudagur, 17. febrúar 2011
Nær helmingur alþingismanna treystir þjóðinni til þess að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjustu útgáfu af Icesavesamningnum.
Einn flokkur sker sig úr varðandi atkvæði þessi, Samfylking, þar sem ENGINN, þingmanna þess flokks gat greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er sérstakt og skyldi skrifað og skráð í sögubækurnar.
Ég treysti forseta vorum til þess að vega og meta mál þetta en hann er nú kominn með nokkra reynslu varðandi mat á því hvenær leggja skuli mál í dóm þjóðarinnar.
kv.Guðrún María.
Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Offarsvinnubrögð sitjandi valdhafa í Icesave málinu, sem aldrei fyrr.
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Menn hafa ekki lært nokkurn skapaðan hlut enn sem komið er, það er rétt hjá Sigmundi Davíð, og hvernig ætti sama fólk og sat í ríkisstjórninni fyrir hrunið að vera þess umkomið að umbreyta vinnubrögðum hvers konar ?
Það er áleitin spurning í þessu sambandi.
Núverandi ríkisstjórnarflokkar og forkólfar þeirra hafa varla eytt einu orði opinberlega til þess að sannfæra almenning í landinu um ágæti þess frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu, líkt og þess þurfi ekki.
Samtal við þjóðina var gífurlega mikilvægt á " Þjóðfundi " en ekki núna.
Stjórnlagaþingskosning hefur verið ógilt fyrir dómstólum, ásamt annarri ógildingu stjórnvaldsákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar, sem er ansi mikið í því sambandi.
Valdið er vandmeðfarið og það eitt ætti þessi ríkisstjórn að hafa komist að á setutíma sínum.
kv.Guðrún María.
Ég var staddur heima að borða fisk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei, ekki þú Steingrímur, bara Mörður....
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Auðvitað átti ráðherrann við " mútur " annað er orðhengilsháttur í þessu sambandi og sjaldan hefur betur komið í ljós hin mikla og hatramma umhverfisöfgapólítik sem rekin hefur verið hér á landi um tíma, þar sem menn fella nú grímuna.
Það hlaut að koma að því.
kv.Guðrún María.
Talaði aldrei um mútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþingismenn ígrundi afstöðu sína alvarlega í þessu máli.
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Að mínu viti er spurningin um það að standa saman um að vísa þessu máli til þjóðarinnar, afar einföld, vegna þess að málið ER hjá þjóðinni og því skyldu alþingismenn allir ígrunda það atriði að standa vörð um virðingu þingsins og eigið hlutverk í því sambandi.
Skil reyndar ekki hvers vegna viðkomandi þingmaður getur ekki staðið við eigin sannfæringu í nefndastörfum jafnt sem í atkvæðagreiðslu í þingsal, en hvoru tveggja er starf hans sem þingmanns.
kv.Guðrún María.
Tekur afstöðu í þingsalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesavemálið er enn hjá þjóðinni.
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Forseti vísaði málefni Icesave til þjóðarinnar og þjóðin sagði NEI.
Hvaða leyfi hafði ríkisstjórnin til þess að semja um það hið sama við aðrar þjóðir að nýju eftir það ?
Hvar liggur hið stjórnskipulega vald millum annars vegar synjunar forseta á lögum um eitthvað eitt málefni sem vísað er til þjóðar og þjóðin hafnar, og þess valds hins vegar sem sitjandi valdhafar taka sér að semja um mál þetta að nýju, þrátt fyrir synjun þjóðarinnar ?
Sitjandi valdhafar ættu að sjálfsögðu að hafa haft vit á því að innifela endurkomu sína að þessu sama máli með því móti að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri hluti af því hinu sama í frumvarpi sem nú liggur fyrir þingi.
Að öðrum kosti er eins víst að ný rannsóknarnefnd muni líta dagsins ljós um mál þetta allt þar sem fleiri en einn gætu komið til skoðunar í því efni er fram líða tímar.
kv.Guðrún María.
Á fjórtánda þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Getur Matvælastofnun tekið kjöt af markaði, innan viðmiðunarmarka um mengun ?
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Þessi frásögn sauðfjárbóndans Kristjáns Ólafssonar í Engidal er mjög fróðleg, þar sem honum hefur verið gert að taka kjöt af markaði sem er langt innan viðmiðunarmarka um díoxínmengun, þar sem kvarðinn 3, eru viðmiðunarmörk en sú mengun er mælist hjá honum 0,15.
Hefur Matvælastofnun valdheimildir í lögum, til þess að taka kjöt af markaði, innan viðmiðunarmarka, og hvar er þær að finna ?
Það væri mjög nauðsynlegt að fá skýringar af hálfu stofnunarinnar um þetta mál.
kv.Guðrún María.
Kjöt tekið af markaði þó díoxín hafi ekki mælst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |