Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við rannsóknir á mengun í matvælum ?

Það er náttúrulega afskaplega fínt fyrir þá sem vilja íslenskan landbúnað út úr korti og innflutning frá Evrópusambandslöndum á matvælum að búa til úlfalda úr mýflugu og magna upp umræðu um díoxínmengaðar afurðir hér á landi vegna sorpbrennslu vestur á fjörðum.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framhaldi þessa máls í ljósi þess hve litlar rannsóknir liggja til grundvallar enn sem komið er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Díoxínmengun fréttist víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Guðrún.

Vissulega er rétt að skoða hversu mikil þessi mengun er orðin í matvælum hér á landi. Hefði náttúrulega átt að rannsaka það strax og grunur vaknaði, hugsanlega var það gert, en niðurstaðan ekki nógu "heppileg" fyrir þá sem hæst láta.

Það væri einnig gaman að fá samanburð á samskonar mengun, rannsakað á sama hátt, í öðrum Evrópulöndum.

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var öllu sorpi eytt við opinn eld á opnum sorphaugum. Aldrei var talað um mengun vegna þessa, nema af foki frá þessum stöðum og oft óbærilegri lykt. Þá var vargfuglinn duglegur við að bera rusl af þessum sorphaugum. Þetta er að vísu fyrir minni þeirra sem hæst láta nú.

En hvað skal gera? Ef ekki má brenna sorp er ekkert eftir nema urðun. Enginn vill hafa slíka starfsemi nærri sér og þurfa mörg sveitafélög að eyða miklum fjárhæðum í flutning á sorpi langa leið, auðvitað lendir sá kostnaður á fólkinu sem býr í þessum sveitafélögum.

Nú er farið að agnúast í urðunarsvæði Reykjavíkur í Álfsnesi, vegna þess að nýlega var skipulagt byggingarsvæði nærri þeim. Íbúar sem þar búa eru ósáttir við lykt frá urðunarsvæðinu.

Það er vandlifað. Ekki kæmi á óvart þó ESB sinnar telji að þetta vandamál, eins og öll önnur, leysist við inngöngu í ESB.

Sorp er órjúfanlegur hluti samfélagsins. Því þarf að eyða. Hvaða aðferð er best veit ég ekki, en vissulega er það ekki gert nema það hafi einhver áhrif á umhverfið.

Enn hefur enginn fjölmiðill komið fram með skilgreiningu á hversu mikil díósínmengun þarf að vera til að hún hafi áhrif á mannslíkamann, einungis hrópað að farið sé yfir einhver mörk sem sett hafa verið. Eru þau mörk raunhæf? Eru þau og lág? Eða eru þau kannski of há?

Það læðist að manni sú hugsun að verið sé að nota þetta mál til að gera lítið úr þeim hreinleika sem einkennir alla matvælaframleiðslu á Íslandi.

Gunnar Heiðarsson, 12.2.2011 kl. 07:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur Guðrún María, sett í þetta samhengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2011 kl. 08:02

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Því miður er ýmislegt hjá okkur annað hvort í ökkla eða eyra ekkert þar á milli og þegar eittthvað mál dúkkar upp eins og þetta sem menn ættu auðvitað að hafa vitað um fyrir löngu síðan, þá verður mýfluga að úlfalda.

Eftirlitsstofnanir hins opinbera hér á landi ættu að sjálfsögðu að hafa á hraðbergi staðla um slíka mengun þar sem almenningur gæti séð stöðu mála hvarvetna.Ég bíð eftir því að menn mæli díoxinmengun á höfuðborgarsvæðinu af völdum svifryks, sem skyldi þó aldrei vera að yfirtoppaði ýmislegt sem enn hefur verið rætt um. Hver veit !

Það er ljóst að þörfin fyrir betri upplýsingar er fyrir hendi sannarlega.

Þakka þitt innlegg og einnig þakka ég þér Cesil þitt innlegg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.2.2011 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband