Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Um daginn og veginn.
Föstudagur, 11. febrúar 2011
Ég byrjaði að vinna nú fyrsta dag febrúarmánaðar eftir slysið sem var í byrjun nóvember.
Það var gott að koma í vinnu að nýju en orkan er hins vegar ekki meiri en svo að ég mátti endurmeta stöðuna og hvíla mig en vona að ég fái orku að nýju og sú hin sama orka byggist upp í stað þess að standa í stað.
Allt hefur sinn tíma og tíminn er afstæður hvað það varðar að vilja geta gert meira en maður getur, en það að meta og vega sína líkamlegu getu til verka er stundum snúið þar sem maður verður að gjöra svo vel að taka því að vera ekki eins og maður vill vera hverju sinni.
Sjúkraþjálfun er áfram enn um sinn en ég fer í vinnu eftir helgi og vona innilega að það gangi upp að geta unnið á ný.
kv.Guðrún María.
Hvað mun það taka langan tíma og fjármuni að sýkna Geir ?
Föstudagur, 11. febrúar 2011
Ekki dettur mér í hug að fulltrúar þeir sem sitja í Landsdómi muni finna Geir H.Haarde, einan ábyrgan fyrir ákvörðunum í efnahagslífinu í kjölfar hrunsins, varðandi það að þar muni finnast einhver sektarákvæði.
Í ljósi þess vakna spurningar um tilstand allt í raun.
Það breytir því ekki að það var Alþingis að taka ákvörðun um slíkt þar sem meirihlutinn fann ekkert að sínum mönnum sem nú sitja við valdatauma, sem má segja að sé " eðli máls samkvæmt.... " því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gengið frá skipan í Landsdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atkvæðamikill febrúarmánuður með veðurham.
Föstudagur, 11. febrúar 2011
Mér fannst nú nóg um veðurhaminn í síðustu lægðinni en veðurfræðingar voru sannspáir um þá hina sömu.
Nú segja þeir þessa hafa meiri vind meðferðis hér um slóðir sem sannarlega er lítt skemmtilegt en auðvitað vonar maður að það verði minna.
Ég ákvað hins vegar að líma band í stóru gluggana hjá mér núna sem standa áveðurs, en ég hef einu sinni áður gert það þá þegar mér leist ekki á veðurham fyrir tveimur árum sennilega, en ég er á efstu hæð í fjölbýlishúsi, sem tekur veðurham nokkuð á sig.
Vasaljós og batterísútvarp fannst einnig á bænum, en fyrirbyggjandi ráðstafanir varðandi slíka veðurspá, saka ekki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Björgunarsveitir viðbúnar útköllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sérstaða Íslands til matvælaframleiðslu til lands og sjávar útilokar aðild að Evrópusambandinu.
Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Það er alveg óhætt að draga aðildarumsókn að Esb til baka, því það er og hefur verið ljóst að íslenskur landbúnaður verður ekki til ef við teljum að innflutningur frá Evrópu muni verða hagstæðari kostur fyrir almenning hér á landi.
Lega landsins og öflun aðfanga við framleiðsluþætti verður ætíð kostnaðarþáttur, sem við getum vissulega dregið úr með góðu skipulagi, en það atriði að flytja landbúnaðarafurðir frá Evrópu til Íslands og leggja mikinn hluta okkar framleiðslu af er hrein heimska, runnin undan rótum markaðsaflanna, annað ekki.
Því fyrr sem menn átta sig á því, því betra.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bændur fái áfram verndartolla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og hvað á að gera við " ruslið " ?
Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Það er ekki nóg að hætta bara að brenna sorp, því auðvitað vantar úrlausnir til úrbóta sem duga til framtíðar.
Væri ekki ráð að reyna enn frekar að flýta flokkun á sorpi, sjálfri hefur mér fundist það ganga of hægt, svo ekki sé minnst á endurvinnsluúrræði hér á landi.
Það hlýtur að þurfa að finna urðunarstaði á landinu og bagga sorp og flytja milli staða ef svo ber undir, annað er ekki í sjónmáli.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skoði að hætta sorpbrennslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðaratkvæðagreiðsla er eðlileg krafa þjóðarinnar.
Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Ef ráðamenn þjóðarinnar skynja ekki þá kröfu að þjóðin greiði atkvæði um þann samning sem fyrir liggur varðandi Icesave, þá eru ráðamenn sambandslausir við sína þjóð.
Hvar eru fulltrúar stjórnvalda þ.e hinir pólítísku fulltrúar sem tala fyrir máli þessu til samþykktar á þingi ?
Hafa þeir komið fram dag eftir dag í ljósvakamiðlum með útskýringar um málið, eða eru þeir í felum ?
Á það kanski að nægja að formaður Sjálfstæðisflokksins, og hluti þingmanna hafi ákveðið að styðja málið og sá hinn sami verji þar mál ríkisstjórnarinnar í landinu sem er á sama tíma ósýnileg ?
Þvílíkur hráskinnaleikur á hinu pólítíska sviði er vandfundinn en fátt kemur svo sem á óvart lengur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur díoxínmengun verið könnuð annars staðar á landinu í afurðum ?
Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Tilhneigingin til þess að draga fram einstök dæmi hér á landi hefur oftar en ekki verið allsráðandi, og afar fróðlegt væri að vita hvort Matvælastofnun hafi gert rannsóknir sem slíkar reglulega af afurðum á hinum ýmsu stöðum á landinu.
Ef svo er þá hlýtur að vera til samanburður í stöðlum og frávikum.
Það er ekki nóg að grunur leiki á slíku, heldur hljóta að vera til rannsóknir sem liggja til grundvallar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Díoxínmengað kjöt fór á markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur þetta eitthvað að gera með Icesave ?
Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Hvað kostar þessi tæknilega aðstoð og í hverju er hún fólgin ?
Einhverra hluta vegna er Icesave það fyrsta sem kemur upp í hugann, en fróðlegt væri að fá nánari útskýringu á því, hvers vegna sambandið tekur þessa ákvörðun nú.
kv.Guðrún María.
![]() |
ESB býður aðstoð við að aflétta gjaldeyrishöftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kominn tími til að standa á sínum rétti, áfram Vestmanneyingar.
Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Því fyrr því betra sem launafólk stendur fast á sínum rétti til leiðréttingar launakjara í landinu.
Því miður er það hið eina baráttuverkfæri sem launamaðurinn hefur til baráttu fyrir kjörum og ég segi áfram Vestmanneyingar, standið á ykkar rétti.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vinnustöðvun samþykkt í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þá vitum við um gjána milli velferðar og fátæktar hér á landi.
Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Því ber að fagna að skýrsla um neysluviðmið líti dagsins ljós, en ansi er ég hrædd um að stórir hópar undrist upphæð hinna dæmigerðu neysluviðmiða einstaklingsins, þar sem raunveruleiki mála er fjarri því hinu sama að ég tel.
Mér hefur löngum verið tíðrætt um verkalýðshreyfinguna og lélega samningagerð á vinnumarkaði en einnig skattkerfi sem hefur virkað á þann veg að hvatinn að þvi að vinna meira hefur ekki verið fyrir hendi, heldur hafa skattar um tíma sett hinn vinnandi mann undir fátækramörk, við það eitt að greiða skatta af vinnutekjum.
Sé það eitthvað eitt sem ætti og mætti vera rannsóknarefni þá er það frysting skattleysismarka á sínum tíma, sem að mínu viti bjó til viðvarandi fátækt ákveðna tekjuhópa, en enn hefur ekki tekist að uppfæra þau hin sömu mörk í samræmi við verðlagsþróun í landinu.
Á sama tíma stóðu fjármálastofnanir galopnar þar sem skuldasöfnun almennings átti sér stað, með tilheyrandi kostnaði og tilheyrandi hlekkjum við skulda og skattagaleiðu kerfisfyrirkomulagsins.
Endurskoðunar er þörf á hinum ýmsu sviðum, svo mikið er víst.
kv.Guðrún María.
![]() |
Viðmið einstaklings 292 þús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |