Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Eini maðurinn sem stendur vörð um hagsmuni launþega.

Auðvitað er það ekki ásættanlegt að einhver samsoðin formúla um samræmda launastefnu skuli vera forskrift frjálsra samninga á vinnumarkaði.

Formúla sem vinnuveitendur hafa ef til vill einnig komið að að sjóða saman, eins fáránlegt og það nú er.

Vilhjálmur fær þakkir mínar fyrir að segja sig frá slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verkalýðsfélag Akraness segir sig frá samfloti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknmál tilverunnar.

Það er ekki ólíklegt að hér kunni að vera um lofsteina að ræða sem lýst hafa upp næturhiminn.

Hins vegar er allt eins líklegt að enginn muni nokkurn tímann geta staðfest nákvæmlega hvað átti sér stað í þessu tilviki sem ýmsum öðrum.

Það er því tilfinning okkar sem gagnvart því hinu sama sem við veltum vöngum yfir einhvern tíma eða ekki.

Forfeður okkar voru duglegri að rýna í alla slíka atburði ef til vill vegna þess að þeir höfðu ekki internetið og alla hina miklu flóru af afþreyingu sem nútímamaðurinn hefur.

Þar var oftar en ekki lesið í óvenjulega atburði sem tákn um eitthvað, og eftir því sem fleiri töldu þetta eða hitt táknið, þýða eitthvað og reyndust sannspáir, því fastari varð trúin um slíkt.´

Það er ekkert að þvi að gefa eigin tilfinningum gaum gagnvart því sem gerist í kring um mann og reyna að ráða í táknmál tilverunnar, innan skynsamlegra marka þó.

Það getur hver og einn ef vill.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sáu ljósbjarma á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun þessi rannsókn skila þjóðinni einhverju ?

Ég hef áður dregið það í efa að þessi rannsókn muni skila þjóðinn einhverju þegar upp er staðið, öðru en kostnaði við þá hina sömu rannsókn, en vissulega mun það koma í ljós, hvort svo verður.

Eitt er víst að þetta er byrjunin, hvað varðar áralanga dómstólameðferð hinna ýmsu mála framundan að öllum líkindum, mála sem engin veit hvort nokkuð kemur til með að skila almenningi í landinu, þegar upp er staðið.

Það skyldi þó aldrei vera að á endanum verði niðurstaðan að leikreglurnar hafi verið ónýtar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfirheyrslur fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega ánægjulegt að tekist skuli hafa að vernda götumyndina.

Í minum huga er það mikilvægt að vernda götumynd Laugavegar, og það atriði að það skuli hafa tekist er eitthvað sem ber að fagna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýuppgerð hús til leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En af hverju, er ekki búið að gera neitt allt þetta kjörtímabil ?

Að öllum líkindum mun vinnan við að finna bestu lausnina í þessu máli taka restina af kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ef ég þekki mitt heimalíf rétt.

Raunin er sú að hefðu menn viljað eða ætlað að gera eitthvað þá voru þær leiðir færar mun fyrr en nú á þessum tímapunkti, og allar yfirlýsingar þess efnis því nokkuð hjákátlegar í ljósi þess.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nokkrar leiðir færar í Magma málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálsar veiðar smábáta, árið um kring, fyrir vestan munu ekki ógna fiskistofnum.

Það er ekkert gífurlega flókið að takmarka sókn smábáta með vélarstærð til dæmis, en það atriði að menn hafi frelsi til þess að sækja sér lífsbjörg úr sjó er eitthvað sem ég tel að allir Íslendingar vilji viðhafa.

Hið gífurlega vanmat sem verið hefur, fyrir hendi, varðandi smærri einingar í sjávarútvegi jafnt sem landbúnaði er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar við í hvoru kerfi fyrir sig, nú í dag sem áður.

Veður og vindar stjórna sjálfkrafa sókn smábáta á miðin, en veiðar með handfæri og línu ættu að vera frjálsar á þessu svæði sem aftur myndi skapa vinnu og virkja samfélög án atvinnu.

Það skyldi þó aldrei vera að menn þurfi að fara að róa á árabátum að nýju og sækja fisk úr sjó, til þess að vera ekki hluti af kerfi sem er svo fast í skipulagi sem ekki tekst að endurskoða landsmönnum til hagsbóta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Neyðarblys á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök ráðherra, að láta hafa eitthvað eftir sér um dómsmál í gangi.

Í fyrsta lagi skyldi forsætisráherra aldrei, frekar en þingmenn, ræða dómsmál í gangi, alveg sama hvaða mál það er.

Í öðru lagi, er yfirlýsing þessi álíka því að þar fari ekki forsætisráðherra landsins sem situr við stjórnvölinn, heldur frekar óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu.

Sjálfsagt er Jóhanna orðin dauðþreytt á landsstjórninni og því argaþrasi sem starf forsætisráðherra inniheldur, en það er eins gott að aðgæta hvað er látið frá sér fara á fésbókinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttarhöldin yfir níumenningunum dapurleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við minnkum eftirspurn eftir olíu.

Helsta verkefni í nútíma samfélögum í kreppu ætti að vera það atriði að efla almenningssamgöngur hvers konar þar sem minnkandi eftirspurn eftir olíu til notkunar á einkabíla væri uppskera af sliku.

Jafnframt er hægt að búa til, ýmis konar skipulag sem getur stuðlað að því að íbúar hafi starfa sem ekki þarf að nota bíl til aksturs með einföldum hvata til þess arna.

Viðbótarávinningur fjárhagslega væri minni kostnaður við endurnýjun og viðhald akbrauta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefna ekki að aukinni olíuframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingin fyrir vilja meirihlutans, er lýðræði.

Því fyrr því betra sem við Íslendingar fáum að taka þátt í því að móta okkar samfélag til framtíðar og þar gildir það atriði að þjóðin fái að segja sína skoðun um hin einstöku mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það innifelur nefnilega einnig ábyrgð þess hins sama sem aftur gerir það að verkum að ákvarðanataka þjóðarinnar um eigin málefni hverju sinni, stendur og fellur með þeirri hinni sömu ákvörðun lýðræðislegs meirihluta.

Það kemur einnig í veg fyrir það að fámennir hópar einstaklinga hampi einhverju málefni til þess að vekja athygli á sjálfum sér eingöngu, án lýðræðislegs meirihluta til þess arna, hvers eðlis sem er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fagna stuðningi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friða þarf landgrunnið innan 50 mílna, hið fyrsta.

Það er ekkert flókið að þegar menn komast upp með það í einu stykki fiskveiðikerfi að trolla upp í fjörur, árum saman þá umbreytir það lífríki sjávar.

Veiðarfærin eru afskaplega langt frá því að vera eins og þau voru í gamla daga heldur eru heldur má líkja umbreytingunni í stærð veiðarfæra við að fólksbíll hafi breyst í flutningabíl.

Sjálfbær og ábyrg fiskveiðistjórn er ekki fyrir hendi þegar raskað hefur verið hlekkjum í lífríki sjávar, með því móti sem hér kemur fram og birtist einnig með fjölgun Máva út um allt uppi á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is 90% af kríuungum hungurmorða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband