Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Já alveg bráðnauðsynlegt að afhenda ályktanir allra handa og senda fréttatilkynningu.
Þriðjudagur, 18. janúar 2011
Þvílík frétt eða hitt þó heldur, að innanflokksmenn afhendi ályktun sín á milli.
En það er ekkert nýtt undir sólinni....
kv.Guðrún Maria.
Fiskveiðiauðlindin verði í þjóðareign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagfræði sem kann að tala, í Silfri Egils.
Mánudagur, 17. janúar 2011
Það var alveg frábært að sjá Elías úr Mosfellsbæ, birta okkur tölulegar staðreyndir á mannamáli um rekstur eins þjóðfélags, fram og til baka, í Silfri Egils í dag, hafi hann góðar þakkir fyrir.
Það er nákvæmlega þessi heildaryfirsýn sem við þurfum á að halda, alltaf til þess að skoða þróun þá sem fyrir hendi er sem og við ákvarðanatöku um framhaldið.
Hin mikla tilhneiging til þess að birta tölulegar upplýsingar sem henta hverju sinni hefur sannarlega verið fyrir hendi í voru þjóðfélagi allt of lengi, þar sem hluti " sannleikans " er matreiddur samkvæmt fyrirfram ákveðnum matseðli þess sem setur slíkt fram.
Þar er það að æra óstöðugan að fylgjast með til dæmis fréttum af slíku töluflóði sem þar á ferð á stundum til þess að ná heildaryfirsýn um eitt samfélag.
Silfur Egils var einstaklega uppfræðandi í dag og það ber að þakka.
kv.Guðrún María.
AFNEMA þarf framsal aflaheimilda úr lögunum um fiskveiðistjórn.
Mánudagur, 17. janúar 2011
Það var í tíð Þorsteins Pálssonar sem sjávarútvegsráðherra að breyting á lögum um fiskveiðistjórn kom til sögu, varðandi það atriði að heimila framsal aflaheimilda millum útgerðaraðila, þ.e, leigu og sölu á slíku, í framhaldinu varð til veðsetning i fjármálastofnunum á óveiddum fiski úr sjó, sem aldrei skyldi orðið hafa hér á landi og orsakaði þvilíka rússneska rúllettu í hagkerfinu að það hálfa væri nóg.
Sökum þess að hið háa Alþingi steinsvaf á verðinum varðandi breytingar til þess að stöðva það sem sjálfkrafa orsakaði eitt mesta byggðahrun hér á landi, og í raun loftbólufjármagn í hagkerfinu við veðsetningu á " óveiddum fiski úr sjó, og dansaði með kerfisbreytingum þessum sem óumbreytanlegum raunveruleika, þá fór sem fór og loftbólan sprakk sem vitað var að myndi gerast hjá þeim sem vildu vita.
Þannig er nú það.
kv.Guðrún María.
Ekkert nýtt í tillögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvor aðilinn ætlar að upplýsa ögn meira um hin " tilteknu skilyrði " ... ?
Mánudagur, 17. janúar 2011
Ég var ekki spurð um það hvort minn lífeyrissjóður mætti nota mitt fé til þess að leggja í Framtakssjóð þann sem nú hefur keypt fyrirtæki í landinu.
Nú les maður það að samkomulag hafi náðst um " eitthvað " milli annars vegar Samkeppniseftirlits hins opinbera, og hins vegar Framtakssjóðs um fyrirtækjarekstur þennan, en " ekki hvað ".
Getur Samkeppniseftirlitið gert samkomulag sem ekki er upplýst um ?
Er kanski eftir að upplýsa um slíkt ?
kv.Guðrún María.
Samkomulag um kaupin á Vestia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég læt mér nægja að mótmæla því sem mótmæla þarf á minni bloggsíðu.
Sunnudagur, 16. janúar 2011
Ég fór á Austurvöll í byrjun október og tók þátt í mótmælum þá, sem mér fannst þá einkennast af samstöðu gagnvart aðgerðaleysi stjórnvalda í skuldamálum heimila og mikil mannfjöldi kom þar að, hins vegar voru nokkrir ófriðarseggir sem fundu hjá sér þörf að skemma og eyðileggja.
Það er aldrei réttlætanlegt, hins vegar er jafn sjálfsagt að mótmæla með friðsamlegu móti hverju því sem fólk kýs.
Því miður finnst mér nokkuð á skorta einhverja skipulagningu mótmæla sem þessara þar sem fólk er bara boðað til að mótmæla " einhverju " ... og enginn veit hvað margir gætu komið ellegar hverju þeir ætla að mótmæla, að öðru leyti en því að einhverjir ætla að lemja tunnur.
Það er kanski eins með okkur Íslendinga varðandi mótmæli og margt annað við lærum frumstæðustu aðferðina og það tekur okkur mörg ár að þróa okkur fram í tímann.
kv.Guðrún María.
Boða til mótmæla á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Akstursskilyrði á veturna.
Sunnudagur, 16. janúar 2011
Ég velti því fyrir mér í dag eftir að heyrt i fjölda sjúkrabíla aka framhjá Reykjanesbrautina, hvort ekki þurfi hreinlega að stöðva umferð á hálum hraðbrautum meðan ekki er búið að salta leiðina.
Sjálf fór ég út skömmu síðar hér innanbæjar í Hafnarfirði og ekki var búið að salta götur en ég mætti saltbílnum á leiðinni.
Akstursskilyrði voru allt að því ómöguleg, og það er ekkert í fyrsta skipti hjá okkur að slíkar aðstæður skapist og örugglega ekki það síðasta.
Er ekki hægt að nota meiri tækni og setja nema við hraðbrautir, þótt ekki væri annars staðar, er mæla frost við jörð, er aftur getur gefið til kynna að óviðunandi færi sé til aksturs frá tíma til tíma ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Víða hálka á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orðagjálfur annað ekki.
Sunnudagur, 16. janúar 2011
Það er ekki nóg að það sé skoðun eins Vestfjarðaþingmanns Samfylkingar úr ríkisstjórnarflokkum að afnema eigi kvótakerfið, ef orðum þeim fylgja engar athafnir og ekki hefur verið hægt að vinna því máli brautargöngu á þingi.
Flokkur sem vill koma fiskveiðistjórninni undir yfirráð í Brussel, og hefur lengst af verið skoðanalaus um málefni þessi, er harla marklaus með gífuryrði hvers konar.
Samstarfsflokkurinn og sá ráðherra sem fer með málaflokkinn sendir bréf til stjórnlagaþings þar sem sá hinn sami, óskar eftir þvi að sett verði ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá, líkt og það sé á hans verkssviði að skipta sér af því hvað þar fer fram, hvað þá að það muni breyta einhverju um aðgerðir þeirrar stjórnar er nú situr.
Þessi ríkisstjórn treystir sér ekki til þess að breyta miklu í þessu máli, þótt látið sé í veðri vaka, enda líður á seinni hluta kjörtímabils.
kv.Guðrún María.
Afnemi kvótakerfið strax í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greiða þarf laun á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu.
Laugardagur, 15. janúar 2011
Staðnað hagkerfi er afleiðing af því að vinnumarkaður hefur komist upp með það atriði að halda launum niðri með lélegum samningum í áraraðir þar sem samkrull verkalýðsforystu annars vegar og forkólfum fyrirtækja hins vegar hafa blandast saman með fjárfestingu lifeyrissjóðanna í atvinnulifinu.
Hagsmunir hins almenna launþega á vinnumarkaði hafa orðið í áttunda sæti c.a, hjá báðum þessum aðilum, því miður.
Og afleiðingin er afar óheilbrigt hagkerfi í hjólastól verðtryggingar ár eftir ár eftir ár.
Launamenn sem ekki komust af í þessu ástandi, voru síðan gerðir að galeiðuþrælum skuldsetningar í bönkum sem stóðu galopnir fyrir allra handa skuldasöfnun fyrir hrunið.
Meira og minna vegna þess að atvinnulífið gat ekki greitt hærri laun, því það þurfti að skila svo miklum arði af starfsseminni og sá arður rann illa eða ekki til starfsmanna fyrirtækjanna.
Mál er að linni.
kv.Guðrún María.
Ný atvinnusókn og bætt lífskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nærtækari verkefni liggja á borðinu fyrir Umhverfisráðuneytið.
Föstudagur, 14. janúar 2011
Kostnaðarsöm stjórnsýsluúttekt aftur í timann skilar engu, hins vegar væri nærtækara verkefni fyrir ráðuneytið að láta fara fram rannsókn á díoxiðmengun af völdum svifryks á fjölmennasta svæði landsins, sem ég tel enn sem komið er falið vandamál.
Það er enginn heil brú í því að mönnum sé heimilt að aka innanbæjar yfir vetrartímann á nagladekkjum, án þess að nokkuð sé að gert til að spyrna við þeirri þróun sem heitið geti.
Sífelldari léleg hreinsun gatna hefur verið til staðar undir formerkjum sparnaðar á þessu svæði undanfarin ár og mengun aukist í kjölfarið, þar sem menn anda að sér þvílíkum óþverra í umferð innanbæjar að það hálfa væri nóg.
Sjúkrahúsvistun vegna heilsufarsvandamála sem tengjast því hinu sama er hlutur sem ekkert hefur verið í gert að rannsaka mér best vitanlega en er löngu tímabært að komi til skoðunar.
Stjórnsýsluúttekt á sorpbrennslum aftur í tímann er því hjómið eitt miðað við áhorf á það sem hér um ræðir að mínu áliti.
kv.Guðrún María.
Vill stjórnsýsluúttekt vegna díoxíns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar slíti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Föstudagur, 14. janúar 2011
Evrópusambandið hefur eignað sér rétt á flökkufiskinum makríl og í ljósi þess að við höfum veitt hann eftir að hann hefur synt hingað, ætlar sambandið að beita okkur þvingunum.
Það breytir engu hvort áhrif þessa eru lítil eða mikil fyrir Íslendinga þ.e löndunarbannið, heldur er það hin pólítíska ákvörðun um þvingun sem taka skyldi alvarlega og bregðast við af hálfu stjórnvalda hérlendis þar sem aðildarviðræður sem í gangi eru hljóta að verða í uppnámi ef stjórnvöld standa sína vakt.
kv.Guðrún María.
Tilkynnt um löndunarbann á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |