Virðingin fyrir vilja meirihlutans, er lýðræði.

Því fyrr því betra sem við Íslendingar fáum að taka þátt í því að móta okkar samfélag til framtíðar og þar gildir það atriði að þjóðin fái að segja sína skoðun um hin einstöku mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það innifelur nefnilega einnig ábyrgð þess hins sama sem aftur gerir það að verkum að ákvarðanataka þjóðarinnar um eigin málefni hverju sinni, stendur og fellur með þeirri hinni sömu ákvörðun lýðræðislegs meirihluta.

Það kemur einnig í veg fyrir það að fámennir hópar einstaklinga hampi einhverju málefni til þess að vekja athygli á sjálfum sér eingöngu, án lýðræðislegs meirihluta til þess arna, hvers eðlis sem er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fagna stuðningi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það innifelur nefnilega einnig ábyrgð þess hins sama sem aftur gerir það að verkum að ákvarðanataka þjóðarinnar um eigin málefni hverju sinni, stendur og fellur með þeirri hinni sömu ákvörðun lýðræðislegs meirihluta.

Rétt hjá þér - en þegar svona er staðið að verki - eingöngu vegna sölu á HS orku - ætlar þá Björk að greiða þær skaðabætur sem kaupandanum mun að sjálfsögðu gera kröfur um og fá.?

Hversvegna var ekki strax gripið inní? Það var beðið eftir ríkinu mánuðum saman en engin viðbrögð. Svo var selt.

Heildarmálið - eig ´þjóðarinnar - allir sammála því þótt færri geti skilgreint það almennilega - "vinda ofan af Magma samningnum" fásinna sem fær varla staðist lög. Ef það stenst lög á eru lögin röng. Þetta á að heita lýðræðisríki þótt erfitt sé að greina það eftir fréttum af VG að dæma en engu að síður. Ríkið var beðið um að koma að þessu máli mánuðum fyrir sölu - en gerði það ekki. Frjálsir samningar á milli aðila eiga að standa.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.1.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það eru margar hliðar á þessu máli Ólafur, það er mikið rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.1.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband