Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Ráðherra sem einblýnir á stærðarhagkvæmnisformúlur heilbrigðismála, skortir sýn.
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Stundum mætti halda að ráðamenn átti sig ekki á því að við Íslendingar teljum ekki fólksfjölda í milljónum talið og munum því verða að aðlaga okkur að því hinu sama, með skipulag allt í heilbrigðiskerfi sem öðrum kerfum mannsins.
Fyrir löngu síðan er BÚIÐ að skilgreina hátæknisjúkrahús annars vegar og grunnheilsugæslu hins vegar, og " þróun í átt til aukinnar sérhæfingar stærri eininga.......... " er því í mínum huga einn bullukollaragangurinn sem líta má úr ranni ráðamanna við ræðuhöld.
Jafnframt eiga bættar samgöngur lítið erindi inn í þróun heilbrigðismála hér á landi hvað varðar fjarlægð milli staða í landi sem er dreifbýlt og það atriði að ætla að kosta þyrluflug milli staða vegna þess að skortur er á nauðsynlegri þjónustu í hinum dreifðu byggðum, sem aftur bitnar á álagi á hátæknisjúkrahúsin er vægast sagt furðuleg aðferðafræði í þessum málaflokki.
Aukinn skilvirkni er hins vegar eitthvað sem hver einasti ráðherra þessa málaflokks ber í raun ábyrgð að að sé sem skyldi á hverjum tíma, jafnt í kreppu sem í góðæri.
kv.Guðrún María.
Heilbrigðismál á krossgötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálsar handfæraveiðar á Suðurnesjum myndu stórbæta ástandið.
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
" Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn að fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.... " svo segir í dægurlagatexta en raunin er sú að sjósókn er svipur hjá sjón frá því sem var forðum daga á Suðurnesjum svo með ólíkindum má telja í ljósi sögunnar.
Hin heimskulega braskvitleysa með veiðiheimildir í formi sölu og leigu aflaheimilda frjálst landshluta milli hefur gert það að verkum að litið situr eftir suður með sjó.
Hörmulegur vitnisburður kerfisfyrirkomulags sem ekki þjónar hagsmunum allra landsmanna með tilliti til þess að hver og einn íslenskur þegn geti sótt sér fisk úr sjó með handfærum og nauðsynlegum útbúnaði til þess arna, sem aldrei mun ógna fiskistofnum við landið en getur skapað verðmæti og vinnu í formi smærri eininga atvinnulífs í landinu.
kv.Guðrún María.
Margir á fundi um atvinnumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabankinn sinnir upplýsingaskyldu við Alþingi.
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Þá vitum við það að fjárlaganefnd hefur fengið að sjá samskipti Seðlabanka hér á landi annars vegar og í Bretlandi hins vegar varðandi Icesave rétt eftir hrunið mikla.
Endurrit er hins vegar ekki sama og hljóðupptaka þar sem þýðing hlýtur að skipta all miklu máli, hins vegar ber að fagna því að þingið skuli hafa fengið upplýsingar sem því ber að mínu viti, hvers eðlis sem eru.
Það skyldi þó aldrei vera að Seðlabankann vanti tæknilegan búnað sem tilkynnir að þetta samtal sé hljóðritað eins og almenningur hér á landi þekkir svo vel í samskiptum við stofnanir hér og þar ?
Veit ekki.
kv.Guðrún María.
Fengu að sjá samtal Davíð og Kings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna í ósköpunum er ekki búið að heimila auknar þorskveiðar ?
Mánudagur, 24. janúar 2011
Í mínum huga var ákvörðun um auknar veiðar úr þorskstofninum ofar en það atriði að auka veiðar úr loðnustofninum, en það er ekki í fyrsta skipti sem maður undrast veiðiráðgjöfina hér á landi.
Flestum ber saman um að það sé að minnsta kosti hægt að auka þorskveiðar um rúmlega 150 þúsund tonn og með ólíkindum að ráðherra skuli ekki enn hafa blandað sér í málið, varðandi þetta magn í aukningu þorskveiða til handa þjóðarbúinu.
Rúmlega þriðjungur þeirrar aukningar ætti að fara í frjálsar handfæraveiðar um land allt.
kv.Guðrún María.
Loðnuveiðar gætu skilað 15 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fínt mál að Samtök atvinnulífsins fari að semja sjálf við landssamböndin.
Mánudagur, 24. janúar 2011
Hvenær hafa menn séð til lands í sjávarútvegsmálum hér á landi ?
Mig rekur ekki minni til þess, burtséð frá því hvert kerfisfyrirkomulagið hefur verið.
Raunin er sú að sjávarútvegsmálin koma frjálsum samningum á vinnumarkaði, nákvæmlega ekki nokkurn hlut við og það atriði að framkvæmastjóri SA, skuli bera slíkt á borð, ber vott um það hve lengi menn hafa ráfað um villtir í markaðshyggjuþokumóðunni hér á landi, og gera enn.
Í raun og veru er framkvæmdastjórinn að ætlast til þess að stjórnvöld beiti forsjárhyggju til þess að hafa áhrif á gerð frjálsra kjarasamninga, annað ekki, því miður.
kv.Guðrún María.
Alþýðusambandið hrökk frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um daginn og veginn.
Mánudagur, 24. janúar 2011
Treysti mér ekki í sjúkraþjálfun á föstudaginn, þar sem ég var svo verksett eftir að hafa gert æfingar á miðvikudeginum.
Æfingar þar sem maður leggst á bakið á svamppúða sem er eins og skorið rör sem nær einungis undir hryggmiðjuna, en maður liggur beinn frá rófubeini upp í höfuð. Síðan á maður að velta sér til hliðanna á þessum púða, en það losar vöðva innst við hrygginn.
Þjálfarinn sagði að þetta væri það sem þyrfti að gerast í þessu ferli, og ekki annað að gera en að hvíla úr sér verkina og halda áfram.
Fór í göngutúr í rigningunni i dag hér í nágrenninu og það var mjög gott, og vona að mér gangi vel á morgun.
Tók eina mynd á farsímann í göngutúrnum, þar sem jólatré var fast í fossi í læknum.
kv.Guðrún María.
Er Seðlabankinn búinn að eyða upptökunni ?
Mánudagur, 24. janúar 2011
Þsð er sérstakt að utanríkismálanefnd skuli ekki getað fengið upplýsingar frá Seðlabankanum um þetta mál, nema sá hinn sami hafi leyfi Englandsbanka til þess hins arna.
Þvílík flækja og vitleysa, var ekki verið að tala um gagnsæi á einhverri hátíðarstundu einhvern tímann ?
Það er hins vegar stórfyndið að sjá flokksmenn Samfylkingar hoppa hæð sína í loft upp um það að " Davíð hafi sagt ósatt... " sem aftur segir manni mikið um límið í þeim flokki, þ.e andstöðu við Davíð persé... .
Þeir sem hingað til hafa ekki reynt Davíð Oddsson af því að segja meira en hann getur staðið við, spyrja spurninga í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
King segist ekki hafa lofað Icesave-afskriftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur vill að íslenskir skattgreiðendur borgi fjármálafimleika markaðsbrasksins.
Mánudagur, 24. janúar 2011
Þetta Icesavemál allt er með hreinum ólikindum, og það atriði að láta ekki á það reyna fyrir dómstólum hvort okkur beri að greiða þessa kröfu, og setjast síðan að samningaborði er eitthvað sem ég, get ekki annað séð en stjórnmálamenn hafi hlaupið á sig með.
Ég hefi enga trú á öðru en að hverri þjóð sem innihélt starfssemi fjármálastofnanna þar sem innistæður töpuðust yrði gert skylt að standa sína ábyrgð í þessu efni hver fyrir sig.
Afstaða Ögmundar nú til þessa máls finnst mér bera vott um pólítiska varðstöðu um sitjandi ríkisstjórnarflokka í landinu, þar sem verulegur afsláttur virðist vera á sannfæringu þingmannsins.
kv.Guðrún María.
Styður Icesave að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fótbolti er nú ekki flókinn leikur.
Sunnudagur, 23. janúar 2011
Það var nú fínt að karlkynið skyldi opinbera fordóma sína í garð kvenmanna, ekki hvað síst varðandi það atriði að velta vöngum yfir eins einföldum leik og fótbolti er.
Hvað þá rangstaða.
Stórfyndið.
kv.Guðrún María.
Konur kunna ekki rangstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var þetta gömul fartölva án hirðis, sem var svona hættuleg ?
Sunnudagur, 23. janúar 2011
Sjaldan hefi ég vitað annað eins bullukollaramál og þetta málavafstur með einhverja " aðskotatölvu " á skrifstofum þingsins.
Að lögregla skuli hafa þurft að eyða tíma sínum í þetta, er hámark vitleysunnar að mér finnst.
Fyrir það fyrsta er þetta væntanlega í lokuðu húsnæði Alþingis hvað varðar skrifstofuhald og yfirsýn yfir hið sama á ábyrgð þingsins fyrst og fremst að sjá má.
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismundandi.
kv.Guðrún María.
Rannsókn stóð í nokkrar vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |