Um daginn og veginn.

Treysti mér ekki í sjúkraþjálfun á föstudaginn, þar sem ég var svo verksett eftir að hafa gert æfingar á miðvikudeginum.

Æfingar þar sem maður leggst á bakið á svamppúða sem er eins og skorið rör sem nær einungis undir hryggmiðjuna, en maður liggur beinn frá rófubeini upp í höfuð. Síðan á maður að velta sér til hliðanna á þessum púða, en það losar vöðva innst við hrygginn.

Þjálfarinn sagði að þetta væri það sem þyrfti að gerast í þessu ferli, og ekki annað að gera en að hvíla úr sér verkina og halda áfram.

Fór í göngutúr í rigningunni i dag hér í nágrenninu og það var mjög gott, og vona að mér gangi vel á morgun.

foss

Tók eina mynd á farsímann í göngutúrnum, þar sem jólatré var fast í fossi í læknum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kv.Guðrún María. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slæmt að heyra Guðrún María mín, vonandi batnar þér fljótlega í bakinu, myndin er skemmtileg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2011 kl. 08:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir góða kveðju Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.1.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband