Ögmundur vill að íslenskir skattgreiðendur borgi fjármálafimleika markaðsbrasksins.

Þetta Icesavemál allt er með hreinum ólikindum, og það atriði að láta ekki á það reyna fyrir dómstólum hvort okkur beri að greiða þessa kröfu, og setjast síðan að samningaborði er eitthvað sem ég, get ekki annað séð en stjórnmálamenn hafi hlaupið á sig með.

Ég hefi enga trú á öðru en að hverri þjóð sem innihélt starfssemi fjármálastofnanna þar sem innistæður töpuðust yrði gert skylt að standa sína ábyrgð í þessu efni hver fyrir sig.

Afstaða Ögmundar nú til þessa máls finnst mér bera vott um pólítiska varðstöðu um sitjandi ríkisstjórnarflokka í landinu, þar sem verulegur afsláttur virðist vera á sannfæringu þingmannsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband