Frjálsar handfæraveiðar á Suðurnesjum myndu stórbæta ástandið.

" Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn að fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.... " svo segir í dægurlagatexta en raunin er sú að sjósókn er svipur hjá sjón frá því sem var forðum daga á Suðurnesjum svo með ólíkindum má telja í ljósi sögunnar.

Hin heimskulega braskvitleysa með veiðiheimildir í formi sölu og leigu aflaheimilda frjálst landshluta milli hefur gert það að verkum að litið situr eftir suður með sjó.

Hörmulegur vitnisburður kerfisfyrirkomulags sem ekki þjónar hagsmunum allra landsmanna með tilliti til þess að hver og einn íslenskur þegn geti sótt sér fisk úr sjó með handfærum og nauðsynlegum útbúnaði til þess arna, sem aldrei mun ógna fiskistofnum við landið en getur skapað verðmæti og vinnu í formi smærri eininga atvinnulífs í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Margir á fundi um atvinnumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband