Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Kjósa rafrænni kosningu á ný.

Stjórnvöld eiga nú þegar að hefja undirbúning að því að endurtaka kosningu til stjórnlagaþings með rafrænu móti, og skipa þriggja manna nefnd sérfræðinga þar að lútandi sem verði hægri hönd Landskjörstjórnar í því efni.

Það mun ekki kosta hundrað tonn af þorski.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosningar kosta 100 tonna þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf Landssamband lífeyrissjóða í landinu ?

Hvað skyldi það kosta sjóðina að hafa sérstakt Landssamband ?

ER þörf á því ?

Hin ótrúlega árátta okkar Íslendinga að búa til yfirstjórnarapparat á alla skapaða hluti er yfirgengileg.

Skyldi það vera nóg að hver sjóður hafi stjórn og framkvæmdastjóri þótt ekki komi til Landssamband....

kv.Guðrún María.


mbl.is Gjaldeyrishöft burt sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur verkalýðshreyfingin lært sína lexíu ?

Hvernig datt mönnum í hug að koma fulltrúum atvinnurekanda upp að borði í stjórnir lífeyrisstjóða í landinu ?

Hvernig ?

Hver ber ábyrgð á hinu gagnslausa samkrulli hinna ýmsu félaga undanfarin ár og áratugi sem engu hefur skilað launþegum í landinu, engu ?

Það tekur þvi ekki einu sinni að tala um einhverja hótun SA, raunin er sú að það er félaganna að semja um laun fyrir hönd sinna umbjóðenda.

Sú er þetta ritar hefur verið á launþegi á vinnumarkaði nú í 36 ár og undanfarna tvo áratugi hafa samningar snúist um lítið sem ekki neitt og oftar en ekki einhvers konar símenntunaráætlanir sem hluta af samningum á kostnað beinna launahækkana.

Á sama tíma hafa skattar einungis vaxið ekki hvað síst þar sem skattleysismörk héldust ekki í hendur við verðlagsþróun árum saman og gera ekki enn þann dag í dag.

Þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur yfirtoppað, allar fyrri hvað varðar alla skatta á almenning í landinu, svo mjög að staðnað hagkerfi blasir við.

Jafnframt hefur yfirstjórn verkalýðsfélaga og allra handa umsýslubákn þar á bæ, litið dagsins ljós, þar sem ofurlaunagreiðslur eiga sér stað umfram verkamanninn sem þó borgar brúsann.

Alþingi sér ekki enn nauðsyn þess að endurskoða lagalega umgjörð og skipulag verkalýðsmála svo sem sjóðasöfnun þá sem heita lífeyrissjóðir, sem notaðir hafa verið og nýttir til þess að braska með um víðan völl með tilheyrandi tapi í markaðsloftbóluævintýramennskunni.

Hér er endurskoðunnar þörf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Almennir launamenn í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fór úrskeiðis og hvað á að gera í þessu máli ?

Það sem fór úrskeiðis í þessu máli skrifast fyrst og fremst á hamagang og læti til þess að framkvæma þessa kosningu á gjörsamlega ómögulegum tíma í íslensku samfélagi, þar sem undirbúningur allur var ekki sem skyldi.

Í raun og veru er ekki við Landsyfirkjörstjórn að sakast varðandi þann hinn sama undirbúning heldur ráðuneyti málaflokksins, hins vegar er framkvæmdaþátturinn verkssvið kjörstjórnanna, þar sem Landsyfirkjörstjórn ber sína ábyrgð.

Ég ber virðingu fyrir Ástráði Haraldssyni formanni landskjörstjórnar en gagnrýni hins vegar pólítiska meirihlutakosningu í kjörstjórnir eftir hverjar kosningar þar sem ég álít að hið pólítiska vald á hverjum tíma eigi að aftengja með öllu framkvæmdaþátt kosninga.

Þessir eiga sæti í Landsyfirkjörstjórn.

"Aðal- og varamenn voru kosnir á þingfundi 11. ágúst 2009. Eftirtaldir einstaklingar sitja í landskjörstjórn:

Aðalmenn:

Ástráður Haraldsson
Bryndís Hlöðversdóttir
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir
Þórður Bogason
Þuríður Jónsdóttir

Varamenn:

Anna Tryggvadóttir
Sigurjón Sveinsson
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Sigurður Kári Árnason
Sólveig Guðmundsdóttir

Á fundi landskjörstjórnar 18. ágúst 2009 var Ástráður Haraldsson kosinn formaður og Bryndís Hlöðversdóttir varaformaður.

Ritari landskjörstjórnar er Þórhallur Vilhjálmsson. "

Mín skoðun er sú að það sem á að gera er að koma í gegn bráðbirgðalagasetningu á Alþingi varðandi það atriði að kosningar þessar verði endurteknar með rafrænum hætti þ.e lykill Ríkiskattstjóra verði nýttur til þess hins arna, þar sem kosningin sjálf er endurtekin með sömu frambjóðendum.

Það er ekki ýkja flókið mál en kostar aðgengi fyrir þá sem ekki skila rafrænt skattframtali.

Aðeins spurning um að þora að taka nýja og ódýrari tækni í notkun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ræddu hugmyndir um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsjárhyggja stórnmálafræðings.

Hér leggur stjórnmálafræðingur það til að gengið sé gegn niðurstöðu Hæstaréttar varðandi ógildingu kosninga, sem ég furða mig á satt best að segja, því ekkert gæti í raun valdið meira uppnámi í máli þessu.

Því miður ber þetta sjónarmið vott um þá gífurlegu forsjárhyggju sem fyrirfinnst.

Ég er honum ósammála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklingar eiga ekki að fá að vita það í apótekinu að ávísuð lyf, hafi verið tekin af markaði.

Raunin er sú að það er margt að í þessum efnum enn hér á landi, og lágmark er til dæmis að læknar fái að vita um það ef taka á lyf af markaði og geti tilkynnt sínum sjúklingum hið sama.

Sjúklingur á EKKI að fá að vita það í apótekinu að lyf sem honum er ávísað af lækni hafi verið tekið af markaði svo ekki sé minnst á það að lyf sem boðið er í staðinn hafi hækkað um tugi prósenta í krónum talið.

Þarna vantar eftirlit og tilkynningaskyldu einhvers konar.

Ég hygg að sparnaður í heilbrigðismálum hafi hins vegar gert það að verkum að kostnaðarvitund er enn ríkari en ella og áhorf á þátt lyfjakostnaðar enn meira en ef til vill hefur verið áður.

Eigi að síður er aðhald nauðsynlegt á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki ástæða til að herða reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst nú væntanlega samsæriskenningasmíðin um Hæstarétt.

Ef ég þekki rétt þá mun nú hefjast upprifjun á samsæriskenningasmíð um Hæstarétt einkum og sér í lagi hjá þeim er voru kosnir á stjórnlagaþingið úr röðum stjórnarflokkana, og forsætisráðherra fór ekki hjá því að gefa tóninn á þinginu.

Það atriði að auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá sem stafur í bók breyti einhverju í framkvæmd laga er hlægilegt. Að öllum líkindum er það ESB málið sem veldur þessum hamagangi ráðherra nú, þar sem stjórnlagaþingið var hluti af ferlinu í aðildarumsókninni.

Sem betur fer voru fimm hundruð frambjóðendur og einungis 25 kjörnir á þetta þing þannig að umræðan kann að verða meira í jafnvægi sem skyldi, en ella og það er fínt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmd kosninga og ábyrgð ríkisstjórnar á framkvæmdavaldinu.

Að vissu leyti má segja að sú er þetta ritar sé hokin af reynslu varðandi framkvæmdaþátt kosninga til þings, sem frambjóðandi þrívegis til þings og einu sinni til sveitarstjórna.

Árið 2003, var að mig minnir kosið eftir breyttu kjördæmafyrirkomulagi en framkvæmdin virtist þá ekki hafa verið á hreinu fyrirfram einkum og sér í lagi vrðandi ferðalag atkvæða millum hinna dreifðu byggða, og misvísandi skilaboð fyrir hendi, en þær kosningar lutu kæru ef ég man rétt varðandi það hið sama atriði. Kæru sem ekki var tekin til greina þá.

Árið 2007, gekk kosningafyrirkomulagið til þings betur fyrir sig en verið hafði árið 2003.

Árið 2009, öðlaðist ég mikla reynslu af þáttöku í samskiptum við yfirkjörstjórnir hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi áherslur milli kjörstjórna voru fyrir hendi hvað varðar gildingu framboðs þess sem ég tók þá þátt í þá , en framboðsmál enduðu fyrir Landskjörstjórn sem á endanum gilti framboðið eftir alls konar sérskilyrði sem kjörstjórnir í Reykjavík settu umfram aðrar kjörstjórnir á landinu.

Misvísandi skilaboð um hin ýmsu skilyrði var eitthvað sem allsendis átti ekki að þurfa að vera fyrir hendi og í raun sjálfsögð og eðlileg krafa að sams konar skilyrði kjörstjórna séu í gildi alls staðar á landinu.

Stjórnvöld á hverjum tíma bera ábyrgð á framkvæmdavaldinu þar með talið kjörstjórnum hvarvetna á landinu, þannig að framkvæmd stjórnlagaþingskosninga sem nú hefur verið dæmd ógild mun skrifast á sitjandi valdhafa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ábyrgð hjá framkvæmdavaldi og landskjörstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Framsóknarflokksins hittir naglann á höfuðið.

Sigmundur Davíð kemur hér fram með það sem nákvæmlega hefur verið rauninn, þ.e. að hér var vaðið af stað í kosningar sem enginn vissi fyrirfram hvernig átti að framkvæma í praxís og haldið áfram með málið í ólgusjó alls konar vandræðagangs.

Jafnframt er það einmitt eins áleitin spurning hvort stjórnarfar í landinu skuli stjórnast af ótta um vinsældatap hvers konar.

Nákvæmlega það atriði er stóralvarleg þróun á stjórnmálasviðinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lætur þingið stjórnast af ótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafðu heiður og þökk fyrir Árni Johnsen.

Þessi tillaga er sannarlega þörf og ég tek ofan hattinn fyrir Árna og öðrum meðflutningsmönnum tillögunnar, þar sem hvoru tveggja er sjálfsagt og eðlilegt að þau lög sem sett hafa verið í landinu séu virt í reynd.

Hvers konar vanhugsaðar tilraunir til þess að reyna að rífa upp rætur menningar hér á landi þar sem kristin trú er þjóðtrú í okkar landi, misbýður meirihluta landsmanna, leyfi ég mér að fullyrða.

Burtséð frá því hvort þjónusta kirkjunnar hafi beðið hnekki eður ei, á einhverjum tíma, þá stendur trúin sem stólpi.

Í kristinni trú er falið umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra, þar með talið trúarskoðunum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband