Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Maðurinn má sín lítils gagnvart náttúruöflunum.

Vitneskja okkar um áhættu hvers konar hefur þróast í áranna rás og öryggisjónarmið og staðlar þar að lútandi gera það að verkum að menn taka ekki óþarfa áhættu varðandi flug á flugstjórnarsvæðum þar sem eldgos með gjósku eru til staðar, alveg sama hvort þar er um að ræða mikla flugumferð eða litla.

Eitt eldfjall á Íslandi getur þannig haft áhrif á ferðalög fjölda manns í einni álfu veraldar, þannig er nú það.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnlausa áróðursmaskínan í pólítíkinni hér á landi.

Hvað skyldi að finna efst í stjórnmálum á málefnin.com, jú þráð um það að forsetinn eigi að segja af sér ritað undir dulnefninu Brecht.

Hér gefur að líta innihald þessa áróðurs sem löngu er kominn tími til þess að draga fram.

"

Sérstakur kafli er í skýrslunni sem fjallar um störf og ábyrgð Ólafs Ragnars Grímssonar, svokallaðs háttvirts forseta.

Í ljósi þess sem þar er birt verður að endurskoða ákvörðun hans um að neita að skrifa undir Icesave-frumvarpið.

Þetta er gerræðislegur, hégómafullur trúður sem ber að segja af sér strax.

Það kom skýrt fram að enginn af þeim sem áttu hlut að máli vegna hrunsins axlaði ábyrgð á gerðum sínum. Það ætti því að verða síðasta verk þessa svokallaða háttvirts forseta að sýna fordæmi og koma sér hið fyrsta í burt af Bessastöðum.
  "
Afar ómálefnalegt eins og oft vill verða undir formerkjum nafnleysis en eigi að síður pólítiskur áróður í garð forseta, þar sem hann skyldi endurskoða ákvörðun um icesave að ósk hins grímuklædda, vegna ádeilu á embættið í skýrslu rannsóknarnefndar.
Forsetinn var hins vegar ekki kallaður fyrir nefndina til skýrslutöku eins og ég nefndi áður í pistli .
kv.Guðrún María.

Hinar vammlausu skilanefndir einstakra banka.......!

Það er nú fint að skilanefndir hafi skilað tugum mála til yfirvalda eða hvað, allt er það spurningin hvað, hvort og hvernig takist að meðhöndla þau hin sömu mál meðan sömu lög gilda og giltu áður fyrir hrunið.

Dómstólar munu væntanlega drukkna í deilumálum allra handa fram og til baka um tugi milljóna ellegar milljarða þar sem eins gæti verið að mál féllu samkvæmt gildandi lögum í landinu, þeim sömu og voru til staðar áður.............................

sem aftur ætti að segja okkur hvað ?

 

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Gögn vegna tuga mála afhent yfirvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgjast þarf með vindátt hvarvetna á landinu, varðandi öskufall.

Ég var að horfa á vefmyndavél mílu við Valahnjúk klukkan að ganga sjö í kvöld, að mig minnir, og svo vildi til að rofað hafði til og vel sást það ofboðslega öskugos sem þar kom til sögu.

Hef ALDREI séð annað eins og það minnti á myndir af Kötlu gömlu, en gífurlegt öskumagn þyrlaðist þar upp í loftið, sem einhvers staðar fellur til jarðar eftir vindáttinni.

Það hlýtur því að skipta máli að fylgjast vel með veðurspám, ef sams konar virkni í gosi þessu verður raunin og setja út diska til að kanna málið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Öskufall berst austur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví kallaði nefndin ekki á forseta til skýrslutöku, eða starfsmenn forsetaembættis ?

Langt og ýtarlegt viðtal sem forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í, á Útvarpi Sögu nú síðdegis, vakti upp spurningar um það hvers vegna rannsóknarnefndin var að álykta um forsetaembættið, þar sem enginn var kallaður fyrir nefndina hvorki forseti né starfsmenn embættisins, og sökum þess hefur embættinu ekki gefist kostur til andmæla áður en skýrslan kom út.

Slíkt verður að telja til ámælisverðra vinnubragða, hvor sem mönnum líkar betur eða ver, og skýtur skökku við miðað við ýmislegt annað sem sýnist vel unnið í þessari skýrslu.

Jafnframt kom forseti þvi á framfæri að um rangfærslur hefði verið að ræða þar sem nefndin hefði villst á mönnum frá Katar en einnig nefndi hann að af 3000 bréfum sem forseti hefði ritað, hefðu 18 verið dregin fram sem dæmi um eitthvað sem nefndin taldi ekki nógu gott.

Því miður virðist umfjöllun um forsetaembættð ekki innihalda sýn á það atriði að " útrásarvíkingar " kunni að hafa notað og nýtt aðkomu forseta án þess að sá hinn sami fengi nokkru um það ráðið.

Nefndin kallaði hins vegar engan til viðtals eins og áður sagði hvorki forseta né starfsmenn embættisins.

því miður.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á ástandi mála, með andvaraleysi.

Samfylkingin jafnt sem aðrir stjórnmálaflokkar þurfa að líta í eigin barm en einnig einstakir þingmenn hvað varðar eigið sjálfstæði varðandi gagnrýni á upplýsingar sem þinginu berast.

Það þarf ekki að líta langt til þess að finna klásúlur i stefnuskrám stjórnmálaflokka um markaðsvæðingu á markaðsvæðingu ofan undanfarna áratugi.

Allir hafa dansað með nær gagnrýnislaust, ekki hvað síst um leið og þingseta er komin til sögu.

Þessa finnast þó undantekningar sem betur fer, en greina verður á milli hvort viðkomandi þingmaður dansar með dægurþrasinu eða þorir að ganga á móti vindinum með gagnrýni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Treysti um of á fyrirliggjandi upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðshyggjuþokumóða stjórnmála og viðskiptalífs, afhjúpuð að hluta í skýrslu.

Útkomin skýrsla um fall bankanna er að mörgu leyti ágæt þ.e það sem ég hefi séð af henni, og þar dregið ýmislegt fram sem mörgum kann að hafa verið hulið í voru samfélagi um þróun mála.

Spurningin er hvort eitthvað muni taka breytingum í kjölfarið og þá hvernig.

Það var vitað mál að hinn íslenski markaður var tálsýn undir þeim formerkjum sem þar var lagt af stað með í upphafi og mörg eru orðin sem farið hafa á blað um þá hina sömu þróun mála af minni hálfu.

Hvers konar gagnrýni á markaðsþróun svo ekki sé minnst á einokunarrisa hér á landi var jafnan kveðin niður sem úrtölur og neikvæðni.

Set hér með nöldur frá 2006 og 2007 af blogginu

 

Og fyrirtækin leika sér í skattalagaumhverfinu.

Föstudagur, 29. desember 2006

Fullt af nýjum fyrirtækjum jafnvel stórrisabissness er stofnað rétt fyrir áramót, af hverju ? Ojú sama gamla sagan að skattgreiðslur eru málið og betra að búa til ný fyrirtæki í lok árs en á því næsta sökum þess að hægt er að " taka nokkur dansspor á skattadansleiknum " akkúrat á þessum tima árs að ég tel. En aðalfréttirnar snúast að venju um það að við föllum á kné og tilbiðjum hinn máttuga markað allra handa , burtséð frá skattumhverfi og skattskilum, afskrifuðu tapi eða öðru þvílíka, sem landsmenn eru að venju ekkert að pæla sérstaklega í á þessum tíma hvort eð er þegar brátt skal flugeldum skotið á loft.

kv.gmaria.

 

Efnahagsmálaumhverfið þarfnast umhverfismats.

Föstudagur, 16. mars 2007

Sem bóndadóttur úr sveit hefði mér ekki þótt það góð lexía að hleypa bústofni út á akra , nautgripum með horn og hala til dæmis , án þess að til staðar væri afmarkað svæði afgirt sérstaklega til hýsingar. Hér á landi varð til hlutabréfamarkaður allt í einu , þar sem fjárfestar hver um annan þveran nær tróðust undir í aðkomu að slíku, án þess þó að til staðar væri ýkja fullkomin löggjöf um markað og samkeppnisumhverfi sem aftur hefur leitt hvað af sér ? Jú frumskógarlögmál og einokun þar sem þeir fjársterkustu ná einokunaraðstöðu í fákeppnismarkaði, með einstökum skilyrðum þar að lútandi. Hið opinbera , stjórnvöld gátu ekki á sér setið meðan slíkur markaður fengi að þróast um stund hvað varðar það atriði að einkavæða allt í einu rikisbanka , símaþjónustu, samgöngur osfrv. með tilheyrandi aðkomu fjársterkra aðila örfárra eðli máls samkvæmt í fámennu landi, þar sem landsmenn einnig hinir fáu máttu gjöra svo vel að borga fyrir þá hina sömu " markaðsþróun " í formi hærri vaxta og verðlags almennt í landinu svo fyrirtækin gætu tekið þátt í markaðslögmálum undir formerkjum hins meinta frelsis. Frelsi þurfa hins vegar að finnast mörk í upphafi því annars fáum við ekki notið þess og það kann að snúast í öndverðu sína ef þau hin sömu mörk skortir í upphafi. Sala ríkisbanka án þess að afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga fylgi þar með samtímis er einn skandall af mörgum en all þýðingarmikill fyrir vora þjóð.

kv.gmaria.

kv.Guðrún María.


Helstu áhyggjur Össurar voru " valdarán " af hálfu Davíðs....

Þetta er nú alveg týpískt þ.e að hafa mestar áhyggjur af valdaráni meðan  Róm var að brenna.

Segir meira en mörg orð um hræðslupólítikina sem Samfylkingin var pikkföst í.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is „Valdarán Davíðs Oddssonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG gekk í sæng með frjálshyggjuöflum SF, hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

Í raun og veru hefur öfgafrjálshyggja í þá veru að ganga í ESB, verið eitthvað sem VG hefur látið yfir sig ganga til þess að komast í valdastóla.

Það er hins vegar stuttur kafli milli öfgafrjálshyggju og ráðstjórnaraðferða sem birst hafa okkur með hinu ýmsa móti frá ríkisstjórn þessa lands, þar sem offar í ríkisforsjá allra handa og miðstýring skal drottna og dýrka hvarvetna, með undirspili óbreyttra aðferða við markaðsskipulag það sem við lýði var fyrir hrun.

Stórskrítin blanda.

kv.Guðrún María.


mbl.is VG í uppgjöri við frjálshyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenju mikið fall á óróa við Goðabungu, en hvað með Kálfafell í Öræfum ?

Ég er ein af þeim sem skoða óróamæla veðurstofunnar fram og til baka, og þetta kom mér á óvart við að skoða undanfarna daga.

kal

Getur það verið að kvika hafi hlaupið austur, spyr sá sem ekki veit ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Eldgosinu að ljúka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband