Hví kallaði nefndin ekki á forseta til skýrslutöku, eða starfsmenn forsetaembættis ?

Langt og ýtarlegt viðtal sem forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson var í, á Útvarpi Sögu nú síðdegis, vakti upp spurningar um það hvers vegna rannsóknarnefndin var að álykta um forsetaembættið, þar sem enginn var kallaður fyrir nefndina hvorki forseti né starfsmenn embættisins, og sökum þess hefur embættinu ekki gefist kostur til andmæla áður en skýrslan kom út.

Slíkt verður að telja til ámælisverðra vinnubragða, hvor sem mönnum líkar betur eða ver, og skýtur skökku við miðað við ýmislegt annað sem sýnist vel unnið í þessari skýrslu.

Jafnframt kom forseti þvi á framfæri að um rangfærslur hefði verið að ræða þar sem nefndin hefði villst á mönnum frá Katar en einnig nefndi hann að af 3000 bréfum sem forseti hefði ritað, hefðu 18 verið dregin fram sem dæmi um eitthvað sem nefndin taldi ekki nógu gott.

Því miður virðist umfjöllun um forsetaembættð ekki innihalda sýn á það atriði að " útrásarvíkingar " kunni að hafa notað og nýtt aðkomu forseta án þess að sá hinn sami fengi nokkru um það ráðið.

Nefndin kallaði hins vegar engan til viðtals eins og áður sagði hvorki forseta né starfsmenn embættisins.

því miður.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þeim fjölgar athugasemdunum við störf og skýrslu nefndarinnar.

Það er þó verulega slæmt því það kastar skugga á þá þætti skýrslunnar sem eru réttir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband