Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hvar er " elliheimili " eldri þorsks og skarkola ?

Veiðar eru stöðvaðar á grunnslóð vegna " fæðingarorlofs " þorksins og skarkolans, en hvar er " elliheimilið " ?

Er það kanski út um öll mið, vegna minni veiða ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Hrygningarstopp færist út í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins orð á blaði.

Alveg er ég undrandi yfir því hve miklar væntingar menn hafa varðandi útkomu þessarar skýrslu, sem er jú orð á blaði um fall banka hér á landi.

Ég fagna því ekki að þurfa að hlusta á fjölmiðla á komandi vikum þar sem þessi ber blak af sínum og hinn af hinum, hér og þar ásamt því að hengdir verða upp sökudólgar til skiptis sem hver túlkar hér og þar með hinni alvanalegu ringulreið og skipulagsleysi fréttaumfjöllunnar.

" The good, bad and the ugly .... "

Næsta víst er að sitjandi stjórnvöld munu þakka sjálfum sér hinn " mikla sannleik " sem þarna skal dreginn fram ekki hvað síst til að vera patt af öllu...

Ef ég þekki rétt verður hér um að ræða sápuóperu sem endist rúmlega mánuð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikil eftirvænting eftir skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún skynjar vilja þjóðarinnar, betur en ráðamenn varðandi Esb.

Það er fátt annað en skynsemi að leggja það til að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þeim kringumstæðum sem uppi eru og afar ánægjulegt að sjá það koma fram hjá fyrrum formanni Samfylkingarinnar.

Össur virðist hins vegar til í það að enda á toppi bifreiðar sem föst er í ánni svo kalla þarf til björgunarsveitir til þess að bjarga úr klandrinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fast skot á Össur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrningarleið var fær fyrir 15 árum, en ekki núna.

Einn og hálfur áratugur en langur tími í þróun mála og það er og verður Akkilesarhæll núverandi stjórnvalda sem nú sitja í ríkisstjórn að hafa ekki látið sig málið varða svo nokkru nemi þá varðandi stefnu í breytingum á fiskveiðistjórninni sem stjórnarandstöðuflokkar.

Því slepptu stjórnmálaflokkarnir Samfylking og VG, til þess að forða sér frá óþægilegu deilumáli, utan þess að tala fyrir fyrningarleið sem nú er dustað rykið líkt og tíminn hafi staðið í stað.

Að öllum líkindum þurfum við Íslendingar erlendan sérfræðing til þess að feta veg breytinga á fiskveiðistjórninni af einhverju viti.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Bitnar á bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefnaneysla er ávísun á heilsutap og kostnað í heilbrigðiskerfinu.

Það er langur vegur frá því að eitthvað sé eðlilegt við það að lesa um það næstum hvern dag að lögregla taki ökumenn undir áhrifum fíkniefna í umferðinni.

Hin viðurstyggilega veröld þessa vágests í líf ungmenna verður aldrei of oft fordæmd, og breytir þar engu hvort um er að ræða cannabis eða þess kemur venjulega í kjölfar cannabisneyslu sem eru örvandi efni til þess að hífa viðkomandi upp úr því að sljógva og lama heilann í áföngum.

Kostnaður samfélagsins af þessum vágesti er gífurlegur hvarvetna og þarf að taka fastari tökum en gert hefur verið til þessa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Með fíkniefni á leið á söngkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir orð forsætisráðherra.

Ég votta pólsku þjóðinni mína dýpstu samúð vegna hinna hörmulegu atburða.

Náin tengsl okkar Íslendinga við Pólverja hafa komið til sögu vegna fjölda þeirra hér á landi við hin ýmsu störf í atvinnulífinu undanfarinn áratug.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lýsir dýpstu samúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkisstjórnin kanski að reyna að slökkva í eldgosinu ?

Það er nú pínulítið hjákátlegt að sjá hugmyndir ráðherra í þessu efni, þ.e varðandi friðlýsingu gosstöðva svo ekki sé minnst á girðingar á svæðinu.

Kanski mætti nota eina kjördæmaviku á þinginu þar sem þingmenn færu í girðingarvinnu,... hver veit !

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Gosstöðvarnar friðlýstar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagasetning á Alþingi og framkvæmd laga.

Nýjir þingmenn eru oft með hugann fullan af hugmyndum um nýja lagasetningu alls konar svo ekki sé minnst á tillögur að nefndum og nefndir ofan sem eiga að skoða hitt og þetta, með það að markmiði að smíða lög á lög ofan.

Við Íslendingar höfum verið of lengi við þá iðju að smíða alls konar lög sem í voru smáa samfélagi hafa verið eins konar hrærigrautur þegar við bætast reglugerðaheimildir ráðherra sem eru mismunandi á hverjum tímapunkti.

Magn laga er ekki það sama og gæði þróunar í einu þjóðfélagi fram á veg, því svo vill til að þau hin sömu lög þarf að vera hægt að framkvæma og orðaflóð fagurrra markmiða í formi laga er til lítils ef framkvæmdin er ekki fyrir hendi.

Sama máli gildir um skýr mörk laga og eftirfylgni aðila allra með þeim hinum sömu mörkum, þ.e, ekki nóg að hafa fjölda stofnanna sem skyldu eiga að sjá um framkvæmd laga ef Alþingi gengur ekki eftir þeirri hinni sömu framkvæmd í reynd.

kv.Guðrún María.


Hvað ætti að koma nýtt fram í skýrslu þessari sem áður var ekki vitað ?

Allur hinn mikli hamagangur varðandi útkomu rannsóknarskýrslu um hrunið, þar sem magnaðar hafa verið upp væntingar um hinn eina stóra sannleika um eitthvað er í mínum huga ofmat.

Í fyrsta lagi hafa fjölmiðlar litið annað gert en að moka fjármálaflór óráðsíunnar, frá hruni, til þess að firra sig ábyrgð á skortinum mikla á gagnrýni er peningar uxu á trjánum.  

Almenningur hefur fengið nóg af slíku og ekki þarf endurtekningu í níu bindum til þess að bæta á þá hina sömu umfjöllun, hvað þá að Alþingi lamist í rifrildi pólítískra flokkadrátta um keisarans skegg fyrr og nú allra handa án niðurstöðu hvað þá breytinga hvers konar.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Undrast dagskrá Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins fjárfesting af viti frá lífeyrissjóðum.

Skyldi það vera nær að sjá einhvers konar fjárfestingar af þessu tagi á vegum lífeyrissjóða, heldur en áhættufjárfestingar í markaðsbraskfyrirtækjum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjórir lífeyrissjóðir fjármagna kaup á þjónustuíbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband