Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
ER það hagur ferðaþjónustu að horfa framhjá áhættuþáttum ?
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Ég er nær orðlaus yfir gagnrýni á Ólaf Ragnar varðandi það atriði að ræða mögulegt Kötlugos, hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að hægt sé að sleppa hluta sannleikans til handa umheiminum bara til að ná ferðamönnum inn í landið ?
Hvað með mat á áhættuþáttum sem hvoru tveggja hljóta og verða að koma til sögu í kjölfar þess sem nú þegar hefur til orðið.
Einu sinni er allt fyrst og það sem ekki hefur gerst síðustu tvö hundruð ár hefur gerst núna og ef mönnum dettur í hug að við getum bara þagað það í hel til þess að selja inn fyrir ferðamenn, þá hygg ég að menn séu á verulegum villigötum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Huggun harmi gegn.
Þriðjudagur, 20. apríl 2010
Það eru góðar fréttir að eldurinn sé kominn upp í raun því við það minnkar mögulegt öskufall á svæðinu sem aftur hefur mikið með það að gera, hvernig verður hægt að takast á við þær afleiðingar sem nú þegar eru til komnar.
Styðja þarf bændur undir Eyjafjöllum svo mest sem verða má í því efni en svæðið er mikið framleiðslusvæði matvæla hér á landi og á sinum tíma ræktuðu bændur undir Eyjafjöllum upp Skógasand til fóðurframleiðslu en heyskapur á þessu stærsta túni landsins var sérstakur þar sem auðveldara var að þurrka hey en áður hafði þekkst með þess tíma aðferðum.
Hver veit nema sú vinna við það hið sama kunni að nýtast bændum í dag eftir þessar hamfarir þar sem sandurinn stendur ögn hærra en hluti af lendum bænda vestar á svæðinu.
Ég bið fyrir Eyfellingum og sveitinni milli sanda, og veit að von, trú og kærleikur mun sigra alla vegu mannsins, hvarvetna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Breytist í hraungos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vaknið Alþingismenn, nema þarf úr gildi heimildir lífeyrissjóða til lækkana, við taprekstur.
Mánudagur, 19. apríl 2010
ALDREI skyldi það hafa verið sett í lög að lífeyrissjóðum væri heimilt að skerða greiðslur til sjóðsfélaga, ef sjóðir væru reknir með tapi, ALDREI.
Ég hefi löngum vitað nauðsyn þess að menn færu að endurskoða starfssemi þessa, en það hafa menn hummað fram af sér eins og svo margt annað.
Síendurteknar skerðingar á sama tíma og innheimt eru iðgjöld með sama móti, gengur ekki og skoða þarf tilgang og markmið í heild.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gildi skerðir aftur réttindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að ritstýra umfjöllun um eldgosið ?
Mánudagur, 19. apríl 2010
Ég verð nú að játa að ekki skil ég alveg hvernig í ósköpunum menn ætla að halda fréttaflutningi af eldgosi í gangi í einhverju jafnvægi þegar fjöldi erlendra fréttamanna er á staðnum að fylgjast með.
Jafnframt er þróun mála óviss, eðli máls samkvæmt.
Auðvitað er mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar hverju sinni en ég taldi það hið sama verkefni á færi Almannavarna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Umfjöllun fjölmiðla í meira jafnvægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattahækkanir hafa lamað hagkerfið.
Mánudagur, 19. apríl 2010
Það skyldi þó aldrei vera að menn verði að viðurkenna klaufaleg viðbrögð varðandi offar skattahækkanna á tímum niðursveiflu.
Slíkt kæmi ekki á óvart.
kv.Guðrún María.
![]() |
Geri tillögur um breytingar á skattkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upp mun rísa úr öskustónni, yndislega sveitin mín....
Laugardagur, 17. apríl 2010
finna litinn fagurgræna,
fegurð ljóma, er sólin skín.
Ég dáist að dugnaði og æðruleysi íbúa undir Eyjafjöllum sem nú þurfa að taka einhverjum mestu síðari tíma hamförum við bæjardyrnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Eins og í hryllingsmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Væntanlega hefur þetta verið inn í áhættumati flugfélaga í rekstri, eða hvað ?
Laugardagur, 17. apríl 2010
Þarf allt þetta flakk ?
Spyr sá sem ekki veit, en auðvitað eru greiðar samgöngur nauðsynlegar , en það sem ekki hefur gerst áður svo sem eldgos er inni áhættumati þeirra sem fylgjast með flugsamgöngum og sökum þess, ætti það einnig að vera inni í rekstarmati flugfélaganna, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Tapa 25 milljörðum á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hin ýmsu öskulög undir Eyjafjöllum.
Laugardagur, 17. apríl 2010
Við vorum að rifja það upp nú í kvöld ég og bróðir minn að sérstaka gerð jarðlags er einmitt að finna á þessu svæði sem hugsanlega gæti tengst gosi úr jöklinum sem varð 1821, en þar er um að ræða allt annan lit en á öðrum jarðlögum og óvenjulega þéttur massi, næstum grár að lit.
Þar fyrir ofan er síðan nær efst vikur úr Heklugosinu 1947, sem finna má á flestum stöðum þar sem grafið er.
Þetta sást einkar vel í nýgröfnum skurðum á sínum tíma, sem maður var auðvitað með nefið ofan í eins og öllu öðru
kv.Guðrún María.
![]() |
Askan gleypti bæina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf öskufall í Reykjavík til þess að ræða eldgosið á Alþingi ?
Föstudagur, 16. apríl 2010
Mér er óskiljanlegt að ekki skuli hafa verið brugðist við ósk þingmanna um að fá að ræða þær náttúruhamfarir sem eiga sér stað í ljósi þess að það er ýmislegt sem þarf að koma fram um þau hin sömu mál og hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að kjörnir fulltrúar almennings til þings fái tækifæri til þess.
Hvað þyrfti að ræða um ?
Til dæmis aukafjárveitingu til Vegagerðarinnar eins og skot til þess að takast á við vegagerð á svæðinu, svo eitt dæmi sé nefnt.
kv. Guðrún María.
![]() |
Aftur kallað eftir umræðu um eldgosið á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forða má frekara tjóni með því að hefjast handa STRAX.
Föstudagur, 16. apríl 2010
Ég tel að nú þegar þurfi að taka ákvörðun um það að reyna að forða frekara tjóni á túnum bænda, með því að styrkja varnargarða og hreinsa skurði til þess að taka nýjum flóðum á svæðinu.
Koma þarf nægilegu magni af tólum og tækjum á svæðið til þess arna og taka þarf ákvarðanir um slíkt hið fyrsta, sem aftur kann að minnka tjón bænda og kostnað viðlagatryggingar þar að lútandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Viðlagatrygging bætir tjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |