Fylgjast þarf með vindátt hvarvetna á landinu, varðandi öskufall.

Ég var að horfa á vefmyndavél mílu við Valahnjúk klukkan að ganga sjö í kvöld, að mig minnir, og svo vildi til að rofað hafði til og vel sást það ofboðslega öskugos sem þar kom til sögu.

Hef ALDREI séð annað eins og það minnti á myndir af Kötlu gömlu, en gífurlegt öskumagn þyrlaðist þar upp í loftið, sem einhvers staðar fellur til jarðar eftir vindáttinni.

Það hlýtur því að skipta máli að fylgjast vel með veðurspám, ef sams konar virkni í gosi þessu verður raunin og setja út diska til að kanna málið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Öskufall berst austur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband