Markaðshyggjuþokumóða stjórnmála og viðskiptalífs, afhjúpuð að hluta í skýrslu.

Útkomin skýrsla um fall bankanna er að mörgu leyti ágæt þ.e það sem ég hefi séð af henni, og þar dregið ýmislegt fram sem mörgum kann að hafa verið hulið í voru samfélagi um þróun mála.

Spurningin er hvort eitthvað muni taka breytingum í kjölfarið og þá hvernig.

Það var vitað mál að hinn íslenski markaður var tálsýn undir þeim formerkjum sem þar var lagt af stað með í upphafi og mörg eru orðin sem farið hafa á blað um þá hina sömu þróun mála af minni hálfu.

Hvers konar gagnrýni á markaðsþróun svo ekki sé minnst á einokunarrisa hér á landi var jafnan kveðin niður sem úrtölur og neikvæðni.

Set hér með nöldur frá 2006 og 2007 af blogginu

 

Og fyrirtækin leika sér í skattalagaumhverfinu.

Föstudagur, 29. desember 2006

Fullt af nýjum fyrirtækjum jafnvel stórrisabissness er stofnað rétt fyrir áramót, af hverju ? Ojú sama gamla sagan að skattgreiðslur eru málið og betra að búa til ný fyrirtæki í lok árs en á því næsta sökum þess að hægt er að " taka nokkur dansspor á skattadansleiknum " akkúrat á þessum tima árs að ég tel. En aðalfréttirnar snúast að venju um það að við föllum á kné og tilbiðjum hinn máttuga markað allra handa , burtséð frá skattumhverfi og skattskilum, afskrifuðu tapi eða öðru þvílíka, sem landsmenn eru að venju ekkert að pæla sérstaklega í á þessum tíma hvort eð er þegar brátt skal flugeldum skotið á loft.

kv.gmaria.

 

Efnahagsmálaumhverfið þarfnast umhverfismats.

Föstudagur, 16. mars 2007

Sem bóndadóttur úr sveit hefði mér ekki þótt það góð lexía að hleypa bústofni út á akra , nautgripum með horn og hala til dæmis , án þess að til staðar væri afmarkað svæði afgirt sérstaklega til hýsingar. Hér á landi varð til hlutabréfamarkaður allt í einu , þar sem fjárfestar hver um annan þveran nær tróðust undir í aðkomu að slíku, án þess þó að til staðar væri ýkja fullkomin löggjöf um markað og samkeppnisumhverfi sem aftur hefur leitt hvað af sér ? Jú frumskógarlögmál og einokun þar sem þeir fjársterkustu ná einokunaraðstöðu í fákeppnismarkaði, með einstökum skilyrðum þar að lútandi. Hið opinbera , stjórnvöld gátu ekki á sér setið meðan slíkur markaður fengi að þróast um stund hvað varðar það atriði að einkavæða allt í einu rikisbanka , símaþjónustu, samgöngur osfrv. með tilheyrandi aðkomu fjársterkra aðila örfárra eðli máls samkvæmt í fámennu landi, þar sem landsmenn einnig hinir fáu máttu gjöra svo vel að borga fyrir þá hina sömu " markaðsþróun " í formi hærri vaxta og verðlags almennt í landinu svo fyrirtækin gætu tekið þátt í markaðslögmálum undir formerkjum hins meinta frelsis. Frelsi þurfa hins vegar að finnast mörk í upphafi því annars fáum við ekki notið þess og það kann að snúast í öndverðu sína ef þau hin sömu mörk skortir í upphafi. Sala ríkisbanka án þess að afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga fylgi þar með samtímis er einn skandall af mörgum en all þýðingarmikill fyrir vora þjóð.

kv.gmaria.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband