Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Útvarp Saga, er íslenskt þjóðarútvarp.
Mánudagur, 21. september 2009
Enginn íslenskur fjölmiðill hefur staðið vaktina eins vel varðandi fjármálahrunið og Útvarp Saga, sem velt hefur hverjum steininum við á fætur öðrum og gerir hvern dag.
Innhringiþættir eins og Útvarp Saga hefur eru lifandi umræða um þjóðmál öll, þar sem almenningur hefur kost á að koma sínum sjónarmiðum beint á framfæri, sem skiptir verulegu máli.
Íslenska tónlist er að finna í dagskrá stöðvarinnar þar sem perlur sem aldrei heyrast annars staðar á öldum ljósvakans hljóma.
Áfram Útvarp Saga, eina þjóðarútvarpið.
kv.Guðrún María.
Gengur ekki upp Steingrímur.
Sunnudagur, 20. september 2009
Það atriði að reyna að stoppa upp gífurlegan fjárlagahalla í talnaleik með ofurálögum sem lama hvoru tveggja heimili og fyrirtæki, gengur einfaldlega ekki upp, það getur hver maður sagt sér.
Án þess að úrræði hafi litið dagsins ljós um niðurfærslu lána.
Án þess að eitthvað hafi litið dagsins ljós sem heitir atvinnusköpun.
Án þess að lokið sé uppgjöri á efnahagshruni eins samfélags.
Gengur ekki Steingrímur.
kv.Guðrún María.
Miklar skattahækkanir í farvatninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takmörkuð fjárhagsaðstoð af hálfu Evrópusambandsins til bænda.
Sunnudagur, 20. september 2009
Evrópusambandið hefur komist að því að landbúnaðarkerfi mjólkurkvóta er ónýtt eftir dúk og disk og lofa bændum " takmarkaðri fjárhagsðstoð ", bændum sem var gert skylt að starfa í svona kerfi vegna ákvarðana er komu frá Brussel.
Eðlilega eru bændur óánægðir og mótmæla sem ég skil afar vel en bændur í Evrópu hafa gegnum tíðina varið sína hagsmuni með kjafti og klóm í formi mótmæla.
úr fréttinni.
"
Evrópusambandið hefur gefið það út að kvótar í mjólkurframleiðslu verði minnkaðir um eitt prósent á ári og að kvótakerfið verði lagt af árið 2015. Evrópuráðið hefur reynt að sefa bændur og lofað þeim takmarkaðri fjárhagsaðstoð en umleið sagt að hvergi verði hvikað frá fyrri ákvörðun um aflagningu kvótakerfis í mjólkurframleiðslu innan ESB árið 2015. "
kv.Guðrún María.
Helltu milljónum lítra mjólkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjólkurkvótakerfi Íslendinga samskonar og kerfi Evrópusambandsins.
Sunnudagur, 20. september 2009
Í mörg herrans ár hafa stjórnvöld verið á villigötum með kerfisfyrirkomulag í landbúnaði, og bændur dansað með eins og leikbrúður, ólíkt starfsbræðrum þeirra í Evrópu sem nú hella niður mjólk í stað þess að selja hana.
Forsendur stærðarhagkvæmni eingöngu hafa ráðið ríkjum og stefnan að fækka og stækka bú var stórvitlaus enda innihélt slíkt stórkostlegar offjárfestingar í tækjum og tólum allra handa rétt eins og í kvótakerfi sjávarútvegs.
Hrun byggða og fækkum skattgreiðenda í hinum dreifðu byggðum landsins varð til þess að gera stefnu þessa þjóðhagslega óhagkvæma samstundis, það máttu menn sjá í upphafi.
Hverjum nema Íslendingum hefði dottið í hug að borga bændum til að hætta búskap til þess að auka veg slíkrar þróunar, en það var gert hér á landi með vilja Bændasamtakanna sem oftast hafa samanstaðið af stórbændum.
kv. Guðrún María.
Margir kúabændur stefna í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innherjaviðskipti glæpur i Hong Kong.
Sunnudagur, 20. september 2009
Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvað margir hér á landi ættu nú þegar að vera komnir að minnsta kosti í dómsmálameðferð varðandi sams konar aðferðafræði, þ.e innherjaviðskipti á markaði.
kv.Guðrún María.
Sjö ár fyrir innherjaviðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að sjálfsögðu er það Alþingis að breyta eigin lögum.
Laugardagur, 19. september 2009
Samþykki Bretar og Hollendingar ekki þau atriði sem meirihluti Alþingis hefur samþykkt er málið á upphafspunkti, flóknara er það ekki.
úr fréttinni.
" Þingflokkurinn áréttar einnig í ályktun, að einungis sé hægt að breyta lögum á vettvangi Alþingis. Allar breytingar á forsendum ríkisábyrgðarinnar felli hana einnig úr gildi.
Þingflokkurinn ítrekar þá skoðun sína að farsælast sé fyrir þjóðina og lyktir þessa máls að samið sé að nýju við Breta og Hollendinga enda samningarnir óaðgengilegir og mikill vafi á að almenningi beri að greiða þessar skuldir. Þingflokkurinn telur grundvallaratriði að færustu sérfræðingar þjóðarinnar og á alþjóðavísu leiði nýjar samningaviðræður. "
kv.Guðrún María.
Aðeins hægt að breyta Icesave-lögum á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Sjálfstæðisflokkurinn kominn í samræðupólítíkina ?
Laugardagur, 19. september 2009
Skil ekki hvers vegna Sjálfstæðismenn eru að hafa fyrir því að svara hinum stórfurðulegu yfirlýsingum forsætisráðherra í þessu efni, varðandi trúnaðarbrest, því trúnaður millum stjórnar annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar er all mikill í raun.
kv.Guðrún María.
Hafna því að hafa rofið trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síðan hvenær varð stjórnarandstaða, hluti af ríkisstjórn frú forsætisráðherra ?
Laugardagur, 19. september 2009
Það atriði að forsætisráðherra landsins kvarti yfir " trúnaðarbresti " stjórnarandstöðu við ríkisstjórn er vægast sagt furðuleg uppákoma.
Það mætti ætla að þessum orðum ráðherrans að hún telji sig ráðherra í Þjóðstjórn allra flokka á þingi, varðandi það atriði að krefjast trúnaðar stjórnarandstöðuflokka um málefni samfélagsins, sem ríkisstjórnin er í raun stórsek um að halda leyndarhjúp yfir og nægir þar að nefna upphaf málsins þegar Alþingi átti ekki að fá að sjá icesavesamninginn.
Hér kveður við þann vælutón sem stjórnvöld skyldu aldrei verða uppvís að en einkennt hefur oftar en ekki vinstri flokkana hér á landi.
Geri ríkisstjórnarflokkarnir sér ekki grein fyrir því að almenningur í landinu hefur fengið nóg af baktjaldamakki og hið háa Alþingi hvoru tveggja þurfi og verði að starfa fyrir opnum tjöldum, þá hefur þessi stjórn lítið erindi við stjórnvölinn nú um stundir.
kv.Guðrún María.
Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er ónýtt og mun ekki lagast við inngöngu í Evrópusambandið.
Föstudagur, 18. september 2009
Hafi enginn tekið eftir því að Samfylkingin sem nú gegnir forsvari í ríkisstjórn hefur aldrei haft skoðun á breytingum á fiskveiðistjórnun, fyrr en fyrir síðustu kosningar, þá skal það hér með upplýst.
Flokkurinn sankaði að sér fylgi sökum þess að sá hinn sami þóttist ætla að breyta óréttlátu kerfi fiskveiða hér á landi, en setti síðan ofar á stefnuskrá stjórnarsáttmálans að ganga í Evrópusambandið.
Málamyndasjónarspil ríkisstjórnar í þessu efni varð algjört þegar formaður Frjálslynda flokksins sem hefur verið í andstöðu við kerfið en datt út af þingi í síðustu kosningum var ráðinn af ríkisstjórninni sem ráðgjafi við " breytingar ".
Það atriði að hagsmunir íslensku þjóðarinnar verði tryggðir innan Esb varðandi yfirráð og aðkomu að auðlindum sjávar er eitthvað sem er hlægilegt að halda fram, alveg sama hver ber þann fagurgala á borð.
kv.Guðrún María.
Ræddu hagsmuni í sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ER Íslandi haldið í gíslingu Evrópusambandsþjóða með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ?
Föstudagur, 18. september 2009
Hin stórfáránlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þess efnis að leggja inn umsókn að Evrópusambandinu og hefja svo samningaviðræður við tvær þjóðir innan þess ríkjabandalags um fjárskuldbindingar, mun að mínu viti skrifast sem pólítísk mistök fyrr og síðar.
Þar eru hagsmunir komandi kynslóða þessa lands sem hér lifir settir á altari hagsmuna fjármagnseigenda í Evrópu hérlendis sem erlendis fyrir og eftir hrun.
Vilji þjóðarinnar virðist ekki skipta máli heldur pólítískar áherslur flokka við stjórnvölinn varðandi það atriði að troða þjóðinni inn í markaðshagsmuna ríkjabandalag í Evrópu, þar sem farið er úr öskunni í eldinn, hvað varðar hagsmuni einnar þjóðar.
Enduruppbygging eins samfélags upp úr hruni hefur verið látin reka á reiðanum af ríkisstjórn landsins, meðan Ísland vaggar og veltist í ólgusjó hinna pólítisku mistaka stjórnvalda, um forgangsröðun mála.
Áfram Ísland, ekkert ESB.
kv.Guðrún María.
Ekki afsláttur" af fyrirvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |