Mjólkurkvótakerfi Íslendinga samskonar og kerfi Evrópusambandsins.

Í mörg herrans ár hafa stjórnvöld verið á villigötum með kerfisfyrirkomulag í landbúnaði, og bændur dansað með eins og leikbrúður, ólíkt starfsbræðrum þeirra í Evrópu sem nú hella niður mjólk í stað þess að selja hana.

Forsendur stærðarhagkvæmni eingöngu hafa ráðið ríkjum og stefnan að fækka og stækka bú var stórvitlaus enda innihélt slíkt stórkostlegar offjárfestingar í tækjum og tólum allra handa rétt eins og í kvótakerfi sjávarútvegs.

Hrun byggða og fækkum skattgreiðenda í hinum dreifðu byggðum landsins varð til þess að gera stefnu þessa þjóðhagslega óhagkvæma samstundis, það máttu menn sjá í upphafi.

Hverjum nema Íslendingum hefði dottið í hug að borga bændum til að hætta búskap til þess að auka veg slíkrar þróunar, en það var gert hér á landi með vilja Bændasamtakanna sem oftast hafa samanstaðið af stórbændum.

kv. Guðrún María.


mbl.is Margir kúabændur stefna í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband