Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Stórfellt klúður stjórnvalda, ríkisstjórnin segi af sér.
Föstudagur, 18. september 2009
Heilu sumri hefur verið eytt í vinnu við gerð fyrirvara við ónýta samningagerð varðandi fjárskuldbindingar þjóðar, gagnvart icesavemálinu, þar sem ljóst mátti vera að eins gott hefði verið að senda samninganefndina aftur út fyrir landsteina strax, ellegar hafna alfarið öðru en aðkomu dómstóla til úrskurðar ágreiningi í þessu máli.
Málið virðist nú á upphafspunkti að hluta til þ.e fyrirvararnir eru ekki samþykktir af hálfu þeirra sem eru samningsaðilar að hinum ónýta samnngi sem komið var með heim.
Hér er um að ræða stórfellt klúður sitjandi stjórnvalda frá upphafi til enda, því miður og tími til þess kominn að ríkisstjórnin segi af sér.
kv.Guðrún María.
Leggjast gegn fyrirvaranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna gátu fjölmiðlarnir ekki upplýst okkur betur í hinu meinta " góðæri " ?
Fimmtudagur, 17. september 2009
Viðbrögð fjölmiðla í landinu eftir bankahrunið eru sérstakt rannsóknarefni að mínu mati, ekki hvað síst vegna þess að þeir hinir sömu hafa málamyndast við það að draga " hagfræðinga á hagfræðinga ofan " fram í dagsljósið í heilt ár,sem þeir höfðu ekki fyrir í neinu magni meðan " góðærið " ríkti.
Því miður hefur hin mikla ofuráhersla fjölmiðlanna á efnahagsmál og fjármála og viðskiptaumhverfi sem fyrstu frétt í heilt ár... sem þeir hinir sömu ræddu illa eða ekki áður, nema til þess að dásama ríkidæmið, vægast sagt ruglað almenning í ríminu.
Hafi allt viðskipta og fjármálaumhverfi verið án landamæra eins og dregið hefur verið fram, hvers vegna í ósköpunum gátu fjölmiðlar ekki rýnt á milli rimlanna ?
Það skyldi þó aldrei vera að það hefði eitthvað að gera með eignarhaldið ?
kv.Guðrún María.
Enn ein bullunefndin um þessi mál, hvar er karlfrelsið ?
Fimmtudagur, 17. september 2009
Væntanlega þýðir þessi nefndaskipan aukin útgjöld ríkisins við laun vegna nefndastarfa og í þessu tilviki til handa ráðherrum í ríkisstjórn.
Hvað skyldu vera margar nefndir og ráð um jafnréttismál að störfum í landinu nú þegar ?
Duga þær ekki ?
úr fréttinni.
" Nefndinni er ætlað að fylgja eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um aukna áherslu á baráttu fyrir mannréttindum og kvenfrelsi og veita málaflokki jafnréttismála aukið vægi innan stjórnkerfisins. "
Er kvenfrelsi ofar karlfrelsi og ef svo er hvar er þá jafnréttið ?
kv.Guðrún María.
Ráðherranefnd um jafnréttismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samhæfa þarf heilbrigðis og félagsleg úrræði.
Fimmtudagur, 17. september 2009
Það er auðvitað ekki ásættanlegt að þeir sem hvað verst eru staddir lendi utangarðs í voru kerfi og kerfið reiði sig á svo og svo mikið framlag aðstandenda til þess að uppfylla þætti þar sem á skortir.
Þetta er hins vegar gömul og ný saga hér á landi þar sem skortir skilvirkari samvinnu um einstaklingsverkefni við að fást sem og samstarf millum ráðuneyta málaflokkanna og stofnanna allra er koma að málum.
kv.Guðrún María.
Sjálfsbjargarviðleitni kemur sjúklingum í koll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattaafsláttur til Vestmanneyinga vegna samgönguleysis ?
Miðvikudagur, 16. september 2009
Nú er það svo að Vestmanneyingar greiða sín gjöld í formi skatta þar með talið samgangna, en þeir fá ekki sömu þjónustu varðandi slíkt og aðrir landsmenn.
Eiga þeir að una slíku ?
Mitt svar er NEI og aftur nei.....
Meðan ekki er hægt að tryggja forsvaranlegar samgöngur til Eyja væri það réttlátt að gefa eftir gjaldtöku af íbúum í Eyjum.
kv.Guðrún María.
Vestmannaeyjar án sjósamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Burt með verðtrygginguna.
Miðvikudagur, 16. september 2009
Ekki líst mér á einhverjar hálfkveðnar vísur varðandi það atriði að " minnka vægi verðtryggingar " .
Ég tel að annaðhvort taki menn ákvörðun um að afnema hana eða ekki, og eitthvað millistig þar að lútandi örugglega engum til hagsbóta.
kv.Guðrún María.
Ræða minnkað vægi verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðgerða er þörf í þessum málum.
Miðvikudagur, 16. september 2009
Það er mikið rétt að í þessum málum ríkir neyðarástand en ekkert hefur komið fram hjá stjórnvöldum hvernig þau hin sömu ætli að höndla þann vanda sem blasir við.
kv.Guðrún María.
Það verður að leysa þetta núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skotgrafarhernaðurinn í íslenskum stjórnmálum.
Þriðjudagur, 15. september 2009
Ekki voru vinstri menn fyrr komnir við stjórnvölinn en sama gamla grammófónplatan var sett á fóninn, allt sem miður hefur farið er fyrri meirihluta að kenna..........
Þetta heimskulega argaþras millum flokka með álíka stefnuskrár, er stórhlægilegt í raun en ég hef haldið því fram að helstu kapítalista þessa lands sé að finna í Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana, þrátt fyrir öfgafjrjálshyggju í hinu meinta góðæri, sem ég hef gegnum tíðina nefnt Markaðshyggjuþokumóðuna.
Allra sérkennilegast er að sjá gömlu kommana úr Alþýðubandalaginu sáluga sem nú tilheyra VG, dansa með Samfylkingu í markaðsdansi kapítalismans, þar sem engir tveir flokkar ættu í raun að vera fjarri hvor öðrum miðað við stefnur og strauma.
VG hefur nú tekið þátt í því að koma umsókn af hálfu Íslands um aðild að Evrópubandalaginu, gegn eigin stefnuskrá í því efni sem gerir flokkinn vægast sagt ótrúverðugan.
Á sama tíma hefur Framsóknarflokkurinn með nýrri forystu risið undir nafni, með andstöðu við gerræðislegar ákvarðanir stjórnvalda, varðandi það atriði að láta íslensku þjóðina greiða fyrir misvitra fjármálaumsýslu erlendis.
Frjálslynda flokknum var hent út eðli máls samkvæmt af þingi enda margótrúverðugur vegna endalausra deilna sem aldrei var hægt að lægja, en í staðinn kom Borgarahreyfing, sem ekki vissi hvort væri flokkur eða ekki flokkur í stjórnmálum og virðist hafa stimplað sig beint inn í deilu og erjupyttinn, sem aftur þýðir skort á trausti kjósenda.
Lýðræði hreyfingarinnar byrjaði ekki vel þ.e með því að henda mönnum á dyr eins og Ástþór Magnússon mátti upplifa þegar hann mætti þar á fund. Sé það svo að menn vilji lýðræði þá verða þeir hinir sömu einnig að iðka það í reynd með vilja um samvinnu, annað er forsjárhyggja.
Ég lagði það einhvern tímann til hér á mínu bloggi að menn yrðu valdir á lista eftir að hafa keppt í 100 metra hlaupi eftir röð í mark sem yrði til þess að útskúfa forsjárhyggjuflokkuninni, allra handa svo ekki sé minnst á endurnýjun í því sambandi, en flokkar í íslenskum stjórnmálum hafa því miður oftar en ekki hagað sér eins og keppinautar hver á móti öðrum án samvinnu um þróun eins samfélags, með allra handa argaþrasi sem menn hafa verið uppteknir við að finna sí og æ.
Samvinna er lykill að framþróun.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þvílíkur hrærigrautur.
Þriðjudagur, 15. september 2009
Ég leyfi mér að efast um að þessar breytingar komi til með að kosta minna en að hafa hlutina eins og þeir eru nú þegar.
Með öðrum orðum að hin meinta einföldun kunni að verða að flókindum sem kostar tíma að greiða úr og tíminn er jú peningar.
kv.Guðrún María.
Hluti af endurskoðun ríkisrekstrarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að ráða vinstri sinnaða saksóknara, sem ekki eru með bloggsíðu ?
Þriðjudagur, 15. september 2009
Ósköp eru þetta sérkennilegar athugasemdir sem þarna koma fram, og ef leita á að mönnum sem ekki hafa tjáð sig um fjármálahrunið þá mætti eins leita að nál í heystakk, að ég tel.
Einhvern veginn finnst mér þetta eyma af pólítískri moðsuðu, þar sem það liggur milli línanna, " við ætlum ekki að ráða Sjálfstæðismann " ........
kv.Guðrún María.
Jón dregur umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |