Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er ónýtt og mun ekki lagast við inngöngu í Evrópusambandið.

Hafi enginn tekið eftir því að Samfylkingin sem nú gegnir forsvari í ríkisstjórn hefur aldrei haft skoðun á breytingum á fiskveiðistjórnun, fyrr en fyrir síðustu kosningar, þá skal það hér með upplýst.

Flokkurinn sankaði að sér fylgi sökum þess að sá hinn sami þóttist ætla að breyta óréttlátu kerfi fiskveiða hér á landi, en setti síðan ofar á stefnuskrá stjórnarsáttmálans að ganga í Evrópusambandið.

Málamyndasjónarspil ríkisstjórnar í þessu efni varð algjört þegar formaður Frjálslynda flokksins sem hefur verið í andstöðu við kerfið en datt út af þingi í síðustu kosningum var ráðinn af ríkisstjórninni sem ráðgjafi við " breytingar ".

Það atriði að hagsmunir íslensku þjóðarinnar verði tryggðir innan Esb varðandi yfirráð og aðkomu að auðlindum sjávar er eitthvað sem er hlægilegt að halda fram, alveg sama hver ber þann fagurgala á borð.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ræddu hagsmuni í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband